Samfylkingin sigrar víða

Samfylkingin vann góða kosningasigra um allt land. Sé litið til fjögurra fjölmennustu sveitarfélaganna þá var Samfylkingin sá flokkur sem fjölgaði sveitastjórnarfulltrúm sínum mest. Flokkurinn eykur fylgi sitt um tæpan fimmtung í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram í eigin nafni nú og fyrir fjórum árum.
Flokkurinn vann stórsigur í Hafnarfirði og styrkti hreinan meirihluta sinn þar til muna. Samfylkingin vann einnig góða sigra í Kópavogi, Akureyri, Ölfusi, Skagafirði og víðar. Samfylkingin er jafnvel stærsti stjórnmálaflokkurinn sums staðar og má þar nefna Sandgerði, Grindavík og Hafnarfjörð.
Í þessum kosningum bauð Samfylkingin fram í eigin nafni á mun fleiri stöðum en síðast eða í 17 sveitarfélögum. Þar sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni gekk flokknum almennt séð vel.
Staðan í Reykjavík
Samfylkingin fær 4 borgarfulltrúa í Reykjavík, sem er það sama og hann hefur núna. Samkvæmt kosningaúrslitunum hefði næsti borgarfulltrúi sem hefði komist inn í borgarstjórn verið fulltrúi Samfylkingarinnar og hann hefði fellt sjöunda mann Sjálfstæðimanna en ekki fyrsta mann Framsóknar. Það vantaði því ekki mikið upp á að Samfylkingin fengi 5 borgarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn 6 fulltrúa.
Vinstri grænir fá tvo borgarfulltrúa sem verður að teljast vera í samræmi við væntingar og alls ekki meira umfram það. Ef VG hefði fengið einn borgarfulltrúa hefði það verið tap fyrir VG þannig að 2 borgarfulltrúar getur varla talist vera stórsigur fyrir flokkinn.
Frjálslyndir eru með einn borgarfulltrúa núna og fengu einn fulltrúa í kosningum helgarinnar. Engin breyting þar. Framsóknarflokkurinn geldur hins vegar afhroð í borginni eins og víðast annars staðar. Fyrsti maður Framsóknar rétt sleppur inn í borgarstjórn og er Framsókn því eini flokkurinn sem tapar manni í borginni frá því sem nú er.
Næstversta útkoma Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Sjálfstæðismenn í Reykjavík fengu sína næstverstu útkomu í sögu Reykjavíkur. Aðeins munaði 300 atkvæðum frá hinu sögulega afhroði flokksins þegar Björn Bjarnason skipaði efsta sæti framboðslista flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk nú talsvert minna fylgi en það sem fyrrum Reykjavíkurlistaflokkarnir fengu. Og gamla kenning Sjálfstæðismanna um að ástæðan fyrir minnihluta þeirra í borginni væri samstarf Reykjavíkurlistaflokkana í einu framboði féll svo sannarlega um helgina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einfaldlega tapað meira en þriðja hverjum kjósanda sínum í borginni á síðustu 12 árum.
Sömuleiðis voru það mikil tíðindi að meirihluti Sjálfstæðismanna á Akureyri skuli vera fallinn ásamt meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, Bolungarvík, Garði, Vesturbyggð og á Álftanesi.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar einnig fylgi í Hafnarfirði, á Akureyri, á Dalvík, í Skagafirði, á Blönduósi, í Snæfellsbæ, á Fljótsdalshéraði, í Grindavík og á Hornafirði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig lakari útkomu en því sem hafði verði spáð í Kópavogi og Árborg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband