Hvađ hefur breyst?

Hér eftir má lesa rćđu mína sem var flutt í utandagskrárumrćđu um álit kćrunefndar jafnréttismála og viđbrögđ dómsmálaráđherra viđ ţví.
Herra forseti
Viđbrögđ hćstvirts dómsmálaráđherra vegna hafa veriđ međ ólíkindum. Málsvörn hćstvirts dómsmálaráđherra er ađ hann er ósammála jafnréttislögunum og ţví skiptir brot á ţeim ekki máli. Svona talar hćstvirtur dómsmálaráđherra um landslögin. Ţađ er nú öll virđingin fyrir lögum landsins!
Viđbrögđ hćstvirts dómsmálaráđherra er skólabókardćmi um valdhroka. Og skólabókardćmi um mann sem hefur veriđ of lengi viđ völd. Ég trúi ţví ekki ađ ţjóđin og kjósendur Sjálfstćđisflokks muni líđa ađ sjálfur dómsmálaráđherrann brjóti lögin, einfaldlega vegna ţess ađ hann er ósammála ţeim.
Hćstvirtur dómsmálaráđherra hefur kallađ jafnréttislögin barn síns tíma og tímaskekkju og telur lagasetninguna gallađa.
En hvađ hefur hins vegar breyst síđan í umrćđunni viđ setningu ţessara sömu laga fyrir ađeins fjórum árum ţegar hćstvirtur menntamálaráđherra, Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, sagđi, međ leyfi forseta: ,,...Er ţetta frumvarp mjög mikil framför fyrir jafnréttismálin og fjölskyldur í landinu."

Eđa ţegar háttvirtur ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, sagđi, međ leyfi forseta: "Ég tel hins vegar ađ ţetta frumvarp sé mjög vel unniđ."

Eđa ţegar enn einn ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, Drífa Hjartardóttir sagđi, međ leyfi forseta: "Ég held ađ ţađ skipti mjög miklu máli ađ viđ höfum ţetta frumvarp til laga ađ leiđarljósi."
Eđa ţegar Ásta Möller sagđi, međ leyfi forseta: "...enda ber frumvarp ţess merki ađ vandađ hefur veriđ til verksins."
Ég beini ţeirri spurningu til ţingmanna Sjálfstćđisflokksins, sem allir studdu lögin á sínum tíma, hvađ hefur breyst? Afstađa hćstvirts dómsmálaráđherra og formanns Sjálfstćđisflokksins liggur fyrir en hver er afstađa varaformanns Sjálfstćđisflokksins?
Ţađ segir sig sjálft ađ hćstvirtur dómsmálaráđherra getur ekki búiđ viđ stórgölluđ lög og á ekki ađ gera ţađ. Ţví hlýtur frumvarp ađ vera vćntanlegt frá hćstvirtum dómsmálaráđherra. Hin réttu jafnréttislög.
Ég vil ţví ađ lokum beina ţeirri spurningu til hćstvirts dómsmálaráđherra hvenćr má vćnta slíks frumvarp frá honum og hvađa breytingar ćtlar hann ađ gera á jafnréttislögunum. Hvernig munu jafnréttislög Björns Bjarnasonar líta út?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband