28.3.2006 | 12:33
Valdþreytan opinberar sig
Það er alvarlegt að það skuli endurtaka sig reglulega að ráðherrar fái álit frá umboðsmanni Alþingis, kærunefnd jafnréttismála og jafnvel dóma um að þeir hafi gerst brotleg við lög. Það er hins vegar ekki síður alvarlegt hvernig ráðherrar ríkisstjórnarinnar bregðast við þessum niðurstöðum með þjósti og algjöru skilningsleysi.
Í þetta skiptið er það skipun ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sem ekki var talin uppfylla grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins. Áður hafði sami félagsmálaráðherra Framsóknarmanna verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta lög og misbeita valdi sínu gagnvart framkvæmdastýru Jafnréttisstofu.
Mannasiðareglur settar
Aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar hafa sömuleiðis verið álitnir brotlegir við lög. Dómsmálaráðherra hefur verið talinn hafa brotið stjórnsýslulög, dómstólalög og jafnréttislög við skipun hæstaréttardómara. Allir muna hver viðbrögð ráðamanna voru þá. Í kjölfarið taldi umboðsmaður Alþingis sig vera tilneyddan til að setja sérstakar mannasiðareglur til höfuðs ráðherrunum.
Nokkur álit umboðsmanns Alþingis lúta að landbúnaðarráðherra, t.d. þar sem ráðherrann kaus meira að segja að neita að afhenda umboðsmanni Alþingis upplýsingar um skipun rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem hann þó átti rétt á að fá. Og síðan horfum við upp á meintan ólögmætan brottrekstur viðskiptaráðherra á Birni Friðfinnssyni úr embætti ráðuneytisstjóra.
Grafið undan trúverðugleika umboðsmanns
Vissir ráðherrar sem hafa lent í því að gerast brotlegir við lög að áliti umboðsmann Alþingis hafa jafnvel talað um umboðsmann sem mann úti í bæ og að niðurstöður umboðsmanns Alþingis séu lögfræðilegar vangaveltur og fræðilegar vangaveltur og að niðurstöður hans séu til leiðbeiningar miðað við stöðu hans sem álitsgjafa. Maður vill hins vegar trúa því að umboðsmaður Alþingis sé meira en það og hafi þannig vigt að menn virði niðurstöðu hans.
Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld og sérstaklega ráðherrar grafi ekki undan trúverðugleika og því trausti sem umboðsmaður Alþingis býr yfir og þarf að búa yfir. Þótt menn geti verið ósáttir við niðurstöður umboðsmanns Alþingis, þá heyrir það til nýmæla að menn í háum stöðum svari honum með þessum hætti.
Of lengi við völd
Staðan er alvarleg þegar umsækjendur að háum embættum lýsa því yfir að það þýði ekkert að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis, í ljósi þess hvernig ráðherrar taka álitum hans. Staðan er einnig alvarleg þegar lögmenn lýsa því yfir að allt eins mætti leggja embætti umboðsmanns niður ef ráðamenn ætla að virða alit hans að vettugi.
Það er eins og margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig yfir stjórnsýslulög og málefnaleg sjónarmið hafna þegar kemur að skipunum í embætti. Nýleg ummæli forsætisráðherra um að ráðherrar eigi bara að fá að ráða þessu staðfesta það. Er það virkilega svo að grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins skipta ríkisstjórnina engu máli? Ætla menn að hundsa það að hafa málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi við skipun embættismanna? Ef málefnaleg sjónarmið eiga ekki að ráða för við skipun, hvaða viðmið standa þá eftir?
Viðbrögð ráðherranna við álitum umboðsmanns Alþingis staðfesta einungis að þessir herramenn eru búnir að vera of lengi við völd.
Í þetta skiptið er það skipun ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sem ekki var talin uppfylla grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins. Áður hafði sami félagsmálaráðherra Framsóknarmanna verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta lög og misbeita valdi sínu gagnvart framkvæmdastýru Jafnréttisstofu.
Mannasiðareglur settar
Aðrir ráðherrar þessarar ríkisstjórnar hafa sömuleiðis verið álitnir brotlegir við lög. Dómsmálaráðherra hefur verið talinn hafa brotið stjórnsýslulög, dómstólalög og jafnréttislög við skipun hæstaréttardómara. Allir muna hver viðbrögð ráðamanna voru þá. Í kjölfarið taldi umboðsmaður Alþingis sig vera tilneyddan til að setja sérstakar mannasiðareglur til höfuðs ráðherrunum.
Nokkur álit umboðsmanns Alþingis lúta að landbúnaðarráðherra, t.d. þar sem ráðherrann kaus meira að segja að neita að afhenda umboðsmanni Alþingis upplýsingar um skipun rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem hann þó átti rétt á að fá. Og síðan horfum við upp á meintan ólögmætan brottrekstur viðskiptaráðherra á Birni Friðfinnssyni úr embætti ráðuneytisstjóra.
Grafið undan trúverðugleika umboðsmanns
Vissir ráðherrar sem hafa lent í því að gerast brotlegir við lög að áliti umboðsmann Alþingis hafa jafnvel talað um umboðsmann sem mann úti í bæ og að niðurstöður umboðsmanns Alþingis séu lögfræðilegar vangaveltur og fræðilegar vangaveltur og að niðurstöður hans séu til leiðbeiningar miðað við stöðu hans sem álitsgjafa. Maður vill hins vegar trúa því að umboðsmaður Alþingis sé meira en það og hafi þannig vigt að menn virði niðurstöðu hans.
Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld og sérstaklega ráðherrar grafi ekki undan trúverðugleika og því trausti sem umboðsmaður Alþingis býr yfir og þarf að búa yfir. Þótt menn geti verið ósáttir við niðurstöður umboðsmanns Alþingis, þá heyrir það til nýmæla að menn í háum stöðum svari honum með þessum hætti.
Of lengi við völd
Staðan er alvarleg þegar umsækjendur að háum embættum lýsa því yfir að það þýði ekkert að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis, í ljósi þess hvernig ráðherrar taka álitum hans. Staðan er einnig alvarleg þegar lögmenn lýsa því yfir að allt eins mætti leggja embætti umboðsmanns niður ef ráðamenn ætla að virða alit hans að vettugi.
Það er eins og margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig yfir stjórnsýslulög og málefnaleg sjónarmið hafna þegar kemur að skipunum í embætti. Nýleg ummæli forsætisráðherra um að ráðherrar eigi bara að fá að ráða þessu staðfesta það. Er það virkilega svo að grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins skipta ríkisstjórnina engu máli? Ætla menn að hundsa það að hafa málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi við skipun embættismanna? Ef málefnaleg sjónarmið eiga ekki að ráða för við skipun, hvaða viðmið standa þá eftir?
Viðbrögð ráðherranna við álitum umboðsmanns Alþingis staðfesta einungis að þessir herramenn eru búnir að vera of lengi við völd.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Innlent
- Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni
- Mjög alvarlegt ef Njarðvíkuræð gefur sig
- Beint: Landsvirkjun fjallar um raforkuöryggi
- Sýndu enn og aftur hversu megnugir þeir eru
- Úlfar: Heppileg tímasetning á gosinu
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning