Ríkisstjórnin heldur uppi háu matvælaverði

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa aldrei haft áhuga á því að lækka matvælaverð á Íslandi. Samfylkingin hefur ítrekað flutt tillögur á Alþingi sem lækka matarkostnað sem skilar sér beint í vasa almennings svo um munar. Þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins hafa hins vegar alltaf fellt þessar tillögur.

Margar nefndir hafa verið skipaðar og fjölmargar tillögur liggja fyrir. Það vantar ekki tillögurnar en það vantar pólitískan vilja til að framkvæma þær tillögur. Og núna hefur enn ein nefndin skilað af sér, þar sem Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri sýnir á greinargóðan hátt hversu kostnaðarsamt þetta kerfi er fyrir fólkið í landinu.

Brýnt hagsmunamál fyrir almenning í landinu
Matvælaverð á Íslandi er um 50% hærra en hjá ESB-löndunum. Einungis tvö Evrópuríki hafa hærri virðisaukaskatt á matvæli en Ísland og sum þeirra hafa engan virðisaukaskatt á matvælum. Tolla- og vörugjaldakerfi ríkisstjórnarinnar er með því dýrasta í heimi og takmarkanir á innflutningi eru miklar.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tafið þetta brýna hagsmunamál í marga áratugi en eins og í öðrum málaflokkum munu þeir spila einhverju út korteri fyrir kosningar til að stinga dúsu upp í kjósendur.
Eitt hæsta matvælaverð í heimi
Núverandi ríkisstjórn lætur íslenskar fjölskyldur greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi. Hvenær er fólki nóg boðið? Almenningur á ekki að sætta sig við þessa kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar. Af hverju sættir sérhver íslensk fjölskylda sig við það að greiða tugi þúsunda á mánuði meira fyrir matvæli en hún þyrfti?

Úrræðin til að lækka matvælaverð hafa lengi verið ljós. Það þarf að fella niður vörugjöld og tolla, lækka matarskattinn, auka samkeppniseftirlit og draga úr innflutningshömlum. Þessar leiðir vill ríkisstjórn ekki fara heldur veltir hún kostnaðinum yfir á almenning í landinu.

Í þessu máli þarf pólitíska forystu og pólitískt hugrekki. Samfylkingin er reiðubúinn til að gera það sem þarf til að lækka matarverð og bæta með því kjör landsmanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 144475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband