Sjálfstæð hentistefna

Óttalega geta Sjálfstæðismenn stundum verið miklir hentustefnumenn. Það er ekki langt síðan að Sjálfstæðismenn svöruðu gagnrýni á skattlækkanir þeirra til hinna ofurríku á þenslutímum þannig að þær myndu ekki valda neinni þenslu, enda færi fólk betur með fjármuni sína en ríkið. Núna hentar sú röksemdarfærsla Sjálfstæðismönnum hins vegar ekki, enda sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í dag að ástæðan fyrir því að þeir vildu ekki lækka stimpilgjöldin væri sú að það væri þensluástand. Til eru mýmörg önnur dæmi um þennan tvískinnung Sjálfstæðismanna. Má þar nefna afstöðu þeirra til lækkunar matarskattsins sem þeir segjast í eina röndina styðja en kjósa síðan gegn slíkri lækkun ítrekað í þinginu.
Tvískinnungur í landbúnaðarmálum
Annað dæmi eru landbúnaðarmálin en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa iðulega varið það dýra og óskilvirka kerfi þegar við höfum gagnrýnt kerfið í þinginu (hægt að sjá afstöðu Sjálfstæðismanna til landbúnaðarkerfisins og 30 milljarða króna mjólkursamningsins þeirra á http://www.althingi.is/altext/130/05/r17130447.sgml).
Tvískinnungur í ríkisútgjöldum
Í þriðja lagi mætti benda á að Sjálfstæðismenn eru í aðra röndina duglegir að gagnrýna ríkisútgjöld en á móti kemur að enginn stjórnmálaflokkur hefur aukið umsvif ríkisvaldsins eins mikið og þeir. Frá árinu 1998 hafa ríkisútgjöldin aukist um tæpa 100 milljarða króna á verðlagi ársins 2005. Ríkið er því 41% dýrari í rekstri nú en árið 1998.
Tvískinnungur gagnvart friðhelgi einkalífs
Og afstaða Sjálfstæðisflokksins til friðhelgi einkalífs og persónuréttinda er sömuleiðis nokkuð sérkennileg. Í orði er flokknum mjög umhugað um þessi réttindi, en verkin tala tala og þau eru ekki glæsileg. Stofnun sérstakrar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, afturhaldssöm útlendingalög, frumvarp um símhleranir án dómúrskurðar, afhending IP-talna í tölvum án dómsúrskurðar, skertar gjafsóknarheimildar, aðgerðirnar gegn Falun Gong og síðan réttlæting þingmanna Sjálfstæðismanna á skilyrðislausri lífsýnatöku úr starfsfólki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband