29.3.2007 | 15:54
Hversu mörg börn hafa ekki farið til tannlæknis? Svarið er hér.
Hversu mörg börn hafa ekki farið til tannlæknis? Þetta er mjög áhugaverð spurning að mínu mati og á vel við núna þegar heilmikil umræða er í gangi um tannheilsu íslenskra barna. Í fyrra var ég með fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg börn höfðu ekki farið til tannlæknis á ákveðnu árabili. Svörin voru mjög áhugaverð.
Þar kom í ljós að 8.500 börn á aldrinum 3-17 ára höfðu ekki farið til tannlæknis í 3 ár.
Einnig kom í ljós að um 2.000 börn á aldrinum 6-17 höfðu ekki farið til tannlæknis í 5 ár.
Þá höfðu um 800 börn á aldrinum 9-17 ekki farið til tannlæknis í 7 ár. Þetta er langur tími án þess að hafa farið til tannlæknis.
Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þessum tölum en ein af þeim hlýtur að vera efnahagur fjölskyldunnar. Ljóst er að hið opinbera greiðir aðeins hluta af þeim kostnaði sem fjölskyldur verða fyrir þegar barn fer til tannlæknis. Við verðum því að gera það ódýrara fyrir fjölskyldur að fara með börn sín til tannlæknis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2007 kl. 10:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Stóri gallinn er sá að sumir tannlæknar eru svo miklir okrarar, að þeir fæla fjölskyldufólk frá og þessir okrarar eru stéttinni til stórskammar.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:04
En hvað með roskið fólk sem gengur um tannlaust vegna þess að það hefur ekki efni á gervitönnum? Ég þekki dæmi um slíkt.
Hlynur Þór Magnússon, 29.3.2007 kl. 16:05
Hvað um að hafa það bara ókeypis til 18 ára aldurs eins og ég ólst upp við?
Baldvin Jónsson, 29.3.2007 kl. 17:23
Það er ekkert undarlegt að fólk fari ekki til tannlæknis með börnin sín. Það tekur trúlega hálfan mánuð fyrir marga að vinna fyrir tannlæknakostnaði fyrir fjagra manna fjölskyldu.
Fólk fer utan til að láta gera stærra aðgerðir af því að það er mun ódýrara þó svo að flugið leggjist ofan á. Er ekki löngu tímabært að gera eitthvað í þessum málum. Það er alltaf verið að tala um að við séum með bestur heilbrigðis þjónustu sem að völ er á.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.3.2007 kl. 18:12
Sko. Þessi spurning er ekki sú sem þú átt að spyrja, því þetta er eins og að hugsa frekar um hversu lengi sjúkrabíllinn er á leiðinni á slysstað en að spyrja hvernig sé hægt að fækka umferðarslysum. Vissulega væri eðlilegt að TR endurgreiddi samkvæmt réttri gjaldskrá, en hins vegar má ekki gleyma því, að börn fara til tannlæknis af því að tennurnar skemmast. Og í flestum tilfellum skemmast tennurnar af því að þær eru ekki burstaðar eða það er étið of mikið nammi og drukkið of mikið gos. Grunnvandinn snýr ekki að ríkinu heldur að foreldrunum. Það er auðvitað leiðinlegt fyrir félagshyggjumenn að þurfa að viðurkenna þannig lagað, en svoleiðis er það nú bara, Ágúst Ólafur.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.3.2007 kl. 22:42
Það vantar tannálfa í grunnskólann. Tannheilsu barnanna okkar hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Við erum að upplifa það sama og ljósálfarnir í álfheimum í hinu frábæra barnaleikriti Benedikt búálfur. Þegar Tóti tannálfur var numinn á brott af svartálfum, þá fengu ljósálfarnir tannpínu. Meira hérna: http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/149515/
Hallur Magnússon, 29.3.2007 kl. 23:13
Þetta er gífurlega mikilvægt.. Ég er sjálf einstæð tvíbramóðir og þekki því vel hvað tannlæknakostnaðurinn er erfiður fjárhagslega, samt tel ég mig alltaf hafa verið dugleg að láta þær bursta tennurnar og nammi bara á laugardögum.. og helst ekkert gos..
Vildi óska þess að ráðamenn myndu átta sig á þessu.. Vil svona í framhjálhlaupi nefna við þig Ágúst að þú stóðst þig einstaklega vel í Silfrinu síðasta Sunnudag.. 
Björg F (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.