Ár breytinga

Ég vil óska öllum landsmönnum gleðilegra áramóta og þakka fyrir liðið ár sem er búið að vera viðburðarríkt. Pólitíkin hefur fjörug þetta haustið enda taka prófkjörin mikið á einstaklinga og flokka. Ég er afskaplega ánægður með þann stuðning sem ég fékk í prófkjöri flokksins sem haldið var 11. nóvember sl. og vil ég enn og aftur þakka mínu stuðningsfólki fyrir stuðninginn og alla þá vinnu sem þetta góða fólk vann fyrir mig.

Nú rennur hins vegar upp spennandi kosningaár þar sem öllu verður tjaldað til hjá stjórnmálaflokkunum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru núna að mælast með minnihluta fylgisins og því stefnir í breytingar eftir næstu kosningar.

Í mínum huga er alveg ljóst að ef núverandi ríkisstjórnarflokkar fá meirihluta í næstu kosningum þá munu þeir starfa áfram saman. Þess vegna er brýn nauðsyn að koma í veg fyrir að sú staða komi upp. Það er hrikaleg tilhugsun fyrir venjulegt fólk í landinu að þurfa að sitja uppi með þessa þreyttu og hugmyndasnauðu ríkisstjórn í 16 ár.

Fram að 12. maí verða því heilmikil átök í stjórnmálunum enda er tekist á um hverjir eiga að stjórna þessu landi. Ég vona að þjóðin sé sammála okkur í Samfylkingunni að við þurfum breytingar og aðra forgangsröðun. Við þurfum opnara og gegnsærra Ísland þar sem leyniskýrslur heyra sögunni til. Við þurfum betra og ódýrara Ísland þar sem enginn er skilinn eftir. Við þurfum nýja ríkisstjórn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband