16.10.2002 | 22:02
Síbreytilegur rökstuðningur andstæðinga ESB
Málflutningur andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, s.s. sjávarútvegsráðherra og formanns Vinstri grænna, hefur stundum verið með ólíkindum hvað varðar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Fyrst fullyrtu þeir að með aðild Íslands að ESB myndi íslensk landhelgi fyllast af spænskum og portúgölskum togurum. Þessu héldu þeir lengi fram eða þar til það loksins síaðist inn að heildarkvóta ESB er skipt eftir veiðireynslu og þar sem útlendingar hafa enga veiðireynslu í íslenskri lögsögu fengju þeir engan kvóta hér.
Þá breytist málflutningur sjávarútvegsráðherra og fleiri og fór rökstuðningurinn að fjalla um að útlendingar hefðu hér veiðireynslu þar sem þeir hefðu í fyrndinni veitt við Íslandsstrendur. Þeir hættu þó fljótlega að nota þetta sem röksemd gegn aðild að ESB eftir að búið var að benda þeim á að 25-30 ár gömul veiðireynsla er ekki notuð heldur sú veiðireynsla sem er til staðar þegar viðkomandi aðildarsamningur er gerður. Þegar Spánn gekk í ESB 1986 þá hafnaði ESB því að notuð yrði veiðireynsla Spánverja á 8. áratugnum sem varð til fyrir útfærslu landhelgi ríkjanna í ESB. Þegar Norðmenn voru að semja við ESB um inngöngu árin 1992-1994 þá var miðað við veiðireynslu áranna 1989-1993.
Allt á að fara á versta veg
Þegar þetta var orðið ljóst fóru andstæðingar aðildar að tala um að reglur og lög Evrópusambandsins myndu breytast á versta veg um leið og Ísland gengi inn í sambandið. Reglan um veiðireynslu átti að verða afnumin og allt myndi snúast um 180 gráður. Þetta héldu þeir fram þrátt fyrir að yfirmaður sjávarútvegsmála ESB, yfirmaður endurskoðunar á sjávarútvegsstefnu ESB og þáverandi sjávarútvegsráðherrar Dana og Breta hafa staðfest að reglan um veiðireynslu sé ekki að fara að breytast þar sem um væri að ræða hornsteinn sjávarútvegsstefnunarinnar. Sömuleiðis fengist aldrei samþykki allra aðildaríkjanna um slíka róttæka breytingu.
Síðasta útspil andstæðinga aðildar Íslands að ESB er að tala um flökkustofnanna og um hve Evrópusambandið er erfitt í samningaviðræðum. Þeir gleyma þó því að veiðiréttur flökkustofna fer einnig eftir veiðireynslu og sé hún til staðar þá eigum við rétt á veiðum á þessum stofnum. Það má einnig benda á að Íslendingar myndu samt sem áður þurfa að semja um nýtingu á þessum stofnum hvort sem þeir væru hluti af ESB eða ekki. Það er þó ljóst að þjóðir í miklu samstarfi á mjög mörgum sviðum eins og í Evrópusambandinu eru líklegar til að taka meira tillit til hvers annars heldur en til þjóða sem eru fyrir utan slíkt náið samstarf. Það að ESB sé hart í horn að taka í samningaviðræðum við önnur ríki, eins og Ísland, sýnir einungis að ESB gætir vel hagsmuna sinna aðildarríkja. Það hlýtur að vera eitthvað sem við myndum vilja ef við göngum í ESB.
Opinn fundur fimmtudagskvöldið
Það er því ljóst að málflutningur andstæðinga aðildar Íslands að ESB vegna sjávarútvegsmála er ekki sterkur og snýst að stórum hluta um að vekja þjóðerniskenndan ótta við hið óþekkta. Það er talað í sleggjudómum og minnst á þorskastríðin og að auðlindin hverfi úr höndum þjóðarinnar og þar fram eftir götunum. En þegar betur er gáð þá sést í gegnum um svona málflutning og dæmir hann fyrst og fremst sig sjálfur.
Fimmtudagskvöldið 17. október kl. 20 verður haldinn opinn borgarafundur um Evrópumál í Bíóborginni. Þetta er síðasti fundur Samfylkingarinnar um þessi mikilvægu mál og er mikilvægt að sem flestir mæti. Þar verður m.a. rætt um sjávarútvegsmálin og mun m.a formaður Heimssýnar takast á við þau. Það eru allir velkomnir og eru góðar líkur að fundurinn verði líflegur og skemmtilegur enda er verið að fjalla um eina stærstu pólitísku spurningu samtímans.
Þá breytist málflutningur sjávarútvegsráðherra og fleiri og fór rökstuðningurinn að fjalla um að útlendingar hefðu hér veiðireynslu þar sem þeir hefðu í fyrndinni veitt við Íslandsstrendur. Þeir hættu þó fljótlega að nota þetta sem röksemd gegn aðild að ESB eftir að búið var að benda þeim á að 25-30 ár gömul veiðireynsla er ekki notuð heldur sú veiðireynsla sem er til staðar þegar viðkomandi aðildarsamningur er gerður. Þegar Spánn gekk í ESB 1986 þá hafnaði ESB því að notuð yrði veiðireynsla Spánverja á 8. áratugnum sem varð til fyrir útfærslu landhelgi ríkjanna í ESB. Þegar Norðmenn voru að semja við ESB um inngöngu árin 1992-1994 þá var miðað við veiðireynslu áranna 1989-1993.
Allt á að fara á versta veg
Þegar þetta var orðið ljóst fóru andstæðingar aðildar að tala um að reglur og lög Evrópusambandsins myndu breytast á versta veg um leið og Ísland gengi inn í sambandið. Reglan um veiðireynslu átti að verða afnumin og allt myndi snúast um 180 gráður. Þetta héldu þeir fram þrátt fyrir að yfirmaður sjávarútvegsmála ESB, yfirmaður endurskoðunar á sjávarútvegsstefnu ESB og þáverandi sjávarútvegsráðherrar Dana og Breta hafa staðfest að reglan um veiðireynslu sé ekki að fara að breytast þar sem um væri að ræða hornsteinn sjávarútvegsstefnunarinnar. Sömuleiðis fengist aldrei samþykki allra aðildaríkjanna um slíka róttæka breytingu.
Síðasta útspil andstæðinga aðildar Íslands að ESB er að tala um flökkustofnanna og um hve Evrópusambandið er erfitt í samningaviðræðum. Þeir gleyma þó því að veiðiréttur flökkustofna fer einnig eftir veiðireynslu og sé hún til staðar þá eigum við rétt á veiðum á þessum stofnum. Það má einnig benda á að Íslendingar myndu samt sem áður þurfa að semja um nýtingu á þessum stofnum hvort sem þeir væru hluti af ESB eða ekki. Það er þó ljóst að þjóðir í miklu samstarfi á mjög mörgum sviðum eins og í Evrópusambandinu eru líklegar til að taka meira tillit til hvers annars heldur en til þjóða sem eru fyrir utan slíkt náið samstarf. Það að ESB sé hart í horn að taka í samningaviðræðum við önnur ríki, eins og Ísland, sýnir einungis að ESB gætir vel hagsmuna sinna aðildarríkja. Það hlýtur að vera eitthvað sem við myndum vilja ef við göngum í ESB.
Opinn fundur fimmtudagskvöldið
Það er því ljóst að málflutningur andstæðinga aðildar Íslands að ESB vegna sjávarútvegsmála er ekki sterkur og snýst að stórum hluta um að vekja þjóðerniskenndan ótta við hið óþekkta. Það er talað í sleggjudómum og minnst á þorskastríðin og að auðlindin hverfi úr höndum þjóðarinnar og þar fram eftir götunum. En þegar betur er gáð þá sést í gegnum um svona málflutning og dæmir hann fyrst og fremst sig sjálfur.
Fimmtudagskvöldið 17. október kl. 20 verður haldinn opinn borgarafundur um Evrópumál í Bíóborginni. Þetta er síðasti fundur Samfylkingarinnar um þessi mikilvægu mál og er mikilvægt að sem flestir mæti. Þar verður m.a. rætt um sjávarútvegsmálin og mun m.a formaður Heimssýnar takast á við þau. Það eru allir velkomnir og eru góðar líkur að fundurinn verði líflegur og skemmtilegur enda er verið að fjalla um eina stærstu pólitísku spurningu samtímans.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning