Ríkisstjórn jafnaðarmanna

Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu þar sem ég fjalla um þann mikilvæga vetur sem framundan er hjá Samfylkingunni. Hér má sjá hana: Samfylkingin gengur nú inn í einn mikilvægasta vetur í sögu flokksins. Við þurfum að halda vel á spilunum til að ná því höfuðmarkmiði okkar að fella ríkisstjórnina, þannig að hér taki við ríkisstjórn jafnaðarmanna.
Við verðum að koma frá þeirri ríkisstjórn sem hefur sett Ísland á lista viljugra þjóða. Þjóða sem vildu ráðast inn í Írak. Við verðum að koma frá ríkisstjórn sem hefur hundsað hagsmuni öryrkja og aldraðra. Við eigum að fella ríkisstjórn sem neitar að takast á við grundvallarmál eins og kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. En er þess í stað staðföst í þeirri stefnu að lækka skatta á þau 10% þjóðarinnar sem hæstar hafa tekjurnar, samhliða því sem skattbyrði allra hinna hefur aukist jafnt og þétt. Og við verðum að koma frá ríkisstjórn sem fjársveltir menntakerfið og misbýður náttúrunni. Umhverfismál eru eitt veigamesta hagsmunamál þjóðarinnar sem varðar alla okkar framtíð og það gengur ekki að umhverfismál víki eilíflega fyrir hagsmunum iðnaðarráðuneytisins.
Við eigum að tala skýrt um hvers konar samfélag við viljum. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín og enginn er skilinn eftir. En til að geta aukið við velferðina þurfum við traustan efnahag. Efnahagsstjórn þessarar ríkisstjórnar hefur hvorki verið traust né hefur hún leitt af sér aukna velferð. Efnhagsstjórn og velferðarstjórn okkar jafnaðarmanna mun hins vegar tvinnast saman. Hjá okkur ríkir skilningur á því að forsenda velferðarstjórnar eru traustur efnahagur.
Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi hef ég einsett mér að tala máli almennings í landinu, þannig að hagsmunir venjulegs fólks verði aftur settir á dagskrá í íslenskum stjórnmálum, t.d með því að beina sjónum að alltof háu verðlagi hérlendis, hvort sem litið er til lyfja, matvæla, húsnæðis eða peninga í formi verðbólguskatts sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband