Hvað eigum við að kjósa um?

kjosaNýjasta könnun Capacent sýnir að Samfylkingin í Reykjavík suður hefur bætt við sig tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Hið sama var uppi á teningnum í vikunni áður en þá bætti flokkurinn einnig við sig um 2%. Af þessum tveimur könnunum virðist sem að viðsnúningur sé að verða á fylginu. Fylgið Samfylkingarinnar hefur því aukist um 4,3% á tveim vikum.

Það er í samræmi við þá tilfinningu sem við höfum fengið undanfarna daga og vikur þegar við höfum verið að hitta fólk og kynna áherslur okkar. Nú fer aukin harka að færast í kosningabaráttuna með umræðuþáttum og aukinni umfjöllun fjölmiðla.

Nú kynna flokkarnir hver af öðrum stefnumál sín. Og ég get ekki annað en nefnt það aftur hvað það er broslegt að fylgjast með stjórnarflokkunum nánast taka hamskiptum, því báðir flokkarnir virðast nú orðnir að mjúkum félagshyggjuflokkum. En auðvitað á ekki síður að dæma stjórnmálaflokka af fyrri verkum – en ekki aðeins loforðum til framtíðar.

Og þegar ríkisstjórnin er dæmd af verkum sínum er auðvitað ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að velferðarmálin séu ofarlega á forgangslista.

Það staðfesta 400 manna biðlistar aldraðra og hin fjölmörgu eldri hjón sem eru aðskilin á ævikvöldi sínu vegna skorts á búsetuúrræðum. Og það staðfestir barnafátæktin sem er helmingi meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og telur rúmlega fjögur þúsund íslensk börn og það staðfestir sú staðreynd að ríkisstjórnin skerti barnabætur um 10 milljarða krónur. Eldri borgarar 2

En það ekki bara að kjósa um velferðarmálin heldur einnig um stefnu í alþjóðamálum – um það hvort stuðningur ríkisstjórnarinnar við árásina í Írak var réttlætanleg.

Það á kjósa um það hvernig farið er með veitingarvald – hvort að fólk sé sátt við skipanir þessarar ríkisstjórnar í Hæstarétt. Og hvernig valdinu var beitt í Falun Gong.

Það á að kjósa um virðingu fyrir lögum landsins, hvort það sé eðlilegt að dómsmálaráðherra lýsi því yfir að jafnréttislög séu barn síns tíma eftir að hann hefur verið álitinn brotlegur við þau.

Það á að kjósa um það hvort við viljum ríkisstjórn sem beitir sér fyrir sértækum lögum sem beindust að einu fyrirtæki á borð við fjölmiðlalögin. Eða ríkisstjórn sem hindrar eðlilega sameiningu hjóna vegna þess að annar aðilinn er undir 24 ára aldri og af erlendu bergi brotinn. 

Það á að kjósa um hvort við viljum áfram ríkisstjórn sem heldur uppi einu hæsta matvælaverði í heimi, einu hæsta vaxtastigi í heimi, einu hæsta lyfjaverði í heimi og einu hæsta húsnæðisverði sem nokkur íslensk kynslóð hefur búið við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þið ættuð nú að hafa siðferðisþrek til að skammast ykkar og tala sem minnst um biðlista og þjónustu við aldraða.

Skammist ykkar til að muna hvernig þið stóðuð að þim málaflokki hér í Rvík í tíð R-listans. 

 Haldið þið virkilega að herra og frú kjósandi sé svona gersamlega skini skroppin, að þau muni ekki þessi misseri aftur?

 Nei ukkar listi í svonefndum ,,vistunarúrræðum" fyrir aldraða er svo stuttur, að ef sómatilfinning væri einhver, fælu sömu sig bakvið hól.

Þetta er svo skelfilega lélegur áróður, að er sárara en tárum taki, að horfa uppá fólk, sem ehfur þá skoðun á sjálfum sér, að þeir telji sig frambærilega til góðra verka á Alþingi, --beri svona litla virðingu fyrir minni okkar kjósenda.

SVona nú, farðu nú að lesa rætur þínar og farðu að dæmi áa þinna og brettu upp ermarnar til góra verka með lítillæti og VIRÐINGU fyrir kjosenduum.

kærar kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2007 kl. 11:29

2 identicon

Leitt að sjá svona athugasemdir við málefnaleg skrif. Ef Bjarni Kjartansson er samnefnari "miðbæjaríhaldsins" þá er það ekki góður félagsskapur. Við skömmumst okkur ekki vegna þjónust við aldraða. Það ætti íhaldið að gera.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gísli Baldvinsson gæti skoðað með afar einfölldum hætti, hvernig staðið var að þessum málum í stjórnartíð R-listans.

 Ef hann er það vekur með honum sérlega ánægjutilfinningu, er það bara svo, að litlu verður Gísli feginn.

Ég er og vil ekki vera samnefnari fyrir eitt né neitt.

Ég er þeirrar gerðar, að vilja yppa einstaklingum til dáða.  Vestfirst uppeldi mitt krefst þess.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband