15.2.2007 | 10:19
Hvað kostar fæðingin?
Umræðan um skattamál á Íslandi verður oft æði sérkennileg. Réttrúnaðurinn virðist ganga út á skattar þurfi og eigi að vera sem lægstir. En það er eins og það gleymist stundum að velferðarkerfið kostar. Menntakerfið kostar og samgöngur kosta o.s.frv. Kostnaður við ,,venjulega fæðingu er í raun og veru 72.277 kr. þótt almenningur þurfi ekki að greiða fyrir hana beint úr eigin vasa. Handaraðgerðir vegna áverka, stutt meðferð, kostar 130.002. kr. Hver grunnskólanemandi kostar um 500.000 á ári og hver nemandi á háskólastigi kostar frá 420.000 á ári og til 2,2 milljóna kr. á ári.
Þetta er allt þjónusta sem er greidd af sameiginlegu skattfé. Í umræðunni ættu stjórnmálamenn að tengja betur saman skattana og þá þjónustu sem skattarnir greiða. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hvað við erum að fá mikla þjónustu fyrir skattana okkar. Skattar eru fjárfesting í samfélaginu.
Ástæða fyrir því að ég fór að velta þessu fyrir mér er sú að ég sat Viðskiptaþing um daginn. Ég varð nefnilega nokkuð hugsi þegar allur hópurinn í salnum klappaði sérstaklega fyrir tillögu sem gerði ráð fyrir 10% flatri skattlagningu á allt.
Virðisaukaskatturinn, sem er að langstærstum hluta í 24,5% skattprósentu, er að færa ríkinu um 120 milljarða kr. á ári. Tekjuskattur einstaklinga upp á um 36% er færa ríkisvaldinu um 90 milljarða kr. Ef þessi skattar eru lækkaðir niður í 10% hvernig í ósköpunum heldur fólk að við getum fjármagnað almannaþjónustuna?
Fólk má ekki vera það firrt að halda að hægt sé að reka samfélagsleg verkefni með 10% skattlagningu. Nema þá að fólk vilji að almenningur fari að greiða fyrir sína velferðarþjónustuna í hvert sinn sem það notar hana. Þá værum við komin í kerfi sem fáir tala fyrir. Ef almannaþjónustan er ekki fjármögnuð með sköttum þá er hún fjármögnuð með þjónustugjöldum s.s. sjúklingagjöldum og skólagjöldum. Það eru bara þessar tvær leiðir til.
Auðvitað eiga skattar ekki að vera of háir en þeir þurfa hins vegar að vera nógu háir til að fjármagna sjúkrahúsin, samgöngurnar, skólana o.s.frv. Það er kjarni málsins. Skattar eiga því bæði að vera sanngjarnir og nægilegir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Já, og þá skiptir líka máli að finna jafnvægið á milli þess að tryggja atvinnu og hagvöxt í landinum og velferðina. Án vinnunnar og vaxtarins verður erfitt að greiða fyrir velferðina.
Einnig verður að hafa í huga að kakan í samfélaginu er ekki föst stærð. Hún getur stækkað og hún getur líka minnkað. Of mikil skattlagning getur orsakað að kakan minnkar, en of lítil skattlagning getur leitt til þess sem þú ert að benda á.
Nú þarf að hægja á í lækkun skatta til fyrirtækja og huga að velferðarmálum. Greinilegt var á ræðu Geirs H. Haarde að Sjálfstæðismenn telja að enn megi ganga mun lengra bæði í skattalækkunum á fyrirtæki og einkavæðingu opinberra fyrirtækja og stofnana (sjá pistil Borgars Þórs, formanns SUS).
Bkv. Eygló
Eygló Þóra Harðardóttir, 15.2.2007 kl. 17:16
Þu talar eins og eðal KRATI Agust mer lyst vel á þessa grein þina,og er henni smmála mjög/Við fáum ekkert ókeypis,En svo eg verð að koma þvi að að við Gamlingjarnir erum að borga 36% og það er ósangjarnt að mer fynnst/Skritið að mer fynnst við getum náð saman við XD eftir kostningar!!!!Halli Gamli XD
Haraldur Haraldsson, 15.2.2007 kl. 22:40
Þú bendir réttilega á þjónustuna sem við fáum niðurgreidda frá samfélaginu.
Hins vegar er alveg ljóst að skattkerfið er of flókið. Þeir sem hafa atvinnu af því að ávaxta fjármuni eru öllum slyngari í þeirri iðju.
Þegar fólk vill lækka álögur beinast öll spjót að ríkinu. Nægir að nefna eldsneyti. Áfengi. Matvæli. Innflutning allan. Þegar ríkið slakar á gerist ekkert annað en að byrgjar og aðrir verslunarmenn hrifsa þeim mun meira til sjálfra sín og verðlagsbreytingin verður engin þegar upp er staðið.
Það að einfalda skattkerfið og bjóða öllum jafnan 10% skatt án undantekninga gerir það að verkum að allir hafa meira af eigin fé til ráðstöfunar og það tekur því ekki að standa í bókhaldsbrellum eða öðrum kúnstum til að lækka endurgreiðsluna. Allir greiða jafnt.
Það mun ekki borga sig að hafa einkahlutafélag utan um eigin afkomu. Það mun heldur ekki borga sig að afskrifa virðisauka. Skilvirkni og eftirlit þar af leiðandi verður til þess að möguleikar til skattsvika verða hverfandi og hvatinn þar með.
Þá munt þú og aðrir samfélagssinnaðir aðilar komast að raun um að í íslensku hagkerfi eru miklir peningar í umferð og ekki nema brot af þeim rennur í gegnum "skattasíurnar".
Hvað heldur þú að mikið af milljarðagróða bankanna muni skila sér í ríkiskassann?
Hvað heldur þú að sé búið að afskrifa marga milljarða í bókhaldshagræði; rekstarkostnaði, risnu, launakostnaði, gjöldum og afskriftum skulda. Áður en hagnaðar uppgjör hljóðar upp á tugi milljarða? Hvað heldurðu að ríkið sé að missa af miklum peningum þar?
Margir velja að taka út hluta launa sinna í hlutabréfum. Af þeim launum greiðist einungis fjármagnstekjuskattur af hagnaði, sé hann innleystur. þú ert svo réttsýnn að þú trúir ekki að fyrir löngu séu menn búnir að finna leið til að fjárfesta erlendis í löndum sem ekki taka fé af hagnaði og þar eru peningarnir svo innleystir og geymdir á gjaldeyrisreikningum eða í öðrum fjárfestingum sem ríkið kemur aldrei til með að komast í. Hvað heldurðu að margar krónur týnist þannig?
Það er fullt af reglum í skattkerfinu okkar sem enginn fer nokkru sinni eftir. Til að mynda skulu allir þeir sem vinna eitthvað á eigin heimi að endurbótum eða öðrum smíðum reikna sér laun sem svara til 600kr á tímann og greiða af þeim skatt og önnur gjöld. Hversu margir heldur þú að skattleggi sjálfa sig eða vini sína með þessum hætti? Eru það kannski peningarnir sem ríkið þarf mest á að halda.
Fyrir ekki svo mörgum árum var gerð hörð atlaga að gömlum konum sem voru að prjóna ullarsokka og peysur og selja. Karla grey sem urðu uppvísir af því að selja í soðið framhjá kerfinu. Þetta er glæpur sem harkalega var refsað fyrir. Stærri málin fara út um þúfur eins og dæmin sanna.
Þú situr á þingi og samt vantar þónokkuð uppá að þú sért farinn að skilja mikilvægi löggjafans í setningu lagaramma þjóðfélagsins.
Gildir einu hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þú ert í aðstöðu til að hafa áhrif og efla góðum málum brautargengi. Þú mátt eiga það að það hefur þú nú gert. En mér finnst fara allt of mikill tími í skítkast og meiðingar sem betur væri nýttur í kynningu þarfari mála. Sá sem atar auri verður jafnan skítugastur sjálfur.
Ekki rugla saman misskiptingu og fátækt. Misskiptingin mun eftirlvill á endanum þegar upp er staðið leiða til fátæktar.
Fátækt á Íslandi er skilgreinigaratriði. Það eru þó allir sammála um að flestir vildu gjarnan hafa það betra og sumir hafa það ansi skítt, sértaklega í samanburði við aðra. Það nægir ekki að hrópa niður ríkjandi stjórn. Það þurfa allir að vinna saman að því að byggja upp á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður.
Af hverju held ég að þú eða nokkur annar lesir þennan pistil?
Gamall nöldurseggur, 16.2.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.