Flip-flop flokkurinn

flip flopÉg ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá forsíðu Moggans í morgun. Það var búið að gera Sjálfstæðisfálkann grænan! Fyrst hélt ég að hér væri á ferðinni eitthvað klúður með prentunina. En ó nei, fálkinn var orðinn grænn. Ég man að í síðustu borgarstjórnarkosningum var fálkinn orðinn bleikur. Það er með ólíkindum hvað Sjálfstæðisflokkurinn er mikill flip-flop flokkur ef fólk hefur áhuga á að huga að því.

Blár, svo bleikur og nú grænn 
Hversu trúverðugt er það þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vera orðinn grænn flokkur eftir allt sem er á undan gengið í stóriðjumálunum?

Hversu trúverðugt er það þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vera orðinn bleikur flokkur eftir allt sem er á undan gengið í jafnréttismálum? Má þar nefna ítrekuð brot ráðherra flokksins á jafnréttislögum við stöðuveitingar, 18-4 úrslitin árið 2003 (þ.e. 4 þingkonur og móti 18 körlum), engan árangur í baráttunni gegn kynbundum launamun á valdatímanum samkvæmt þeirra eigin skýrslu o.s.frv.

Segja eitt og gera annað 
Önnur dæmi er tal Sjálfstæðismanna um frelsi í landbúnaðarmálum í gegnum áratuginn en á sama tíma hafa þeir samþykkt 20 milljarða króna sauðfjársamning og 27 milljarða króna mjólkursamning.

Svo má nefna það þegar Sjálfstæðisþingmenn kusu beinlínis gegn tillögum á þinginu um að fella niður öll vörugjöld af matvælum, lækka virðisaukaskatt á lyfjum og hækka frítekjumark eldri borgara þrátt fyrir að þeir hafi iðulega sagt að þeir styðji þessi mál.

Já, Sjálfstæðisflokkurinn er mesti flip-flop flokkur Íslandssögunnar og dæmin sanna það. Þetta er nefnilega ekki bilun í prentuninni heldur í umbrotinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Já, er þetta ekki fyndið og um leið sorglegt? Svona hókus pókus umbreytingar rétt fyrir kosningar virðast nefnilega virka ótrúlega vel. Ég skrifaði um þetta í morgun þegar ég sá Moggann. 

Svo eru Staksteinar í Sunnudagsmogganum líka að reyna sannfæra okkur um að Sjallar séu nú grænir. Á maður að hlægja eða gráta? 

Ibba Sig., 24.2.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Úff, þegar Samfylkingarfólk er farið að tala um trúverðugleika annarra ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.2.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég held að megin ástæða þess að VG hlýtur svona góða útkomu í könnunum núna sé annars vegar græn stefna (þrátt fyrir að fæstir vilji önnur stefnumál þeirra í reynd) og hins vegar trúverðugleiki. Menn trúa þeim til að standa heiðarlega með því sem þeir gefa sig út fyrir að vera.

Getur Samfylkingin ekki farið að vinna að því að skapa sér það traust??

Er það ekki lykillinn að því að auka fylgi flokksins?

Bærinn er fullur af nettum hægri mönnum sem dauðlangar að fá eitthvað trúverðugt til að kjósa.

Ef Samfylkingin tæki afstöðu til stóru málanna opinberlega og stæði með stefnunni myndi fylgið væntanlega aukast þó nokkuð, og þá úr báðum áttum. En það er að sjálfsögðu væntanlega bundið við það að S standi fyrir framtíð og gegn frekari stóriðju....

Baldvin Jónsson, 24.2.2007 kl. 21:06

4 identicon

Þetta er alveg rétt Ágúst, þeir segja eitt en gera annað og hafa gert í gegnum tíðina. "Frelsi einstaklingsins..." náði amk. ekki atvinnufrelsis nema ákveðinna hópa/einstaklinga eins sagt er ágætlega frá í bók Guðna í Sunnu. 

Og svo var óborganlegt þegar Viljálmur Þorn byrjaði á að afneita því að vera hægri maður eftir prófkjör flokksins og í kjölfarið fylgdi kosningabarátta sem sýndi í raun um hvað pólitík þessa flokks stóð fyrir.

Aron N.Þorfinnsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Alveg með ólíkindum! Ég gæti ekki verið í flokk sem að skiptir um skoðanir einsog nærbuxur eftir því hvernig viðrar.

Guðfinnur Sveinsson, 26.2.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 144475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband