Samfylkingin er reiðubúin

Samfylkingin er ungur flokkur - tæplega 6 ára gamall – en þrátt fyrir það byggir Samfylkingin á gömlum grunni. og klassískri jafnaðarstefnu Þann 12. mars næstkomandi mun hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi fagna 90 ára afmæli sínu. Á þessum tíma hafa jafnaðarmenn haft mótandi áhrif á íslenskt samfélag. Má þar nefna afnám haftastefnunnar, útfærslu landhelginnar, uppbyggingu menntakerfisins, frelsi í gjaldeyrismálum, EES-samninginn og öllu því frelsi sem fylgdi honum. Þá má einnig minnast á sigurinn á verðbólgunni með þjóðarsáttinni, almannatryggingarnar, gríðarlegar framfarir í húsnæðismálum, sjálfstæði Seðlabankans, byltingu í leikskólamálum borgarinnar og svona mætti lengi telja áfram.
Glæsileg prófkjör og öflugt flokkstarf
Ný forysta í Samfylkingunni hefur markvisst unnið að flokkstarfi. Innan Samfylkingarinar er starfrækt ein fjölmennasta og öflugusta ungliðahreyfing landsins. Starf eldri borgara fer fram í gegnum félagskapinn 60+ og skipar veigamikinn sess í starfi flokksins. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar var stofnuð í haust og er flokknum afar mikilvæg. Samtökin Jafnaðarmenn í atvinnurekstri hafa sannað gildi sitt fyrir flokkinn.

Fjölbreytt málefnastarf Framtíðarhópsins og reglubundnar heimsóknir flokksforystunnar til aðildarfélaga Samfylkingarinnar um allt land í vetur hafa bæði þjappað flokksfélögum saman og fjölgað þeim. Flokkstarf Samfylkingarinnar iðar af lífi og krafti. Að auki má nefna að undanfarnar vikur hafa fjórir nýjir starfsmenn verið ráðnir á skrifstofu Samfylkingarinnar, m.a. til þess að vinna að því að styrkja innviði flokksins enn frekar.
Um síðustu helgi hélt Samfylkingin vel heppnað og fjölmennt prófkjör í Kópavogi þar sem nýr oddviti var m.a. valinn. Aðra helgi mun Samfylkingin eiga aðild að prófkjöri í Garðabæ. Ekki alls fyrir löngu hélt Samfylkingin glæsileg prófkjör í Hafnarfirði sem og á Akureyri. Þar valdist bæði reynt og nýtt fólk í forystuhlutverk. Í upphafi þessarar viku var glæsilegur framboðslisti ákveðinn í Árborg, en þar fékk Samfylkingin um 42% atkvæða í síðustu sveitastjórnarkosningum. Framboðslistar Samfylkingarinnar eru að verða til og flokkurinn undirbýr sig fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
Í næstu sveitastjórnarkosningum mun Samfylkingin bjóða fram á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal í Reykjavík, í fyrsta skipti í eigin nafni. Í Reykjavík bjóða sig fram 16 mjög hæfir og frambærilegur einstaklingar á lista Samfylkingarinnar.
Núna á laugardag og sunnudag munu borgarbúar því geta valið sér fulltrúa á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Kosið verður á skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg, í félagsheimili Þróttar í Laugardal, í félagsheimili Fylkis við Árbæjarlaugina, í Álfabakka í Mjódd og á Gylfaflöt í Grafarvogi. Prófkjörið er opið öllum bogarbúum.
Samfylkingin leiðir nú þegar meirihlutasamsstarf í sveitastjórnum víða um land. Flokkurinn er reiðubúinn til þess að axla enn frekari ábyrgð í sveitarstjórnum landsins og ætlar sér að gera það.

Ég er sannfærður um að hugmyndir og áherslur Samfylkingarinnar eiga samleið með íslensku þjóðinni. Samfylkingin býður upp á frjálslyndan valkost þar sem einstaklingarnir og viðskiptalífið fá að njóta sín, samhliða því sem að öflugt velferðar- og menntakerfi blómstrar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband