Hversu langan tíma þarf Framsókn?

Mikið er skrýtið að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn sem er búinn að vera stöðugt í ríkisstjórn síðan árið 1971, að 4 árum undanskildum, skuli alltaf tefla sig fram sem hálfgerðum stjórnarandstöðuflokki í kosningum sem ætlar að gera hitt og þetta, laga og bæta.

Er þetta lið ekki búið að fá næg tækifæri til þess? Maður hefði haldið að síðustu 35 ár hefðu verið nægur tími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég sá þessa frétt áðan :-)

Kristján Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: 365

Nei, Framsóknarflokkurinn er náttúrulögmál, kemur og fer eins og dagur og nótt, sól og kuldi, svefn og vaka, hann er vakandi, sofandi yfir landslýð eins og ávallt.  Hann er og verður það sameiningarafl sem þjóðin byggir á. 

365, 10.4.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég held líka að fólk sé farið að ofbjóða völdin sem framsóknarflokkurinn fær alltaf miðað við fylgi. Sérstaklega eftir sveitastjórnarkosningarnar í reykjavík. Það eru allavega þau rök sem ég heyri oftast í mínum vinahópi. Ásamt stóriðjustefnunni að sjálfsögðu.

Kristján Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég trúi því nú ekki miðað við hvernig ég upplifi umræðuna í umhverfi mínu svona almennt, að þeir verði þarna áfram, það bara getur ekki verið eina ferðina enn ...... heldur þú það nokkuð Ágúst Ólafur ?

Inga Lára Helgadóttir, 10.4.2007 kl. 22:03

5 identicon

Framsókn er eitt mesta mein sem þrifist hefur í íslenskri pólitík.

Þetta er ekki skrifað beint gegn sérstökum persónum innan Framsóknarflokksins, heldur frekar gegn þessari spilltu eiginhagsmuna valdgræðgis pólitík sem virðist einkenna framsóknarmennskuna almennt - sem ég tel að flestir landsmenn séu búnir að fá uppí kok af ...

Kær kveðja,

Gísli Hjálmar

Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hinir 900 einstaklingar sem mæta á flokksþing Framsóknarflokksins annað hvert ár, sjá til þess að stöðug endurnýjun á sér stað. Þegar meiri tekja er aflað, eða nýjum áföngum í velferðinin er náð, eru stöðugt ný verkefni sem huga þarf að og hægt er að leysa. Ef ekki væri öflugt atvinnulíf væru ekki fjármunir til að bæta enn í, en sem betur fer hefur það verið öflugt og það er stefna Framsóknar í hnotskurn, að afla meira til að geta gert enn betur. Þess vegna eru áherslur flokksins sífellt beittar, eins og Ágúst Ólafur greinir svo réttilega. Framsókn kynnir nefnilega sínar áherslur þegar flokksþing hefur verið haldið og samþykkt stefnuskránna, meðan að Samfylkingin kynnir sína kosningastefnuskrá áður en Landsþing hefur veitt þeim umboð. Eru það samræðustjórnmál, lýðræði eða hvað svo sem þið kallið það?

Gestur Guðjónsson, 10.4.2007 kl. 23:01

7 identicon

Mér finnst þessi umræða bera þess merki að fólk hræðist Framsóknarflokkinn. Því segir enginn neitt við tillögum Sjálfstæðisflokksins, af því að fólk þorir það ekki. Ekki einu sinni formaður Samfylkingarinnar, sem veit ekkert hvað hann á að gera eftir að Davíð hvarf úr pólitíkinni. Ekki er mikið varið í varaformanninn heldur, hann þorir ekki að hnýta í Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Það hentar stjórnarandstöðunni betur að ráðst gegn Framsóknarflokknum. Hvers vegna er talað um Íslands sem eitt ríkasta land heim, hvers vegna er talað um að íslenska þjóðin sé ein sú hamingjusamasta á hnettinum, hvers vegna er Ísland í forystu í þekkingu á hreinni grænni orku? Framsóknarflokkurinn setur nú fram sín stefnumál til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem stefnt er að. Menn óttast flokkinn því hann boðar athafnir í pólitík en ekki innantóm hjal líkt og Samfylkingin eða stundar óábyrgan málflutning eins og Vinstri-grænir sem axla aldrei ábyrgð. Samfylkingin þolir ekki að frá stofnun hennar hefur ekkert gengið upp hjá henni, tókst ekki að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, tókst ekki að stofna breiðan hóp jafnaðarmann, tókst ekki að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að leiðtoga sínum, tókst ekki að komast í ríkisstjórn og það sem er verst núna er að vera minni en Vinstri-grænir. Þessi staða Samfylkingarinnar hlýtur að vera skelfileg að vera með 31% í síðustu kosningum en mælast nú með undir 20% fylgi. Samfylkingin mun aldrei verða alvöru flokkur ef hún ræðst ekki gegn raunverulegum andstæðingi sínum, Sjálfstæðisflokknum.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kominn tími fyrir nýja stjórn og út með Framsóknarflokkinn þótt fyrr hefði verið. Þetta er orðið hlægilegt. Agnarpínusmár flokkur sem fær endalaust þessi völd. Púkó!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.4.2007 kl. 23:35

9 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Ágúst og þökk fyrir stuttan pistil!

Svarið sérðu kannski hér?

 Bestu kveðjur,

http://sveinnhj.blog.is/blog/sveinnhjartar/ 

Sveinn Hjörtur , 10.4.2007 kl. 23:36

10 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég Jóhann Örn verð að segja að ég hræðist þennan flokk, hann er eins og illkynja æxli á þjóðinni, sama hversu stór hluti þolir ekki þennan blessaða flokk, þá nær hann alltaf að lifa af, hann er eins og LÚS

Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 00:26

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jóhann Örn... ef þú lest drög íhaldsins þarft þú ekki að vera hissa á því að þau séu lítið gagnrýnd. Þar er úr svo litlu að moða. Engar beinar tillögur, nema kannski að þeir vilja selja Landsvirkjun.

Inga Lára... Gættu orða þinna. Virðing fyrir skoðunum annarra er grundvallaratriði í öllum mannréttindum.

Gestur Guðjónsson, 11.4.2007 kl. 00:46

12 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þetta er mín skoðun, hvað ertu eiginlega að ibbast út í mig Gestur ? komdu bara með þín eigin komment og eigin skoðanir... og ekki vera að ala mig upp

Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 00:47

13 identicon

Ég hélt að þessi Inga Lára væri unglingur að skrifa inn á síðuna og hefði skrifað áður en hún hugsaði en komst að því að þetta er háskólanemi. Mér blöskrar þessi einkennilega tjáningarþörf og óþroski. En þessi innlegg Ingu Láru lýsa ótrúlegri minnimáttarkennd og reiði, en að halda þessu fram sem skoðun stenst ekki hjá einstaklingi sem vill láta taka sig alvarlega.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 01:11

14 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

ég verð að viðurkenna að ég hljóp aðeins á mig hér að ofan, er þreytt og pirruð að skrifa ritgerð á síðustu stundu, en ég er ósátt við ýmislegt sem hefur átt sér stað innan flokksins, en þeir hafa gert góða hluti líka. Ég bið afsökunar að hafa sært ykkur og þykir það leiðinlegt. En ég var að horfa í ákveðin mál sem ég er ósátt með sem eru að gerast hjá stjórnendum okkar þjóðar og á einnig í heilbrigðismálum. En framsókn eru nú ekki alslæmir og tek ég sem dæmi þegar þeir stoppuðu af að þeir ríkari gætu komist án tafar undir læknishendur, semsagt höfðu forgang í kerfinu. það var algert bravó fyrir þeim

En ég bið ykkur afsökunar að hafa misboðið ykkur og þætti betra að við töluðum hér almennt en ekki að vera með persónulegar meiðingar eins og beinast að mér hér.  

Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 01:22

15 Smámynd: 365

Það er greinilegt að það sem Ágúst Ólafur (hann er reyndar einn af fáum sem ég treysti fullkomlega í SF og ber virðingu fyrir) setti fram hér í upphafi hefur haft sín áhrif.  Það hleypur hland og sandur fyrir hjartað hjá sumum svo að maður verður agndofa yfir þeim fúkyrðum sem Frammsóknaflokkurinn verður fyrir.  En við erum með þykkan skráp og ekki vanþörf á þegar allir leggjast á eitt markmið og það er að reyna koma málunum þannig fyrir að gera Framsókn í augum landsmanna þannig að um stórglæpamann sé að ræða.  Öll meðul eru notuð.  En það er einn hængur á og hann er sá að Framsókn eflist allur til muna þegar gagnrýnin er sem mest.  Þetta hefur sýnt sig í gegnum tíðina og kemur fram aftur í vor.  Gott vor í vændum. 

365, 11.4.2007 kl. 09:59

16 identicon

Maður glefsar ekki í hönd þess sem fæðir mann!

Það er ekkert einkennilegt við það að þið (fáu) framsóknarmenn þjappist betur saman við mótlæti - það er enginn annar tilbúinn til þess!

Að vera framsóknarmaður fyrir mér er einfaldlega:

að vera samþykkur því að spilling eigi sér stað í íslenskri pólitík!

að vera samþykkur því að það sé í lagi að fara með hroka og yfirgangi og fórna til þess lífi saklausra barna og annarra einstaklinga í formi stríðsreksturs!

að vera samþykkur því að menn einsog Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson gangi um með fulla vasa fjár - bara vegna þess að þeir eru tengdir "réttum" framsóknarmönnum!

að vera samþykkur því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra sé með masters- og doktorsgráðu úr bréfaskóla í USA sem var lagður niður vegna spillingar!

að vera samþykkur því að utanríkisráðherra skuli ekki hafa meiri menntun en gagnfræðapróf!

að vera samþykkur því að peningar samfélagsins séu notaðir til að borga vina-vinnumála-starfssemi Framsóknarflokksins!

að vera samþykkur því að félagsmálaráðherra hafi verið dæmdur fyrir valdníðslu í starfi sínu og komist upp með það!

að var samþykkur því að fé samfélagsins sé notað í jafn stjórnlausum og fáránlegum tilgangi  og "Byrgismálið" ber vitni um!

... og svona má lengi, lengi, lengi telja!

kv. GHS

Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:17

17 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Gísli, passaðu þig, þú verður skotinn niður

Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 144477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband