14.4.2004 | 10:22
Brostin réttlæting á ríkisvaldinu
Ein helsta réttlætingin jafnaðarmanna á ríkisvaldinu fyrir utan að tryggja öryggi þegnana er að gæta hagsmuna þeirra sem minna mega sín. Nokkrir hópar í okkar ríka samfélagi verða ætíð út undan hjá núverandi ríkisstjórnarflokkum. Þessir hópar eiga þó það sameiginlegt að aðstoð við þá er ein helsta réttlæting á tilvist ríkisvaldsins. Það er ekki hægt að réttlæta önnur ríkisútgjöld á meðan málefni þessara hópa eru í ólestri.
Geðsjúkir einstaklingar eru út undan
Fyrsti hópurinn eru geðsjúkir einstaklingar. Það er hreint út sagt ótrúlegt að málefni geðsjúkra einstaklinga í samfélagi okkar séu í ólestri ár eftir ár og hjá 9. ríkustu þjóð í heimi sem við Íslendingar eru. Meira að segja geðsjúk börn verða fyrir barðinu á fjárskorti og áhugaleysi stjórnvalda á málefnum þeirra.
Úrræði og athvarf alvarlegra veikra einstaklinga eru annaðhvort ekki til staðar eða ekki fullnægjandi. Það á að vera forgangsatriði hverrar ríkisstjórnar að gera stöðu þessara einstaklinga eins góða og hægt er.
Gerum betur við aldraða
Annar hópurinn sem iðulega verður út undan eru aldraðir. Eldri borgara þessa lands hafa byggt upp þetta ríka samfélag. Þess vegna ber okkur að gera vel við þá og koma á móts við þeirra óskir, t.d. hvað varðar sveigjanleg starfslok og möguleika á hjúkrunarrýmum.
Undirritaður hefur lagt fram þingsályktun um að skoða þunglyndi eldri borgara sérstaklega. Þunglyndi meðal eldri borgara er að einhverju leyti falið og ógreint hér á landi en engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Þunglyndi meðal eldri borgara getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missi maka eftir langt hjónaband, einmannaleiki og lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðrum hópum sem og fjárhagsáhyggjur og kvíði vegna framtíðarinnar. Þessi hópur á svo sannarlega skilið að fá meiri athygli og forgang hjá stjórnmálamönnum.
Málefni fanga eru málefni samfélagsins
Þriðji hópurinn sem er afskiptur eru fangar. Málefni fanga og fangelsa eru ekki hátt skrifuð hjá ríkisvaldinu og er næsta tryggt að þeir sem þaðan kom út eru verri menn en þegar þeir fóru inn. Engin meðferðarúrræði má finna í fangelsum og þar eru reglur sem niðurlægja fanga og brjóta þá niður. Dæmdir kynferðisafbrotamenn fá enga skipulagða meðferð við sínum sjúkdómi og mæta þeir því aftur í hverfin jafnsjúkir og þeir voru þegar þeir fóru inn.
Það er ekki borgurunum í hag að fá skemmda og veika menn aftur á göturnar. Það myndi spara samfélaginu mikla fjármuni ef ríkisvaldið kæmi á fót fullnægjandi meðferðarúrræðum fyrir fanga.
Undirritaður hefur lagt fram þingsályktun um að aðskilja beri unga fanga þeim eldri m.a. til þess að betrun og endurhæfing takist betur. Samneyti eldri og forhertari fanga við unga og óreyndari fanga gerir þeim yngri ekkert gott og getur beinlínis stuðlað að frekar afbrotum hjá ungum föngum þegar þeir losna úr fangelsi.
Örorka á ekki að þýða fátækt
Fjórði hópurinn eru öryrkjar. Hlutskipti öryrkja eru ekki öfundsverð. Um er að ræða einstaklinga sem vegna sjúkdóms eða slysa hafa ekki fulla starfsorku. Þetta er hópur sem samfélaginu ber að rétt fram hjálparhönd en örorka á ekki að þýða fátækt. Gæta þarf sérstaklega að ungum öryrkjum sem hafa ekki haft tækifæri á vinnumarkaði til að byggja upp sparnað og lífeyri.
Setjum börnin í forgrunn
Fimmti hópurinn sem má nefna eru börn sem ættu að krefjast fullrar athygli hvers stjórnmálamanns. Fátækt foreldra bitnar ekki síst á börnunum. Það þarf að skilgreina ákveðnar tómstundir og íþróttir sem hluta af grunnskólastiginu þar sem undanfarin misseri hefur vaxandi hópur barna ekki efni á eðlilegri þátttöku í slíkum athöfnum. Þátttaka barna í íþróttum vegna kostnaðar er mikið áhyggjuefni á mörgum heimilum.
Staða langveikra barna og veikindaréttur foreldra þeirra hefur verið talsvert lakari hér á landi heldur en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er einn af þeim hópum sem okkur ber að gera vel við og það er til skammar að það sé ekki gert.
Er þetta allt hægt?
En er þetta aðeins orðræða stjórnarandstöðuþingmanns sem vill gera allt fyrir alla? Nei, alls ekki. Það er ljóst að ríkisvaldið hefur svigrúm til að stórbæta stöðu viðkomandi hópa. Til marks um hið mikla svigrúm sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa búið við lengi má nefna eina sláandi staðreynd.
Á föstu verðlagi eru útgjöld ríkisins árið 2004 100 milljörðum króna hærri en þau voru árið árið 1997. Þetta þýðir að ríkið hefur haft 100 milljarða króna meira á milli handanna á hverju ári en það hafði árið 1997!
Í áætlun fjármálaráðuneytisins um ríkisbúskapinn til ársins 2007 er síðan gert ráð fyrir að heildartekjur ríkisins verði tæpum 100 milljörðum króna hærri en þær voru 2000. Þessar tölur staðfesta að ríkisstjórnin hefur nægilegt svigrúm til að gera ýmislegt.
Eins og allir vita snúast stjórnmál um forgangsröðun. Við í Samfylkingunni viljum aðra forgangsröðun hjá ríkisvaldinu og við viljum og munum mæta þörfum þessara fimm ofangreindra hópa. Það krefst ekki mikillar fjárútláta en það krefst athygli stjórnmálamanna. Slíka athygli er ekki að finna hjá ríkisstjórnarflokkunum.
Geðsjúkir einstaklingar eru út undan
Fyrsti hópurinn eru geðsjúkir einstaklingar. Það er hreint út sagt ótrúlegt að málefni geðsjúkra einstaklinga í samfélagi okkar séu í ólestri ár eftir ár og hjá 9. ríkustu þjóð í heimi sem við Íslendingar eru. Meira að segja geðsjúk börn verða fyrir barðinu á fjárskorti og áhugaleysi stjórnvalda á málefnum þeirra.
Úrræði og athvarf alvarlegra veikra einstaklinga eru annaðhvort ekki til staðar eða ekki fullnægjandi. Það á að vera forgangsatriði hverrar ríkisstjórnar að gera stöðu þessara einstaklinga eins góða og hægt er.
Gerum betur við aldraða
Annar hópurinn sem iðulega verður út undan eru aldraðir. Eldri borgara þessa lands hafa byggt upp þetta ríka samfélag. Þess vegna ber okkur að gera vel við þá og koma á móts við þeirra óskir, t.d. hvað varðar sveigjanleg starfslok og möguleika á hjúkrunarrýmum.
Undirritaður hefur lagt fram þingsályktun um að skoða þunglyndi eldri borgara sérstaklega. Þunglyndi meðal eldri borgara er að einhverju leyti falið og ógreint hér á landi en engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Þunglyndi meðal eldri borgara getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missi maka eftir langt hjónaband, einmannaleiki og lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðrum hópum sem og fjárhagsáhyggjur og kvíði vegna framtíðarinnar. Þessi hópur á svo sannarlega skilið að fá meiri athygli og forgang hjá stjórnmálamönnum.
Málefni fanga eru málefni samfélagsins
Þriðji hópurinn sem er afskiptur eru fangar. Málefni fanga og fangelsa eru ekki hátt skrifuð hjá ríkisvaldinu og er næsta tryggt að þeir sem þaðan kom út eru verri menn en þegar þeir fóru inn. Engin meðferðarúrræði má finna í fangelsum og þar eru reglur sem niðurlægja fanga og brjóta þá niður. Dæmdir kynferðisafbrotamenn fá enga skipulagða meðferð við sínum sjúkdómi og mæta þeir því aftur í hverfin jafnsjúkir og þeir voru þegar þeir fóru inn.
Það er ekki borgurunum í hag að fá skemmda og veika menn aftur á göturnar. Það myndi spara samfélaginu mikla fjármuni ef ríkisvaldið kæmi á fót fullnægjandi meðferðarúrræðum fyrir fanga.
Undirritaður hefur lagt fram þingsályktun um að aðskilja beri unga fanga þeim eldri m.a. til þess að betrun og endurhæfing takist betur. Samneyti eldri og forhertari fanga við unga og óreyndari fanga gerir þeim yngri ekkert gott og getur beinlínis stuðlað að frekar afbrotum hjá ungum föngum þegar þeir losna úr fangelsi.
Örorka á ekki að þýða fátækt
Fjórði hópurinn eru öryrkjar. Hlutskipti öryrkja eru ekki öfundsverð. Um er að ræða einstaklinga sem vegna sjúkdóms eða slysa hafa ekki fulla starfsorku. Þetta er hópur sem samfélaginu ber að rétt fram hjálparhönd en örorka á ekki að þýða fátækt. Gæta þarf sérstaklega að ungum öryrkjum sem hafa ekki haft tækifæri á vinnumarkaði til að byggja upp sparnað og lífeyri.
Setjum börnin í forgrunn
Fimmti hópurinn sem má nefna eru börn sem ættu að krefjast fullrar athygli hvers stjórnmálamanns. Fátækt foreldra bitnar ekki síst á börnunum. Það þarf að skilgreina ákveðnar tómstundir og íþróttir sem hluta af grunnskólastiginu þar sem undanfarin misseri hefur vaxandi hópur barna ekki efni á eðlilegri þátttöku í slíkum athöfnum. Þátttaka barna í íþróttum vegna kostnaðar er mikið áhyggjuefni á mörgum heimilum.
Staða langveikra barna og veikindaréttur foreldra þeirra hefur verið talsvert lakari hér á landi heldur en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er einn af þeim hópum sem okkur ber að gera vel við og það er til skammar að það sé ekki gert.
Er þetta allt hægt?
En er þetta aðeins orðræða stjórnarandstöðuþingmanns sem vill gera allt fyrir alla? Nei, alls ekki. Það er ljóst að ríkisvaldið hefur svigrúm til að stórbæta stöðu viðkomandi hópa. Til marks um hið mikla svigrúm sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa búið við lengi má nefna eina sláandi staðreynd.
Á föstu verðlagi eru útgjöld ríkisins árið 2004 100 milljörðum króna hærri en þau voru árið árið 1997. Þetta þýðir að ríkið hefur haft 100 milljarða króna meira á milli handanna á hverju ári en það hafði árið 1997!
Í áætlun fjármálaráðuneytisins um ríkisbúskapinn til ársins 2007 er síðan gert ráð fyrir að heildartekjur ríkisins verði tæpum 100 milljörðum króna hærri en þær voru 2000. Þessar tölur staðfesta að ríkisstjórnin hefur nægilegt svigrúm til að gera ýmislegt.
Eins og allir vita snúast stjórnmál um forgangsröðun. Við í Samfylkingunni viljum aðra forgangsröðun hjá ríkisvaldinu og við viljum og munum mæta þörfum þessara fimm ofangreindra hópa. Það krefst ekki mikillar fjárútláta en það krefst athygli stjórnmálamanna. Slíka athygli er ekki að finna hjá ríkisstjórnarflokkunum.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning