31.8.2006 | 21:50
Leyniþjónusta í staðinn fyrir herinn?
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra má eiga það að hugmyndir hans vekja athygli. En það þýðir ekki að hugmyndir hans séu endilega góðar. Nú vill hann sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að stofna leyniþjónustu. Síðastliðið var samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um sérstaka greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem rannsaka á landráð og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk og óvini ríkisins. Slík deild er algjört nýmæli hér á landi og á hún m.a. að sinna rannsóknum áður en nokkur glæpur er framinn. Í umræðunni um greiningardeildina boðaði ráðherann að valdheimildir til þessarar greiningardeildar verði auknar í framtíðinni.
Engin þörf fyrir leyniþjónustu, en ástæða til að óttast hana
Og nú ætlar Björn Bjarnason að ganga enn lengra og er farinn að tala fyrir íslenskri leyniþjónustu. Að mínu mati er engin þörf á leyniþjónustu á Íslandi. Það er hins vegar full ástæða til að óttast slíka starfsemi. Vonandi man almenningur eftir aðgerðum ríkisvaldsins gegn Falun Gong en þá komu íslensk stjórnvöld á fót fangabúðum í Njarðvík og stöðvuðu ferðamenn á grundvelli litarhafts og studdust við svarta lista um meinta iðkendur Falun Gong. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða hlutverki leyniþjónustan hefði getað gegnt við þessar aðstæður.
Hættan á misnotkun á starfsemi á borð við leyniþjónustu er svo sannarlega fyrir hendi. Og það að tengja brotthvarf hersins við hugsanlega þörf á slíku apparati tekur engu tali. Bandaríski herinn var aldrei með leyniþjónustu fyrir Ísland og því þarf ekki að setja á fót slíka starfsemi vegna brotthvarfs hans.
Að auki má benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt af sér þann sóma eða þroska að afhenda gögn sem varða hleranir og stendur nú virtur lögmaður í stappi við yfirvöld um afhendingu þessara sjálfsögðu gagna.
Verkin tala
Séu þessar áherslur dómsmálaráðherrans settar í samhengi við fyrri verk hans aukast áhyggjurnar enn frekar. Nýlega lagði dómsmálaráðherra fram lagafrumvarp sem átti að heimila símhleranir án dómsúrskurðar. Hann lagði einnig til frumvarp sem heimilar lögreglu að halda eftir gögnum frá verjanda ótímabundið. Ráðherrann hefur þrefaldað fjölda sérsveitarmanna á skömmum tíma og aukið fjárframlög til Ríkislögreglustjóra um 30%. Þá var samþykkt frumvarp Björns Bjarnasonar sem skerða möguleika fólks á gjafsókn vegna réttarhalda, sérstaklega í málum sem geta varðað málsóknir gegn ríkisvaldinu.
Útlendingalög Björns Bjarnasonar eru sömuleiðis þekkt, þar sem réttindi fjölda Íslendinga til að sameinast erlendum maka sínum á grundvelli hjúskapar voru skert vegna 24 ára reglunnar svokölluðu. Í lögunum er einnig að finna heimild til Útlendingastofnunar til að fara fram á lífsýnatöku úr útlendingum. Eitt ósanngjarnasta atriðið í þessari lagasetningu er þó sennilega það að sönnunarbyrði var snúið við þannig að Íslendingar og erlendir makar þeirra þurfa nú að sanna fyrir yfirvöldum að þeir búa ekki í málamyndahjónabandi.
Til að bæta ofan á alla þessa upptalningu hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins varið skilyrðislausan rétt atvinnurekenda til að taka lífsýni úr starfsfólki sínu og lögfest að afhending IP-talana í tölvum skuli vera án dómsúrskurðar.
Mér finnast þessi verk ríma afskaplega illa við hugmyndir um einstaklingsfrelsi eða þá hugmyndafræði að verja einstaklinginn fyrir ágangi ríkisvaldsins.
Frelsið fer hægt
Frelsisskerðing er oftast nær hægfara þróun en verður ekki í einu vetfangi. Aukið eftirlit og skerðing á persónuréttindum eru ætíð réttlætt með góðum tilgangi. Það er styttra í stóra bróður George Orwell en margur heldur.
Engin þörf fyrir leyniþjónustu, en ástæða til að óttast hana
Og nú ætlar Björn Bjarnason að ganga enn lengra og er farinn að tala fyrir íslenskri leyniþjónustu. Að mínu mati er engin þörf á leyniþjónustu á Íslandi. Það er hins vegar full ástæða til að óttast slíka starfsemi. Vonandi man almenningur eftir aðgerðum ríkisvaldsins gegn Falun Gong en þá komu íslensk stjórnvöld á fót fangabúðum í Njarðvík og stöðvuðu ferðamenn á grundvelli litarhafts og studdust við svarta lista um meinta iðkendur Falun Gong. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða hlutverki leyniþjónustan hefði getað gegnt við þessar aðstæður.
Hættan á misnotkun á starfsemi á borð við leyniþjónustu er svo sannarlega fyrir hendi. Og það að tengja brotthvarf hersins við hugsanlega þörf á slíku apparati tekur engu tali. Bandaríski herinn var aldrei með leyniþjónustu fyrir Ísland og því þarf ekki að setja á fót slíka starfsemi vegna brotthvarfs hans.
Að auki má benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt af sér þann sóma eða þroska að afhenda gögn sem varða hleranir og stendur nú virtur lögmaður í stappi við yfirvöld um afhendingu þessara sjálfsögðu gagna.
Verkin tala
Séu þessar áherslur dómsmálaráðherrans settar í samhengi við fyrri verk hans aukast áhyggjurnar enn frekar. Nýlega lagði dómsmálaráðherra fram lagafrumvarp sem átti að heimila símhleranir án dómsúrskurðar. Hann lagði einnig til frumvarp sem heimilar lögreglu að halda eftir gögnum frá verjanda ótímabundið. Ráðherrann hefur þrefaldað fjölda sérsveitarmanna á skömmum tíma og aukið fjárframlög til Ríkislögreglustjóra um 30%. Þá var samþykkt frumvarp Björns Bjarnasonar sem skerða möguleika fólks á gjafsókn vegna réttarhalda, sérstaklega í málum sem geta varðað málsóknir gegn ríkisvaldinu.
Útlendingalög Björns Bjarnasonar eru sömuleiðis þekkt, þar sem réttindi fjölda Íslendinga til að sameinast erlendum maka sínum á grundvelli hjúskapar voru skert vegna 24 ára reglunnar svokölluðu. Í lögunum er einnig að finna heimild til Útlendingastofnunar til að fara fram á lífsýnatöku úr útlendingum. Eitt ósanngjarnasta atriðið í þessari lagasetningu er þó sennilega það að sönnunarbyrði var snúið við þannig að Íslendingar og erlendir makar þeirra þurfa nú að sanna fyrir yfirvöldum að þeir búa ekki í málamyndahjónabandi.
Til að bæta ofan á alla þessa upptalningu hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins varið skilyrðislausan rétt atvinnurekenda til að taka lífsýni úr starfsfólki sínu og lögfest að afhending IP-talana í tölvum skuli vera án dómsúrskurðar.
Mér finnast þessi verk ríma afskaplega illa við hugmyndir um einstaklingsfrelsi eða þá hugmyndafræði að verja einstaklinginn fyrir ágangi ríkisvaldsins.
Frelsið fer hægt
Frelsisskerðing er oftast nær hægfara þróun en verður ekki í einu vetfangi. Aukið eftirlit og skerðing á persónuréttindum eru ætíð réttlætt með góðum tilgangi. Það er styttra í stóra bróður George Orwell en margur heldur.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning