Næst samstaða allra flokka í dag gegn klámráðstefnunni?

StjornarskraÉg tók þátt í pallborði í morgun um kynbundið ofbeldi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna voru þarna og vorum við spurð spjörunum úr. Meðal spurninga var hvort við myndum beita okkur í þingflokkum okkar fyrir svipaðri ályktun og borgarstjórn samþykkti einróma í gær um fordæmingu á klámráðstefnunni. Allir fulltrúar flokkanna svöruðu þessari spurningu játandi í morgun.

Í dag kl. 16 eru haldnir þingflokksfundir hjá öllum flokkunum og það er vonandi að þingflokkarnir geti sammælst um ályktun gegn þessari ráðstefnu. Það væru heilmiklar fréttir ef það tækist. En þar sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var einn fulltrúanna sem svaraði játandi í morgun er ég bjartsýnn að eitthvað verði úr þessu.

Annars var þetta fjölmenn og góð ráðstefna en það er ljóst að heilmargt þarf að gera í þessum málaflokki. En ég hef hins vegar tekið eftir því að sumum í samfélaginu finnst þessi umræða ekki nógu merkileg fyrir pólitíkina og tala um tilfinningaklám og þess háttar. Slíkt lið er gjörsamlega firrt ef það telur að baráttan fyrir lagabreytingum gegn kynbundnu ofbeldi eigi ekki erindi í pólitík. Stjórnmál eiga einmitt að snúast um þetta því hagsmunirnir gerast ekki stærri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr !

Ágústa (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 14:26

2 identicon

Hjálp... hvernig væri nú að þingheimurinn snéri sér að einhverju sem skiptir máli fyrir okkur en eyðir ekki púðri í að fetta fingur útí einvherja ráðstefnu. Það kemur þingheimi ekkert við hvað fólk er að gera hérna í einkaerindum, ef ríkið á að skipta sér af því hverjir koma hingað og hverjir ekki (Sbr. Falun Gong) þá sígur landið fljótt niður á lista yfir lönd með einræðistilburði. Valdníðsla ríkisins á þegnum þess og gestum virðast engin takmörk sett.

Ætli jafn miklu púðri yrði eytt í ráðstefnu um vopnasölu eða markaðssetningu eiturlyfja í Hollandi eins og þessa? Ég leyfi mér að efast um það. 

asdf (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 15:35

3 identicon

Sæll Ágúst

 Veistu.. það að þið skuluð voga ykkar að eyða tíma á Alþingi í að ræða þessa þvælu er móðgun við alla þá Íslendinga sem borga ykkur laun. Ég er já, vægt til orða tekið, mjög móðgaður yfir þessu.  Það er eins og heimurinn sé að farast vegna þess að nokkrir vefstjórar klámsíðna séu á leiðinni til landsins. 

Segðu mér, hefurðu skoðað dagskrá þessarar "ráðstefnu"? Ég gerði það í framhaldi af þessum furðufréttum og viti menn.  "Ráðstefnu"dagskráin snýst öll um að:

  • fara á skíði
  • fara í blá lónið
  • fara á Gullfoss og Geysi.

Það er ekki ein mínúta sett í fundi, ekki ein.  En jú, sennilega verða teknar nokkrar ljósmyndir af nöktum líkömum svona til gamans. Ætli lundirnir í Biskupstungunum muni blygðast sín? Nú eða fannirnar fyrir norðan?

Það er ömurlegt þegar kjaftaskar og femínistasleikjurnar reyna að grípa í einhvern svona vonarneista og reyna að skapa sér hetjunafn í leiðinni.  Ömurlegt og ég skammast mín svo fyrir að fólk sem hagar sér svona útaf 150 manns sem ætla að ferðast til Íslands í hvataferð (ekki kynhvata) skuli virkilega sitja á Alþingi.

Heldurðu að það væri ekki frekar ráð að tala um eitthvað sem skiptir máli?

Já og eitt enn, vissir þú eða einhver annar af ykkar sauðahúsi að þessar ferðir væru til í fyrra? Vissir þú hvar síðasta svona ferð var haldin? Nibbs, eina ástæðan fyrir því að nú veit öll heimsbyggðin af þessari ferð til Íslands er fólk eins og þú.

Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 15:42

4 identicon

Ætlar þetta fólk að fremja hér kynjabundið ofbeldi? Deutscher gewährt euch, kauft nicht bei Juden! Hver er firrtur?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:42

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Er  kynbundið ofbeldi verra en annað ofbeldi?
Rök þín fyrir því að smíða þurfi sérstaka lagasetningu um ofbeldi ef það er milli kynja er álíka vitlaust og það þurfi sérlög um húsnæði í Grafarvoginum.
Ofbeldi er ofbeldi og að vera búa til flóknari lög flækir bara störf lögreglu og saksóknara  um leið og það EYKUR líkurnar á að ofbeldismenn sleppi því ekki var ákært eftir réttum lagabálki.

KLÁM: Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að hægt væri láta alla stjórnmálamenn hoppa svona í takt útaf einni skemmtiferð þetta minnir óneitanlega á USA stjórnmálin næst verður sjálfsagt Sylvía Nótt rekin úr landi vegna óæskilegra siðferðilegra áhrifa sem hún hefur á ungar stúlkur.

Grímur Kjartansson, 21.2.2007 kl. 20:46

6 identicon

Sæll Ágúst!

Sannfæring þín segir þér að sjálfsögðu að beita þér í þessu máli ásamt því að þarna felist pólitísk sóknarfæri. En þetta er augljósleg a liður í því að beina kröftum sínum að einkennunum frekar en upprunanum. Það eru aðrar spurningar sem krefja okkur enn frekar um svör. T.d. viljum við skapa öflugan ráðstefnumarkað á Íslandi ekki satt? Það eru augljósir fylgikvillar sem fylgja því, líkt og vændi og nektardansstaðamenning. Það þarf að taka allt þjóðfélagið á beinið, ekki meina ákveðnum hóp viðskiptaaðila að sækja landið heim. Þetta er spurning um heildstæða stefnu, hvar erum við? & Hvert viljum við fara? Það að gera fár út af slíkri ráðstefnu þegar að afurðir þessara aðila eru leyfðar (þó óformlega sé) jaðrar á barmi fáránleikans!

 Albert Steinn Guðjónsson

Albert Steinn Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 06:02

7 identicon

Sæll Ágúst!

Sannfæring þín segir þér að sjálfsögðu að beita þér í þessu máli ásamt því að þarna felist pólitísk sóknarfæri. En þetta er augljósleg a liður í því að beina kröftum sínum að einkennunum frekar en upprunanum. Það eru aðrar spurningar sem krefja okkur enn frekar um svör. T.d. viljum við skapa öflugan ráðstefnumarkað á Íslandi ekki satt? Það eru augljósir fylgikvillar sem fylgja því, líkt og vændi og nektardansstaðamenning. Það þarf að taka allt þjóðfélagið á beinið, ekki meina ákveðnum hóp viðskiptaaðila að sækja landið heim. Þetta er spurning um heildstæða stefnu, hvar erum við? & Hvert viljum við fara? Það að gera fár út af slíkri ráðstefnu þegar að afurðir þessara aðila eru leyfðar (þó óformlega sé) jaðrar á barmi fáránleikans!

 Albert Steinn Guðjónsson

Albert Steinn Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 06:02

8 identicon

Það er sorglegt að sjá að þú viljir að landið meini ákveðnum gestum að koma hingað til lands á grundvelli þess iðnaðar sem þeir starfa í. Hverni fyndist þér að vera bannað að koma til Englands af því að landið stundar hvalveiðar. Nei íslendingar eru ekki velkomnir til UK af því þeir stunda hvaladráp. Þarf að minna þig á að það var afskaplega hæpið að ríkið hefði haft lögin sín megin þegar þeir bönnuðu Falun Gong að koma hingað. Hvurslags skrípalæti er þetta í ríkinu, banna fólki að koma til landsins. Ísland er frjálst lýðræðislegt ríki....nema stundum þegar einhverjir vondir kallar vilja koma hingað og eyða peningum sínum í ferðaþjónustuna. Já og hugsanlega stórhættulegt glæpahyski sem smitar allar með hugleiðslum sínum, eða stórhættulegir mótorhjólamenn sem gætu hrætt líftóruna úr litlum börnum. Ég skammast mín núorðið fyrir að vera íslendingur, að alþingi skuli hvetja til mismununar gesta sem hingað koma, setur Ísland á sama stall og ríki eins og Zimbabwe. Ég ætla að vona að ég sjái aldrei nokkurn tímann einn einasta þingmann segja einhverja svona vitleysu eins og vitnað er í þig á mbl.is þann 21. febrúar:

 - Ágúst Ólafur. "Klám er ólöglegt hér á landi. Ríkisstjórnin taldi sig hafa úrræði til bregðast við heimsókn Vítisengla og Falun Gong og hún hlýtur núna að hafa úrræði gagnvart klámframleiðendum."

palli (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:31

9 identicon

Það er sorglegt að sjá að þú viljir að landið meini ákveðnum gestum að koma hingað til lands á grundvelli þess iðnaðar sem þeir starfa í. Hverni fyndist þér að vera bannað að koma til Englands af því að landið stundar hvalveiðar. Nei íslendingar eru ekki velkomnir til UK af því þeir stunda hvaladráp. Þarf að minna þig á að það var afskaplega hæpið að ríkið hefði haft lögin sín megin þegar þeir bönnuðu Falun Gong að koma hingað. Hvurslags skrípalæti er þetta í ríkinu, banna fólki að koma til landsins. Ísland er frjálst lýðræðislegt ríki....nema stundum þegar einhverjir vondir kallar vilja koma hingað og eyða peningum sínum í ferðaþjónustuna. Já og hugsanlega stórhættulegt glæpahyski sem smitar allar með hugleiðslum sínum, eða stórhættulegir mótorhjólamenn sem gætu hrætt líftóruna úr litlum börnum. Ég skammast mín núorðið fyrir að vera íslendingur, að alþingi skuli hvetja til mismununar gesta sem hingað koma, setur Ísland á sama stall og ríki eins og Zimbabwe. Ég ætla að vona að ég sjái aldrei nokkurn tímann einn einasta þingmann segja einhverja svona vitleysu eins og vitnað er í þig á mbl.is þann 21. febrúar:

 - Ágúst Ólafur. "Klám er ólöglegt hér á landi. Ríkisstjórnin taldi sig hafa úrræði til bregðast við heimsókn Vítisengla og Falun Gong og hún hlýtur núna að hafa úrræði gagnvart klámframleiðendum."

Þið alþingismenn og konur ættuð að taka ykkur saman í andlitinu og snúa ykkur að málum sem skipta þessa þjóð máli, eins og ofurtollum á matvælum, himinháum vörugjöldum (t.d. sveppir 30% tollar og 400 krónu vörugjald á kg.), innflutningshöftum á matvöru, verndartollum á matvælum, tolli á tannburstum, tannkremi og fatnaði. GERIÐ EITTHVAÐ SEM SKIPTIR ÞEGNANA MÁLI OG HÆTTIÐ ÞESSU RUGLI!

palli (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband