18.11.2004 | 11:39
Vinnutilhögun unglækna
Nýverið tók ég upp á Alþingi málefni unglækna. Beindi ég spurningum til heilbrigðisráðherra um hvort hann teldi núverandi vinnutilhögun unglækna forsvaranlega og hvort hann væri tilbúinn að beita sér fyrir úrbótum í þessu máli. Nú er vonandi að það komist einhver hreyfing á málið. Hér á eftir má finna umræðuna af minni hálfu og svör ráðherrans.
Ágúst Ólafur: ,,Frú forseti. Vinnutilhögun lækna í starfsnámi eða svokallaðra unglækna hefur lengi verið deilumál hér á landi. Félag unglækna hefur lengi bent á að núverandi tilhögun vinnu unglækna nær ekki nokkurri átt. Unglæknar telja að jafnvel sé verið að brjóta á þeim lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980. Þessi lög eiga m.a. að tryggja eðlilega hvíld viðkomandi launþega.
Hins vegar hefur verið bent á að kjarasamningar lækna undanþiggja lækna frá ýmsum ákvæðum sem má finna í lögunum, svo sem frítökurétti. Sé hins vegar vikið frá lögbundnum lágmarksréttindum er alveg ljóst að lög eru brotin. Kjarasamningar geta ekki breytt lögbundnum lágmarksréttindum. Nú er Félag unglækna að huga að því hvort það muni fara í málssókn vegna þessa. Samkvæmt skýrslu starfshóps um vinnutíma Landspítalans frá 5. mars sl. sem var send Jóhannesi Gunnarssyni lækningaforstjóra, og ég hef undir höndum, kemur fram að m.a. á geð-, gjörgæslu- og svæfingardeildum séu sólarhringsvaktir hjá kandidötum og læknum án sérfræðileyfis. Vaktir á viðkomandi deildum hjá þessum viðkomandi einstaklingum standast ekki ákvæði laga um lágmarkshvíld.
Of mikil vinna lækna og þar á meðal unglækna er engum til góða. Þessir einstaklingar vinna afar mikla vinnu þar sem líf og heilsa eru iðulega undir. Að undanskilja unglækna frá eðlilegum hvíldartíma, hvað þá án nokkurra réttinda á móti, er ekki rétt að gera. Breytingar á vöktum unglækna voru byrjaðar í haust með því að unglæknar fengu frí frá dagvinnu fyrir og eftir vakt. Þá mætti fólk í vinnuna kl. 16 og vann til kl. 8 morguninn eftir. Samkvæmt forsvarsmönnum unglækna gat yfirstjórn spítalans hins vegar ekki sætt sig við það og skipaði því sviðsstjórum að breyta aftur yfir í gamla kerfið þar sem unglæknir vinnur í rúman sólarhring þegar hann er á vakt. Í núverandi kerfi getur því unglæknir þurft að vera á sólarhringsvakt og síðan þurft að vinna næsta dag á eftir á venjulegu dagvinnukaupi. Hver maður sér að þetta fyrirkomulag nær ekki nokkurri átt. Hér er því bæði verið að brjóta á réttindum unglækna og sömuleiðis er það ekki nokkrum manni í hag að hafa örþreyttan lækni á vakt þar sem ákvarðanir hans geta varðað líf og dauða.
Ég spyr þess vegna hæstv. heilbrigðisráðherra hvort hann telji vinnutilhögun svokallaðra unglækna forsvaranlega og einnig vil ég fá að vita hvort hæstv. heilbrigðisráðherra sé tilbúinn að beita sér fyrir breytingum á vinnutilhögun unglækna, t.d. með frítökurétti, álagi eða breyttum vöktum handa unglæknum."
Heilbrigðisráðherra: ,,Virðulegi forseti. Hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson hefur beint til mín fyrirspurn um vinnutilhögun unglækna. Sem kunnugt er hefur það viðgengist víða um lönd að unglæknar, þ.e. læknar í starfsþjálfun, hafa áður og fyrrum gengið langan vinnudag svo að úr hófi hefur verið, bæði hérlendis og erlendis. Á þessum þáttum hefur markvisst verið tekið og má í því sambandi minna á að læknar í starfsnámi hafa verið felldir undir vinnutímaákvæði Evrópusambandsins, enda hafa fyrstu tilskipanir þaðan reynst óframkvæmanlegar fyrir mörg lönd. Munu þau ákvæði vera í endurskoðun.
Á Íslandi hefur þessi vandi helst snúið að stóru sjúkrahúsunum, Landspítala háskólasjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hef ég fyrir nokkru beint þeim tilmælum til sjúkrahúsanna að vinna ákveðið að bættu skipulagi vinnutíma unglækna þannig að hann falli að öllum gildandi ákvæðum og verði jafnframt fjölskylduvænn. Sjúkrahúsin hafa tekið á þessum málum og hefur þeim tekist að koma þeim í betra horf á öllum stærstu sviðum spítalanna þó að oft hafi reynst erfitt að samræma vinnutíma og vaktatilhögun á öllum deildum. Einnig hefur á sumum deildum verið það lítið vinnuálag á næturnar að unglæknar hafa frekar kosið að halda gildandi fyrirkomulagi óbreyttu í stað þess að hafa vaktir styttri en að sama skapi þéttar.
Ég hef fylgst vel með ástandi þessara mála, tel að þau hafi á undanförnum árum lagast verulega hvað vinnuálag lækna í starfsnámi snertir. Verður það að teljast í langflestum tilvikum fyllilega forsvaranlegt þó að vissulega geti verið undantekning þar á."
Ágúst Ólafur: ,,Frú forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svör hans. Mér fannst ég skynja skilning hjá hæstv. heilbrigðisráðherra á þessu vandamáli en hins vegar fannst mér einnig skorta tilfinnanlega vilja til að ganga alla leið og laga þetta. Það má vel vera að þetta hafi batnað hægt og rólega á sumum deildum en vandamáli af þessu tagi verðum við að kippa í liðinn sem fyrst. Mér finnst aðkoma hæstv. heilbrigðisráðherra nauðsynleg. Ég tel að hann eigi að beita sér fyrir beinum breytingum hvað þetta varðar, ég tala ekki um ef lög eru brotin. Ef lög um hvíldartíma eru brotin er það auðvitað háalvarlegt. Eins og fram kom í máli mínu er Félag unglækna að huga að dómsmáli vegna þessa máls og það er búið að draga það félag ansi lengi á úrbótum með þeim svörum að málið sé að fara að batna. Hins vegar gerist lítið í þeim efnum.
Ég tel það einnig á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra ef spítalinn er hreinlega undirmannaður, ef kerfið býður upp á það að viðkomandi læknir, unglæknir í þessu tilviki, vinni í of langan tíma. Þá er eitthvað að. Ég tel enn fremur á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra sé öryggið á spítalanum, bæði gagnvart starfsmönnum og sjúklingum. Það er á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra að við höfum ekki örþreytta lækna til að sinna þeim verkum sem þeim ber að sinna. Svo tel ég einnig að kjör starfsmannanna séu á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra ásamt þeim réttindum sem þeir hafa. Ef verið er að brjóta einhver ákveðin réttindi á unglæknum eða ekki komið til móts við eðlilegar kröfur af þeirra hálfu tel ég að ráðherrann þurfi að beita sér af meiri krafti en ég gat lesið vilja um í svari hans. Ég vona að hann fari í gang, hafi samband við yfirstjórn spítalans og að þetta mál verði leyst farsællega því hér er, eins og oft þegar heilbrigðismál eru til umræðu, ansi mikið í húfi."
Heilbrigðisráðherra: ,,Virðulegi forseti. Já, ég tek undir það að hér er mikið í húfi eins og ávallt þar sem heilbrigðiskerfið er að verki og heilbrigðisstarfsmenn koma nálægt.
Ég endurtek það sem kom fram í svari mínu að það er nokkuð liðið síðan ég beindi skriflegum tilmælum til spítalanna um að fara yfir þessi mál og laga þau að þeim reglum sem fyrir hendi eru. Að sjálfsögðu munum við fylgjast með því áfram hvernig framkvæmdin verður á því. Ég hef í rauninni ekki mikið meira um það að segja annað en það að ég hef áhuga á að þessi mál séu í sem bestu lagi og að allt öryggi sé tryggt í þeim.
Það má bæta því við í lokin að það er ekki alveg rétt sem Jóhannes Kristjánsson hefur eftir mér á samkomum að ég ætli að bíða með að semja við unglæknana þangað til þeir verða gamlir. Það eru ýkjur. Ég hef einsett mér að fylgjast með þessum málum."
Ágúst Ólafur: ,,Frú forseti. Vinnutilhögun lækna í starfsnámi eða svokallaðra unglækna hefur lengi verið deilumál hér á landi. Félag unglækna hefur lengi bent á að núverandi tilhögun vinnu unglækna nær ekki nokkurri átt. Unglæknar telja að jafnvel sé verið að brjóta á þeim lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980. Þessi lög eiga m.a. að tryggja eðlilega hvíld viðkomandi launþega.
Hins vegar hefur verið bent á að kjarasamningar lækna undanþiggja lækna frá ýmsum ákvæðum sem má finna í lögunum, svo sem frítökurétti. Sé hins vegar vikið frá lögbundnum lágmarksréttindum er alveg ljóst að lög eru brotin. Kjarasamningar geta ekki breytt lögbundnum lágmarksréttindum. Nú er Félag unglækna að huga að því hvort það muni fara í málssókn vegna þessa. Samkvæmt skýrslu starfshóps um vinnutíma Landspítalans frá 5. mars sl. sem var send Jóhannesi Gunnarssyni lækningaforstjóra, og ég hef undir höndum, kemur fram að m.a. á geð-, gjörgæslu- og svæfingardeildum séu sólarhringsvaktir hjá kandidötum og læknum án sérfræðileyfis. Vaktir á viðkomandi deildum hjá þessum viðkomandi einstaklingum standast ekki ákvæði laga um lágmarkshvíld.
Of mikil vinna lækna og þar á meðal unglækna er engum til góða. Þessir einstaklingar vinna afar mikla vinnu þar sem líf og heilsa eru iðulega undir. Að undanskilja unglækna frá eðlilegum hvíldartíma, hvað þá án nokkurra réttinda á móti, er ekki rétt að gera. Breytingar á vöktum unglækna voru byrjaðar í haust með því að unglæknar fengu frí frá dagvinnu fyrir og eftir vakt. Þá mætti fólk í vinnuna kl. 16 og vann til kl. 8 morguninn eftir. Samkvæmt forsvarsmönnum unglækna gat yfirstjórn spítalans hins vegar ekki sætt sig við það og skipaði því sviðsstjórum að breyta aftur yfir í gamla kerfið þar sem unglæknir vinnur í rúman sólarhring þegar hann er á vakt. Í núverandi kerfi getur því unglæknir þurft að vera á sólarhringsvakt og síðan þurft að vinna næsta dag á eftir á venjulegu dagvinnukaupi. Hver maður sér að þetta fyrirkomulag nær ekki nokkurri átt. Hér er því bæði verið að brjóta á réttindum unglækna og sömuleiðis er það ekki nokkrum manni í hag að hafa örþreyttan lækni á vakt þar sem ákvarðanir hans geta varðað líf og dauða.
Ég spyr þess vegna hæstv. heilbrigðisráðherra hvort hann telji vinnutilhögun svokallaðra unglækna forsvaranlega og einnig vil ég fá að vita hvort hæstv. heilbrigðisráðherra sé tilbúinn að beita sér fyrir breytingum á vinnutilhögun unglækna, t.d. með frítökurétti, álagi eða breyttum vöktum handa unglæknum."
Heilbrigðisráðherra: ,,Virðulegi forseti. Hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson hefur beint til mín fyrirspurn um vinnutilhögun unglækna. Sem kunnugt er hefur það viðgengist víða um lönd að unglæknar, þ.e. læknar í starfsþjálfun, hafa áður og fyrrum gengið langan vinnudag svo að úr hófi hefur verið, bæði hérlendis og erlendis. Á þessum þáttum hefur markvisst verið tekið og má í því sambandi minna á að læknar í starfsnámi hafa verið felldir undir vinnutímaákvæði Evrópusambandsins, enda hafa fyrstu tilskipanir þaðan reynst óframkvæmanlegar fyrir mörg lönd. Munu þau ákvæði vera í endurskoðun.
Á Íslandi hefur þessi vandi helst snúið að stóru sjúkrahúsunum, Landspítala háskólasjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hef ég fyrir nokkru beint þeim tilmælum til sjúkrahúsanna að vinna ákveðið að bættu skipulagi vinnutíma unglækna þannig að hann falli að öllum gildandi ákvæðum og verði jafnframt fjölskylduvænn. Sjúkrahúsin hafa tekið á þessum málum og hefur þeim tekist að koma þeim í betra horf á öllum stærstu sviðum spítalanna þó að oft hafi reynst erfitt að samræma vinnutíma og vaktatilhögun á öllum deildum. Einnig hefur á sumum deildum verið það lítið vinnuálag á næturnar að unglæknar hafa frekar kosið að halda gildandi fyrirkomulagi óbreyttu í stað þess að hafa vaktir styttri en að sama skapi þéttar.
Ég hef fylgst vel með ástandi þessara mála, tel að þau hafi á undanförnum árum lagast verulega hvað vinnuálag lækna í starfsnámi snertir. Verður það að teljast í langflestum tilvikum fyllilega forsvaranlegt þó að vissulega geti verið undantekning þar á."
Ágúst Ólafur: ,,Frú forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svör hans. Mér fannst ég skynja skilning hjá hæstv. heilbrigðisráðherra á þessu vandamáli en hins vegar fannst mér einnig skorta tilfinnanlega vilja til að ganga alla leið og laga þetta. Það má vel vera að þetta hafi batnað hægt og rólega á sumum deildum en vandamáli af þessu tagi verðum við að kippa í liðinn sem fyrst. Mér finnst aðkoma hæstv. heilbrigðisráðherra nauðsynleg. Ég tel að hann eigi að beita sér fyrir beinum breytingum hvað þetta varðar, ég tala ekki um ef lög eru brotin. Ef lög um hvíldartíma eru brotin er það auðvitað háalvarlegt. Eins og fram kom í máli mínu er Félag unglækna að huga að dómsmáli vegna þessa máls og það er búið að draga það félag ansi lengi á úrbótum með þeim svörum að málið sé að fara að batna. Hins vegar gerist lítið í þeim efnum.
Ég tel það einnig á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra ef spítalinn er hreinlega undirmannaður, ef kerfið býður upp á það að viðkomandi læknir, unglæknir í þessu tilviki, vinni í of langan tíma. Þá er eitthvað að. Ég tel enn fremur á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra sé öryggið á spítalanum, bæði gagnvart starfsmönnum og sjúklingum. Það er á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra að við höfum ekki örþreytta lækna til að sinna þeim verkum sem þeim ber að sinna. Svo tel ég einnig að kjör starfsmannanna séu á ábyrgð hæstv. heilbrigðisráðherra ásamt þeim réttindum sem þeir hafa. Ef verið er að brjóta einhver ákveðin réttindi á unglæknum eða ekki komið til móts við eðlilegar kröfur af þeirra hálfu tel ég að ráðherrann þurfi að beita sér af meiri krafti en ég gat lesið vilja um í svari hans. Ég vona að hann fari í gang, hafi samband við yfirstjórn spítalans og að þetta mál verði leyst farsællega því hér er, eins og oft þegar heilbrigðismál eru til umræðu, ansi mikið í húfi."
Heilbrigðisráðherra: ,,Virðulegi forseti. Já, ég tek undir það að hér er mikið í húfi eins og ávallt þar sem heilbrigðiskerfið er að verki og heilbrigðisstarfsmenn koma nálægt.
Ég endurtek það sem kom fram í svari mínu að það er nokkuð liðið síðan ég beindi skriflegum tilmælum til spítalanna um að fara yfir þessi mál og laga þau að þeim reglum sem fyrir hendi eru. Að sjálfsögðu munum við fylgjast með því áfram hvernig framkvæmdin verður á því. Ég hef í rauninni ekki mikið meira um það að segja annað en það að ég hef áhuga á að þessi mál séu í sem bestu lagi og að allt öryggi sé tryggt í þeim.
Það má bæta því við í lokin að það er ekki alveg rétt sem Jóhannes Kristjánsson hefur eftir mér á samkomum að ég ætli að bíða með að semja við unglæknana þangað til þeir verða gamlir. Það eru ýkjur. Ég hef einsett mér að fylgjast með þessum málum."
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning