10.000 undirskriftir hafa safnast

Á fréttavef Morgunblaðsins er nú greint frá því að rúmlega 10.000 undirskriftir hafi safnast til stuðnings frumvarpi mínu um afnám fyrningarfresta vegna kynferðisbrota á börnum. Þessar undirtektir almennings verða að teljast mjög góðar og óskandi er að þessi mikli þrýstingur almennings hafi áhrif á framgang málsins á Alþingi.
Frumvarpið nýtur að auki stuðnings allra ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í Reykjavík, en hreyfingarnar héldu vel sóttan fund í gærkvöld um frumvarpið. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar, þær Svava og Sigríður Björnsdætur, voru á fundinum en þær hafa á undanförnu ári opnað umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og hrikalegar afleiðingar þeirra. Er ástæða til að benda fólki á að kynna sér gott starf Blátt áfram, en upplýsingar er m.a. að finna á vefsíðu samtakanna.Ætlunin er að aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhendi Bjarna Benediktssyni, formanni Allsherjarnefndar, undirskriftirnar á næsta fundi nefndarinnar.
Enn er hægt að skrá sig á undirskriftalista á vefsíðu samtakanna Blátt áfram, www. blattafram.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 144898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband