Draumur Guðna

HROSSÞað var upplýsandi að heyra Guðna Ágústsson segja í kvöldfréttum að vegaáætlun Alþingis væri “draumur inn í framtíðina” þegar hann var að réttlæta svikin kosningaloforð í samgöngumálum. Ég held að landbúnaðarráðherrann hafi einmitt hitt naglann á höfuðið með þessu orðalagi. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar á nefnilega ósköp lítið skylt við raunveruleikann.

Kannski er þetta augljóst þegar sést að samkvæmt samgönguáætlun á að verja 380 milljörðum kr. á 12 árum. Bara á næsta ári á að verja 32 milljörðum kr. í vegamál en það er hærri upphæð heldur en það sem Landsspítalinn kostar og svipuð þeirri sem við verjum í verkefni félagsmálaráðuneytisins.

Það hefur lengi verið bent á að samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er fyrst og fremst samansafn af sviknum og margnýttum kosningaloforðum. Þetta eru sömu vegaspottarnir og sömu undirskriftirnar ár eftir ár. Má þar nefna Suðurstrandarveg í því sambandi en það er framkvæmdin sem Guðni var beðinn að útskýra þegar hann áttaði sig á því að kosningaloforð ríkisstjórnarinnar væri bara draumur. Kannski vaknar Guðni þann 13. maí sem áheyrnarfulltrúi í landbúnaðarnefnd Alþingis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Við þekkjum vel hér í Norðausturkjördæmi kosningaloforð í samgöngumálum sem eru síðan svikin þó það kosti ríkið offjár að svíkja samninga. Svo skilgreinir ríkisstjórnin stuttar og snarpar "aðhaldsaðgerðir" sem venjulega fjalla um að hætta við vegaspotta hér og þar um landið. Ekki er dregið úr skattlagningu við akstur í landinu og jafnvel eru aurarnir eyrnamerktir vegagerð en þeir hverfa síðan eitthvað annað.

Trúir fólk þessum loforðalista ríkisstjórnarinnar virkilega eina ferðina enn? Sjá ráðherraskrifstofur breytast í kosningaskrifstofur á augabragði og sjóði notaða til kynningarefnis fyrir ráðherrana með myndum af sjálfum sér. Treystir fólk þessu virkilega áfram?

Lára Stefánsdóttir, 20.2.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband