Don´t cry for me Argentina

Fyrir stuttu skrapp ég á hörkuleik á HM. Um var að ræða leik Þýsklands og Argentínu sem haldinn var í Berlín. Það var í raun ekki hægt að ímynda sér betri leik og fyrir keppnina hefði ég veðjað á að þessi tvö lið myndu keppa um titilinn. Berlín skartaði sínu fegursta þennan dag og mikil stemmning var í borginni.
Þriðjungur íslensku þjóðarinnar
Þegar komið var á völlinn iðaði allt af lífi en fyrir utan völlinn var sannkallaður þjóðhátíðarbragur. Fjölmörg sölutjöld voru ásamt veitingastöðum og fólk lá í grasinu og hafði það gott. Inn á sjálfum leikvanginum nötraði allt andrúmloftið. 72.000 manns voru á vellinum en það er eins og þriðjungurinn af íslensku þjóðinni. Á meðan voru 720.000 manns við Brandenburg-hliðið í miðborg Berlínar en það er rúmlega tvöfaldur fjöldi íslensku þjóðarinnar. Við þetta sögufræga hlið horfði ég síðan á hina leikina sem voru þessa helgi í því vinalegu fjölmenningarsamfélagi sem þarna var.
Leikurinn í Berlín var hins vegar góður og endaði hann í vítaspyrnukeppni sem Þjóðverjarnir unnu, sem var sérstaklega ánægjulegt. Í lestinni heim sungu Þjóðverjarnir hástöfum " Don´t cry for me Argentina " við lítinn fögnuð þeirra Argentínubúa sem þar voru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband