Ný skoðun tveimur mánuðum síðar

kosningakassiNú segir Valgerður Sverrisdóttir að hún vilji afnema vörugjöld af öllum matvælum. Þetta er svolítið sérkennileg yfirlýsing, sérstaklega í ljósi þess að varla eru liðnir tveir mánuðir síðan hún felldi slíka tillögu á Alþingi. Samfylkingin lagði, einn stjórnmálaflokka, fram tillögu um að fella niður öll vörugjöld af matvælum en ekki skilja eftir meirihluta vörugjaldanna eins og ríkisstjórnarflokkarnir gerðu.

Hver einasti Framsóknarmaður og hver einasti Sjálfstæðismaður á Alþingi (líka þeir sem hafa sagt að þeir vilji afnema vörugjöld eins og P. Blöndal og fleiri skoðanabræður hans í yngri kantinum) hikaði ekki við að fella þessa tillögu sem nánast allir hagsmunaðilar, s.s. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Félag stórkaupmanna, Samtök atvinnulífsins, studdu.

En nú er víst komið annað hljóð í strokkinn, þótt einungis tveir mánuðir eru liðnir síðan þetta fólk sýndi viljann sinn í verki á Alþingi. Heldur þetta lið að kjósendur átti sig ekki á svona tvískinnungi og tækifærimennsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er nýtt undir sólinni að Framsóknarmenn viti ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Hitt með íhaldið er að þeir eru komnir í kosningaham og lofa öllu fögru til að veiða atkvæði. Það var greinilega of snemmt að samþykkja þessa breytingu fyrir áramót, ekki nógu nálægt kosningum til að almúginn myndi muna eftir því.

asdf (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er betra að skipta um skoðun á 10 dögum, Ágúst, eins og trompið ykkar í Samfylkingunni, Ingibjörg Sólrún?

Held einhvern veginn að verið sé að kasta hér grjóti úr stóru glerhúsi ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 15:09

3 identicon

Valgerður vill að Framsókn verði fallegt lík.

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er einföldun á málinu að segja að málið hafi einfaldlega verið fellt. Tillaga samfylkingarinnar felur í sér fögur fyrirheit en engar ígrundaðar lausnir á vandanum sem vissulega felst í því að framleiðendur landbúnaðarvara á Íslandi fá skammarlega lítið í sinn hlut af söluverði vöru sinnar. Það er ekki nóg að koma með hálf-unnar lausnir á vandamálinu og ætlast til að allir hlaupi upp til handa og fóta og klappi.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.2.2007 kl. 08:19

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, matarverðs útspil Samfylkingarinnar sýnir að flokkur í stjórnarandstöðu hefur mikil völd þrátt fyrir að ríkistjórnin fellir öll frumvörp frá henni. Ríkistjórnin er svo hrædd við að fara í kosningabaráttu án þess að lækka matarverð að núna er hún að keppast um að lauma stefnu Samfylkingarinnar inn hjá sér eins hratt og hún getur.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.2.2007 kl. 08:55

6 identicon

nei nei nei Ágúst.  Með svona rembingi eruð þið að skjóta ykkur í fótinn enda Samfylkingin þekktust fyrir að skipta um skoðanir og skrokkahljóð!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband