15.10.2002 | 00:52
Mikilvægir tímar í íslenskri pólitík
Hér að neðan má sjá hluta viðtals við Ágúst Ólaf Ágústsson sem birtist í nýútgefnu blaði Ungra jafnaðarmanna, Pólitík.
Ungir jafnaðarmenn hafa frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á Evrópumálin og eru eina stjórnmálahreyfingin sem er með aðild Íslands að ESB á stefnuskrá. Hefur þú mikinn áhuga á Evrópumálunum?
"Evrópumálin hafa alltaf verið mér mjög hugleikin og ég er sannfærður um að Íslendingar eiga heima í Evrópusambandinu. Ég held að ungt fólk sé einhverra hluta vegna ákveðnara í Evrópumálunum og vissara í sinni sök. Kannski er það vegna þess að mín kynslóð hefur í auknum mæli farið út í nám, lítur ekki á það sem fyrirstöðu heldur tækifæri á starfa á erlendri grundu og hefur ferðast mikið og á þar af leiðandi góð tengsl við erlenda vini. Þessi kynslóð lætur síður glepjast af þjóðrembulegum hræðsluáróðri", segir Ágúst Ólafur.
Ágúst Ólafur hefur tekið virkan þátt í Evrópuumræðunni innan Samfylkingarinnar
og er annar höfunda skýrslunnar um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í
Evrópuúttekt Samfylkingarinnar. Hvernig lítur þú á þessi mál? "Ég hef kynnt
sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins á kynningarfundum Samfylkingarinnar víða um
land. Það verða oft mjög líflegar umræður á fundunum, enda eru skiptar skoðanir
um sjávarútvegsstefnu ESB. Ég er þó algjörlega sannfærður um að
sjávarútvegstefna ESB sé okkur hagstæð, enda tryggir hún okkur allan kvóta í
íslenskri landhelgi vegna reglunnar um veiðireynslu. Forræði Íslendinga yfir
fiskimiðunum er tryggt þótt við færum inn í ESB", segir Ágúst Ólafur og segir
það einfaldlega rangt að sjávarútvegsstefna sambandsins sé Íslendingum hindrun í
átt til aðildar. Eftir Ágúst Ólaf liggur einnig skýrsla um hugsanlega aðild að
Evrópusambandinu þar sem farið er yfir efnahags-, sjávarútvegs-, landbúnaðar-,
fullveldismálin og af hverju EES-samingurinn heldur ekki lengur. "Þannig að ég
hef kynnt mér Evrópumálin vel en því meira sem ég geri af því, því sannfærðari
verð ég um gildi aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Með upptöku á
sameiginlegri mynt ESB minnkar að auki viðskiptakostnaður og lækkar einnig
vexti, gengiskostnað og verðbólgu og stóreykur viðskipti milli Íslands og ESB.
Þá er eftir að taka inn lækkun á matvælaverði en nú borga Íslendingar hæsta
matvælaverð í heimi. Aðild að ESB hefur því bein áhrif á budduna", segir Ágúst
Ólafur. Hvaða önnur málefni eru Ungum jafnaðarmönnum hugleikin? "Menntamálin,
enda eðlilegt að ungt fólk hafi sterka skoðanir á menntustefnu þjóðarinnar og
hvernig þeim fjármunum er varið sem fara til menntamála. Við teljum að setja
þurfi menntamál í algjöran forgang, enda lítum við á kostnað í menntun sem
hagkvæma fjárfestingu. Eftir nánast stöðuga stjórn Sjálfstæðisflokksins á
menntamálaráðuneytinu í tvo áratugi hefur menntakerfið verið í hnignun. Við
verjum ennþá töluverðu minna fé í menntamál heldur en nágrannaþjóðir okkar.
Háskólastigið býr við fjársvelti og gríðarlegan húsnæðisskort. Og það sem Ungir
jafnaðarmenn geta illa sætt sig við er sú staðreynd að landbúnaðurinn fær meira
fjármagn beint og óbeint frá ríkinu heldur en það sem allir framhaldsskólar
landsins og Háskóli Íslands fá samanlagt. Þetta er röng forgangsröðun", segir
hann. Ágúst Ólafur segir hugsanleg upptaka skólagjalda einnig mikið áhyggjuefni.
"Við færumst stöðugt nær skólagjaldaumhverfi, það virðist markmið
Sjálfstæðisflokksins. Nú þegar hefur Samband ungra sjálfstæðismanna ályktað svo
að það eigi að taka upp skólagjöld og einkavæða framhaldsskóla og leikskóla.
Ungir jafnarmenn hafna algjörlega skólagjöldum og telja aðgangur að
menntakerfinu sem og velferðarkerfinu eigi að vera fyrir alla og undir engum
kringumstæðum takmarkaður af efnahag. " Þú ert að læra bæði lögfræði og hagfræði
í Háskólanum. Hvernig fer það saman? "Það fer mjög vel saman en báðar þessar
greinar eru mjög skemmtilegar og snerta mikið hið daglega líf. Lögfræði og
hagfræði eru greinar sem flestir áhugamenn um stjórnmál ættu að hafa gaman af. Á
mörgum sviðum fara greinarnar saman, enda kallar viðskiptalífið æ meira á
þekkingu bæði í lögum og í viðskiptafræði. Ég stefni að ljúka þessu bæði næsta
vor."
Ágúst Ólafur er enn sem komið er yngstur allra frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar. Hann gefur kost á sér í Reykjavík og hefur sagst stefna á þingsæti. Er rúm fyrir 25 ára mann á Alþingi?
,,Ég held að það sé nauðsynlegt að Samfylkingin, og reyndar allir stjórnmálaflokkar, yngi upp hjá sér. Í Noregi er yngsti þingmaðurinn fæddur 1982 og í Danmörku er yngsti þingmaðurinn fæddur árið 1979. Á Alþingi er yngsti þingmaðurinn hins vegar að nálgast fertugt. 60% af íslensku þjóðinni er undir fertugu en aðeins 6% þingmanna er á þeim aldri. Það er því ljóst að Alþingi endurspeglar ekki íslensku þjóðina hvað þetta varðar", segir hann.
Hvernig sérðu fyrir þér komandi kosningavetur?
"Nú fara í hönd mikilvægir tímar í íslenskri pólitík", segir Ágúst Ólafur. "Davíð Oddsson hefur verið of lengi við völd. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli farin að óttast Davíð og það eitt segir sitt um ástandið. Það er því kominn tími til breytinga", segir hann.
"Afturhaldið og forsjárhyggja Vinstri grænna er einnig eitthvað sem mér hugnast ekki. Með fullyrðingu formanns Framsóknarflokksins um að hann gerði tilkall til forsætisráðuneytisins undirstrikaði formaðurinn sjálfur þá óeðlilegu oddastöðu sem sá flokkur hefur iðulega í íslenskri pólitík. Framsóknarflokkurinn er 15% flokkur. Hvaða rétt hefur formaður Framsóknarflokksins á því að gera tilkall til forsætisráðuneytisins? Það er ólýðræðislegt að 15% flokkur ráði landinu", segir Ágúst Ólafur.
"Samfylkingin er því nauðsynlegt forystuafl í samfélaginu sem er með réttláta stefnu þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Einstaklingarnir og fyrirtæki eiga að fá að njóta sín á sama tíma og öflugt velferðar- og menntakerfi blómstrar", segir formaðurinn að lokum.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Íþróttir
- Þetta var alvöru Íslendingamark
- Breiðablik í góðum málum Snæfell jafnaði
- Það eru einkenni góðra liða
- Grátlegt fyrir Orra og félaga í Madríd
- Halda allir að við skíttöpum þessari seríu
- Sátt að við gátum stoppað þær í lokasóknunum
- Lánlausir United-menn lágu fyrir Forest
- Dramatík í Íslendingaslagnum
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning