Sameiginlegur fundur ungliðahreyfinganna

Sérstakur fundur ungliðahreyfinganna um afnám fyrningarfresta á kynferðisbrotum gegn börnum
Í kvöld halda allar ungliðahreyfingarnar í Reykjavík opinn fund um frumvarp mitt um afnám fyrningarfresta á kynferðisbrotum gegn börnum. Það er óneitanlega mjög sérstakt að allar ungliðahreyfingar skuli standa saman að fundi sem þessum með það fyrir augum að beina kastljósinu að einu tilteknu máli og er ég þeim afar þakklátur fyrir þennan stuðning. Vonandi hefur samstaða ungliðahreyfinganna áhrif á framvindu málsins en þessi vinnubrögð ungliðahreyfinganna verða að teljast þeim mjög til framdráttar. Ljóst er að málefni, frekar en flokkadrættir hafa ráðið för sem er vitaskuld mjög af hinu góða.
Ég hef nú lagt frumvarpið öðru sinni, en í fyrra var málið ekki afgreitt úr Allsherjarnefnd og þingmönnum því ekki gefið færi á að taka afstöðu til málsins. Óskandi er að frumvarpið komist úr nefndinni í ár þannig að þingmenn geti kosið um málið.
Á fundinum í kvöld mun ég reifa efnisatriði frumvarpsins, en í því er lagt til að fyrningarfrestir vegna kynferðisbrota gegn börnum verði afnumdir. Helstu rök fyrir því eru þau, eins og við höfum því miður ítrekað heyrt í fréttum, að kynferðisbrotamenn hafa verið sýknaðir af kynferðisbrotum gegn börnum jafnvel þó sekt þeirra sé sönnuð sakir þess að brotin hafa verið talin fyrnd. Staðreyndin er sú að þessi brot komast oft ekki upp fyrr en löngu eftir að þau eru framin, ólíkt mörgum öðrum afbrotum og á þessari aðstöðu hagnast gerandi brotanna. Börn eru sérlega viðkvæmur hópur og refsivernd þeirra er að mínu mati ekki nægilega sterk þegar sú er raunin að mun erfiðara er að ná fram sektardómum í brotum gegn þeim, vegna fyrningarregla. Hafa verður í huga að nú þegar eru til afbrot sem eru ófyrnanleg og því er það einfaldlega pólitískt mat hvort menn telji að kynferðisbrot gegn börnum teljist til þeirra brota sem ekki fyrnast. Fyrir mitt leyti er augljóst að svo eigi að vera. Nú þegar má nefna að manndráp, ítrekuð rán og landráð eru í flokki ófyrnanlegra brota.
Á fundinum munu þær Svava og Sigríður Björnsdætur, stofnendur Blátt áfram, einnig taka til máls sem og Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. Þess ber að geta að á vefsíðu Blátt áfram (www. blattafram.is) er hægt að skrá sig á undirskriftalista til stuðnings frumvarpinu.
Fundurinn hefst kl. 20: 00 á Sólon og er öllum opinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband