Heimilisofbeldi-þingmál

Ég hef nú lagt fram þingsályktun á Alþingi um að setja lagaákvæði um heimilisofbeldi.

Heimilisofbeldi er eitt algengasta mannréttindabrot í heiminum en hvergi er minnst á heimilisofbeldi í íslenskri löggjöf og það er hvergi skilgreint. Það má því segja að heimilisofbeldi séu týndur brotaflokkur í kerfinu. Nú er dæmt eftir mjög mörgum ólíkum lagaákvæðum fyrir heimilisofbeldi sem þó eru ekki fullnægjandi að því varðar heimilisofbeldi.

Í heimilisofbeldismálum er helst dæmt eftir ákvæðunum hegningarlaga um líkamsárásir sem leggja áherslu á líkamlega áverka og aðferðina við brotið. Áhöld eru því um hvort að þessi ákvæði ein og sér taki nægilega á heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi getur verið af ýmsu tagi, þ.e andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi sem oft nær yfir langan tíma, er jafnvel án sýnilegra áverka og gerist innan veggja heimilisins. Þetta markar að nokkru leyti sérstöðu þessara brota.

Í dómaframkvæmd fer refsing vegna líkamsmeiðinga einnig fyrst og fremst eftir þeirri aðferð sem beitt er og þeim áverkum sem þolandi hlýtur. Hins vegar getur verið um að ræða mjög alvarlegt heimilisofbeldi án mikilla líkamlegra afleiðinga og án hættulegra aðferða og þá getur legið talsvert lægri refsing fyrir heimilisofbeldi samkvæmt núgildandi lagaákvæðum.

Flutningsmenn vilja lagaákvæði sem skilgreini heimilisofbeldi í hegningarlögum þannig að þau nái yfir slík brot með heildstæðum og fullnægjandi hætti. Þannig verður íslenskt réttarkerfi betur í stakk búið að taka á þessum brotum.
Hægt er nálgast málið í heild sinni hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband