Hversu margir eru í tíu prósenti?

nullFátæktarumræðan er Sjálfstæðisflokknum mjög erfið enda á hún að vera þeim flokki erfið. Hún var það einnig fyrir 4 árum, sérstaklega þegar niðurstöður Hörpu Njáls, komust í umræðuna. Nýlega kom út skýrsla forsætisráðherra um fátækt meðal íslenskra barna. Niðurstaðan var 5.000 fátæk börn. Hagstofan gaf einnig út fyrir stuttu samantekt sem sýndi að 10% þjóðinni lifir undir lágmarks framfærlumörkum.

Sumir Sjálfstæðismenn hafa hins vegar talað um þessi 10% eins og þau sé eitthvað jákvætt og þetta sé nú ekki svo mikið o.s.frv. En hvað þýðir að 10% af þjóðinni lifir undir fátæktarmörkum? Það þýðir að 30.000 Íslendingar lifa undir fátæktarmörkum. Þessar tölur eru hreint út sagt ótrúlegar hjá 6. ríkustu þjóð í heimi. 

Ríkisstjórnarflokkarnir beita óspart prósentum þegar þeir vilja fegra eitthvað. Þetta nota þeir hvort sem litið er til skattamála, verðlags, lífeyris, og nú til fátæktar. Það vill gleymast að fólk lifir á krónum en ekki prósentum. Og að bak við hvert prósentustig er venjulegt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki við völd eftir kosningarnar en mér þætti fróðlegt að vita eftirfarandi: Hversu margir Íslendingar töldust fátækir og hvert var hlutfall þeirra af þjóðinni fyrir 5 árum, 10 árum, 15 árum og 20 árum?

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vitaskuld er erfiðleikum bundið að ræða um fátækt á forsendum vinstrimanna enda þær forsendur út úr kú. Að sama skapi var talsverðum vandkvæðum bundið að tala fyrir þeirri skoðun á sínum tíma að heimurinn væri hnöttur þegar sú skoðun var ríkjandi að hann væri þvert á móti flatur eins og pönnukaka.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 17:28

3 identicon

Ekki vissi ég að heimurinn væri hnöttur, enda hef ég aldrei haft Sjálfstæðismenn sem kennara.

Eiríkur Kjögx, Bláregnsslóð 2 (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband