Ísland er eina ríkið í Evrópu sem heimilar ekki dómstólum að ...

fangelsiÉg lagði fram á Alþingi í gær splunkunýtt þingmál sem veitir dómstólum heimild til að dæma einstaklinga til samfélagsþjónustu. Mér finnst þetta vera afar stórt og þarft mál enda er Ísland eina ríkið í Evrópu sem heimilar ekki dómstólum að dæma einstakling til samfélagsþjónustu.

Hér á landi er nefnilega stofnun á vegum stjórnvalda, Fangelsismálastofnun, sem fer með þetta úrræði. En það hafa komið hafa fram efasemdir, m.a. frá dómstólaráði, um hvort þetta fyrirkomulag standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Samfélagsþjónusta er viðurlög í eðli sínu sem á að vera á forræði dómstóla en ekki stjórnvalds. Þetta er því spurning um hvorki meira né minna en sjálfa þrískiptingu ríkisvaldsins.

Hentugt fyrir unga afbrotamenn
En annar kostur við að færa samfélagsþjónustuúrræðið til dómstólanna er að þá gætu þeir dæmt einstakling í vægari úrræði en fangelsi. Þetta hefði því jákvæð áhrif á unga afbrotamenn. Að sama skapi gæti komið til þess að dómstólar dæmi mann til samfélagsþjónustu sem ella hefði fengið skilorðsbundna refsingu. dómari

Dregið úr alvarleika ölvunaraksturs
Þá vil ég einnig benda á að í framkvæmd er samfélagsþjónusta talsvert notuð í óskilorðsbundnum dómum vegna ölvunaraksturs. Það er umhugsunarefni hvort það sé rétt þróun í ljósi þeirra dómvenju að ölvunarakstur orsaki fangelsisdóm. Með því að beita samfélagsþjónustu við ölvunarbroti hefur Fangelsismálastofnun bæði dregið úr varnaðaráhrifum laga og þeim fordæmum sem dómstólar hafa ákveðið þegar kemur að ölvunarakstri. Slíkt á að vera á forræði dómstóla en ekki stjórnvalds.

Flýgur í gegn?
Að lokum upplýsi ég lesendur mína að samfélagsþjónusta felur í sér tímabundið ólaunað starf í þágu samfélagsins, svo sem líknar- eða félagsstarf.  Síðan samfélagsþjónusta hófst hér á landi árið 1995 hafa um 1.700 manns gegnt samfélagsþjónustu.

Og eins og öll mál frá stjórnarandstöðunni þá á ég að sjálfsögðu von á að þetta mál fljúgi í gegnum þingið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis hugmynd og það mætti í leiðinni fara að herða refsingar við ýmsum brotum s.s. veggjakroti, eignaspjöll af verstu gerð.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband