Elsku besta krónan okkar

skjaldamerkiÉg hef lengi verið talsmaður þess að Ísland ætti að ganga inn í Evrópusambandið. Einn af helstu kostum aðildar tel ég felast í nýjum gjaldmiðli sem tekur ekki þátt í rússíbanaferð fram í rauðan dauðann eins og ónefnd króna sem við öll þekkjum svo vel. En um daginn var ég skammaður fyrir að tala illa um íslensku krónuna.

Viðmælandi minn sagði við mig að ég mætti ekki tala svona um blessuðu krónuna og segja að hún væri handónýt o.s.frv. Ég sá að þessi einstaklingur bar ákveðnar tilfinningar til íslensku krónunnar og fannst jafnvel vera að sér vegið þegar fólk talaði svona illa um gjaldmiðilinn. Ég fór því að hugsa hvort fólk gæti haft slíkar tilfinningar til gjaldmiðils. Er það hluti af þjóðarvitundinni að hafa sérstakan gjaldmiðil? Kemur krónan þjóðarstolti við eða jafnvel þjóðrembu? Er Ísland eitthvað minna íslenskt ef við höfum ekki íslenska krónu?

Ég hef alltaf litið á gjaldmiðil sem verkfæri, eitthvað sem maður notar til að stunda viðskipti og kaup á nauðsynjavörum. Og ef það er til betra verkfæri til þess af hverju ætti maður ekki að nota það? Sérstaklega þegar allir aðrir eru farnir að gera það.

En kannski ætti maður að tala af meiri virðingu um krónuna. Og kannski verða eftir 10 ár fjórir gjaldmiðlar í heiminum, evran, dollarinn, jenið og svo íslenska krónan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Ágúst Ólafur !

Hví í ósköpunum flytjið þið ekki, sem fáið varla rönd við reist, í íslenzku samfélagi, suður til Brussel borgar, hvar einhver mesta heimsins sæla er nú, á Heims kringlu okkar ? Sé, að þú ert einn nokkurra, hverjir vilja þó íslenzkir teljast, sem taka sér oft í munn hið ótótlega orðskrípi '' þjóðremba'' ! Ættum við þá, Ágúst Ólafur ekki, alfarið;; að segja okkur frá uppruna okkar og ætterni öllu ?

Á það, að vera eitthvert sérstakt keppikefli okkar Íslendinga, að komast undir allsherjar ægivald gömlu nýlenduveldanna; suður í Evrópu ? Hversu upplýst eruð þið Samfylkingarfólk, um ofríki Þjóðverja og Englendinga, hér fyrr á öldum, þá Ísland var oft og iðulega vettvangur þeirra, í baráttunni um skreið og ýmisskonar grávöru ? Þekkir þú sögu þorskastríðanna, á 19. og 20. öldunum ?

Hafið þið grennslazt fyrir um, hversu ýmsar forystuþjóðir, í marg-nefndu Evrópusambandi hafi skilið við nýlendur sínar, t.d. í Afríku og Asíu, já og Mið- og Suður- Ameríku ? Kannski Blair, kjölturakki-nn hans Bush; sé einhvers konar goðsögn ykkar ýmissa, a.m.k. hefir atgerfi hans fengið að njóta sín, austur í gömlu Mesópóta-míu (Írak), að undanförnu. Má ekki Evrópusambandið vera stolt af þeirri hetju, m.a., Ágúst Ólafur ? Já, ekki skyldum við gleyma hreysti þeirra Bush og Blair, í Baktríu (Afghanistan) með slepju-legri velþóknun Evrópusambandsins, enn og aftur !

Með þjóðernissinna kveðju, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum     

      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Komdu sæll Ágúst Ólafur.

Ég er ekki talsmanneskja þess að við göngum í Evrópusambandið.

Ég vil hins vegar spyrja þig hvort þú teljir að við fáum meira fyrir þorskinn fluttan út í gámum,  í evrum en krónum ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2007 kl. 01:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

  Það er mikil einföldun að halda því fram að krónan sé vandamál.
Krónan sem slík er ekkert vandamál ef HAGSTJÓRNIN er í lagi!
(sbr krónusvæðin í Noregi, Svíþjóð og Danmörku).

  Mikil spenna hefur hins vegar ríkt í íslenzku hagkerfi að undanförnu, mikill hagvöxtur og mjög mikil eftirspurn eftir vinnuafli,  enda stærsta
ríkisframkvæmd Íslandssögunar í hámarki. Á slíkum tímum hlýtur
ýmislegt að fara úrskeiðis (há verðbólga) .  En værum við með
FAST gengi (evru) undir slíkum kringumstæðum myndi veruleg
kreppa vera framundan(m.a míkið atvinnuleysi). En það er
EINMITT vegna FLJÓTANDI gengi íslensku krónunar sem við
eigum von á frekar mjúkri lendingu úr  þessu mikla þennslu-
tímabili.  Þökk sé íslenskri krónu og sjálfstæðum gjaldmiðli  sem
einungis tekur mið af ÍSLENSKUM aðstæðum og raunveruleika.

  Þá er tómt mál að tala um upptöku evru án aðildar að
Evrópusambandinu.  Klárlega eru íslenskir hagsmunir í heildina
tekið betur borgið utan ESB en innan, auk þess sem aðildarferlið
tekur fjölda ára.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.2.2007 kl. 10:02

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Mig langar að spyrja þig Ágúst að einu,

Ef ástæðan fyrir ESB aðild er léleg króna og til að taka upp evru, væri þá ekki nær að taka bara upp jen, hvergi lægri stýrivextir, stór og söðugur gjalmiðill? Ekki þarf þá að fórna öðru sem við höfum eins og yfirráð yfir auðlindum okkar.

Júlíus Sigurþórsson, 20.2.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband