31.3.2007 | 21:48
Að óttast ekki eigin þjóð
Kosningin í Hafnarfirði er mikill sigur fyrir lýðræðið. Þátttakan staðfestir að það er hárrétt aðferðarfræði hjá Samfylkingunni að gera íbúum kleift að kjósa með beinum hætti um mikilvæg málefni. Samfylkingin hefur beitt sér fyrir auknu beinu lýðræði og ég er sannfærður um að kosningar af þessu tagi eru framtíðarmúsík í íslenskum stjórnmálum.
Ég held að fólk kunni að meta þessa nálgun og að það er bjargföst trú mín að stórar samfélagslegar spurningar eigi að leggja í dóm kjósenda. Kosningin í Hafnarfirði fellur tvímælalaust þar undir. Þar tókust á tvö andstæð sjónarmið og mér hefur virst sem að kosningabaráttan hafi verið heiðarleg og málefnaleg. Gríðarlega mikil kosningaþátttaka sýnir ennfremur að þetta er málefni sem bæjarbúar hafa miklar skoðanir á og vilja hafa áhrif á það hver niðurstaðan verður. Lýðræðið fékk hér einfaldlega að hafa sinn gang.
Ingibjörg Sólrún fór þessa leið sem borgarstjóri þegar hún beitti sér fyrir því að borgarbúar gætu kosið um framtíð flugvallarins. Þingmenn Samfylkingarinnar með Jóhönnu Sigurðardóttur í fararbroddi hafa ár eftir ár lagt fram þingmál um rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslna. Okkar fulltrúar í stjórnarskrárnefnd, Össur Skarphéðinsson og Kristrún Heimisdóttur, hafa jafnframt lagt mikla áherslu á að fá slíkt ákvæði í stjórnarskrá en við litlar undirtektir stjórnarflokkanna.
Okkar fólk í Árborg hefur verið frumkvöðlar í íbúaþingum hér á landi sem fjölmörg önnur sveitarfélög hafa síðan tekið upp. Og nú síðast var það hreinn meirihluti Samfylkingarfólks í Hafnarfirði sem ákvað að fara þá leið að leyfa íbúum bæjarins að ákveða hvort leyfa skyldi stækkun álversins í Staumsvík.
Samfylkingin óttast ekki að færa völdin til kjósenda. Við treystum lýðræðinu.
Fleiri andvígir álveri en fylgjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Æðislega flottur punktur við eigum að kjósa fólk inn til að endurspegla rödd okkar sem myndum þjóðfélagið, það er gott að fá að taka þátt og láta í sér heyra og fá að hafa atkvæðarétt í slíkum málum sem þessum.
Inga Lára Helgadóttir, 31.3.2007 kl. 22:26
Í nærri 20 þúsund manna bæjarfélagi tók 200 manna meirihluti ákvörðun um að hafna 500 milljónum króna á ári til þess að flytja mengun nokkra kílómetra yfir bæjarmörkin.
Til hamingju Samfylkingin.
Kalli (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:31
Þetta er ömurleg tilraun hjá félögum þínum í Hafnarfirði til að víkja sér undan ábyrgð. Ég ætla vona að þú farir ekki að stinga upp á kosningum sem þessum í fleirri málum. Gerðu þér grein fyrir því að lýðræði virkar ágætlega til að skipta um valdahafa án blóðsúthellinga en verður vopn í höndum þrýstihópa ef það verður notað til ákvörðunar í flestum málum.
Persónulega nenni ég ekki vera velta mér upp úr stjórnmálum mér finnast þau leiðinleg en sökum þess að heimurinn er fullur af einstaklingum sem eru tilbúnir að segja mér hvernig ég á að haga líf mínu tel ég mig knúinn til að skitpta mér af. Kosningar sem þessar eru bara enn einn höfuðverkurinn sem mun kosta einstaklinga og fyrirtæki tíma og fjármagn. Ég óska engum að eiga sitt undir kosningum sem þessum þar sem þrýstihópar ganga fram fyrir skjöldu og margir með misvitra málstaði.
Líttu á kosningarnar um flugvöllinn hverju skiluðu þær okkur? Engu.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:49
Það er nú varla hægt að líkja kosningunum í Hafnarfirði við kosningarnar um Rvíkur flugvöllinn. Þátttakan í þessum kosningum er svo gjörólík. Reyndar hafði Ingibjörg þá skoðun að flugvöllurinn ætti að fara og eyðilagði þar með kosningarnar um það mál, því með þeim hætti setti hún málið í flokkspólitískan farveg (það var mjög klaufalegt). Og örfáir borgarbúar kusu um málið. Kannski er þeim flestum sama hvar völlurinn er?
Guðmundur Örn Jónsson, 31.3.2007 kl. 22:54
Til Hamingju Húsavík / Helguvík
Vilji íbúa Hafrnarfjarðar er kýrskýr og ekkert verður af stækkun. Þar sem vitað er að á bæði Húsavík og í Reykjanesbær er gífurlega mikill stuðningur við álver er ljóst að þar munu rísa myndarleg álver innan tíðar. Vilji íbúa ræður og þá ber að virða þeirra vilja eins og Hafnfirðinga. Gott mál.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:34
Samfylkingin óttast ekki að færa völdin til kjósenda. Við treystum lýðræðinu.
Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar. Gæti það verið að kjósendur óttast að færa völdin í hendur Samfylkingarinnar?
Fólk kýs stjórnmálamenn sem hafa afstöðu og þora að taka skynsamlegar ákvarðanir. Því miður er afstaða Samfylkingarinnar óljós í svo mörgum málum. Hver er afstaða þín Ágúst Ólafur til uppbyggingar stóriðju, álvers, við Bakka á Húsavík?
Þessi kosning í Hafnarfirði er afar hæpin vegna þess að öfgar í umhverfisvernd er komnar út fyrir öll skynsemismörk. Hræðsluáróður og í sumum tilfellum rangfærslur eru ekki hluti af jákvæðu íbúalýðræði. Þú nefnir þá ákvörðun þegar kosið var um flugvöllinn í höfuðborginni Reykjavík. Hverju hefur sú ákvörðun skilað? Sú kosning ver einnig afar hæpin vegna þess að málið varðaði ekki aðeins Reykjavík heldur allt landið! Reykjavík er höfuðborg vegna þess að þar er miðstöð Íslands, þar er helsti innanlandsflugvöllur landsins, sjúkrahús, stjórnsýsla o.fl. Hver afstaða þín til þess að Húsvíkingar, Þingeyingar einir ættu að kjósa um uppbyggingu stóriðju við Bakka?
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.