Hélt að ég væri að deyja í morgun

spítaliÉg hef sjaldan séð eftir neinu jafnmikið og inflúensusprautunni sem mér bauðst í haust. Eins og gamla fólkinu er þingmönnum boðið árlega bólusetning gegn flensu og ég hef alltaf þegið hana, nema núna. Í þetta sinn var bólusetningin í miðju prófkjöri og því taldi ég mig ekki hafa tíma til að fá hana. Mikil mistök.

Í morgun hélt ég að væri að deyja. Konan er annars dugleg að dekra við mig og heldur stöðugu streymi af tei til mín. Stelpunum á Framnesveginum finnst þetta hins vegar vera eitthvert sport hjá pabbanum og segjast líka vilja vera veikar.

Það sem þessi litlu skinn vita ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Leitt að heyra af veikindum þínum kall kær, þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég geri. Hrikalega erfitt að þurfa að hanga heima í nokkra daga. Það sem bjargaði mér voru hinsvegar síður á netinu með þáttum og myndum - www.alluc.org og www.peekvid.com. Tjékkit!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.3.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Mínar allra bestu bataóskir!!! Ég slepp enn, en 2 af börnunum veik heima og litla barnabarnið einnig. Guðfinnur bloggaði skemmtilega um sín veikindi, þetta er greinilega siður manna nú.

Björk Vilhelmsdóttir, 1.3.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Halldór Reynir Halldórsson

Láttu þér batna! Ég fór heldur ekki í sprautu. Ætli ég sé ekki næsta fórnarlamb þessarar andstyggilegu veiru...

Halldór Reynir Halldórsson, 1.3.2007 kl. 15:57

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þú átt samúð mína alla, en þú ert nú samt mun betur settur hledur við hér á mínu heimili, því að hér eru einfaldlega allir veikir....

Eiður Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 17:34

5 identicon

Farðu vel með þig Ágúst minn enda stórir og miklir tímar framundan og þú þarft á öllu þínu þreki á að halda.  Við hér í Boston fengum smá nasarþef af pestinni eða bróðir þinn meira en ég, en svona er nú bara lífið.  Við fórum ekki í neinar flensusprautur enda var haustið og byrjun vetrarnins svo rosalega góð hér hjá okkur.

Hugsum til  þín á komandi vordögum og hver veit nema að þú fáir smá stuðning í smá tíma til landsins í kringum afmælið þitt.

Gangi þér rosalega vel og láttu nú suma þessa penna ekki hafa of mikil áhrif á þig sem ég veit að þeir gera ekki, meira hvað sumir eru eitthvað bitrir að mér finnst.

Kær kveðja

Boston gengið

p.s. bestu kveðjur til stelpnana og kattana, voffarnir biðja að heilsa

BostonInga (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband