Slæm hagstjórn og slæmur gjaldmiðill

Ég fór á Viðskiptaþing í gær ásamt 500 öðrum. Það var afar fróðlegt að hlusta á erlenda sérfræðinginn í ímyndarmálum, Simon Anholt en samkvæmt könnunum hans mælist ímynd Íslands frekar veikt. Ísland eru í 19. sæti af 39 þjóðum.

Það var einnig áhugavert að hlusta á Erlend Hjaltason formann Viðskiptaráðs. Erlendur taldi að núverandi ástand væri ótækt og það yrði heppilegast að ganga inn í Evrópusambandið ef menn vildu taka upp evruna.

En ég tók eftir því að Morgunblaðið vísar í dag í Erlend þar sem hann er sagður telja að innganga í Evrópusambandið yrði afturför fyrir íslenskt atvinnulíf vegna þess að hér ríkti meira frelsi í viðskiptalífinu heldur en víðast hvar í Evrópu. Í þessu sambandi er rétt að benda á Evrópusambandið er ekki eitt ríki. Það eru til ríki innan Evrópusambandsins sem búa við meira viðskipafrelsi en Ísland og það eru til aðildarríki sem búa við minna frelsi. Það er því undir viðkomandi ríki komið hvernig þessum málum er almennt séð háttað.

Reyndar er vert að rifja það upp reglulega að undirstaða þess frelsis sem nú ríkir á markaði á Ísland má rekja til Evrópusambandsins vegna EES-samningsins. Á þeim sviðum sem EES-samningurinn tekur ekki til hefur lítið sem ekkert færst í frjálsræðisátt og má þar nefna landbúnaðinn og sjávarútveginn.

Meðaltalsumræðan góða

Umræðan um meðaltal Evrópusambandsins verður þó oft ansi furðuleg, sérstaklega þegar menn leyfa sér að tala um að eitthvert eitt atvinnuleysishlutfall sé hjá öllu ríkjunum eða að það sé eitthvert eitt verðbólgustig ríkjandi þar. Auðvitað er atvinnuleysi mismunandi hvort sem litið er til Danmerkur, Írlands, Þýskalands eða Grikklands o.s.frv.

En í þessari umræðu heyrast stundum þær röksemdir að ekki sé skynsamlegt að ganga í ESB vegna skattastefnu Sambandsins. Það er hins vegar misskilningur að Evrópusambandið hafi einhverja sameiginlega skattastefnu. Þvert á móti eru aðildarríki ESB með mjög mismunandi reglur í skattamálum. T.d. hafa Hollendingar, Írar og jafnvel Danir farið sérstakar leiðir í þeim efnum í þeim tilgangi að höfða til erlendra fyrirtækja.

Hvað með að hafa góða hagstjórn og góðan gjaldmiðil

 Að lokum má benda á ályktun Erlends, formanns Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþinginu í gær, að hagstjórnin væri slæm hér á landi. En hann sagði einnig að það væri ekki auðveldara að búa við evru og slæma hagstjórn heldur en að búa við krónuna og slæma hagstjórn. Það er hins vegar eins og viðskiptalífið geri ekki sér ekki grein fyrir að hugsanlega er hægt að búa við góða hagstjórn og góðan gjaldmiðil. En kannski er það ekki furða að forsvarsmenn atvinnulífsins átti sig ekki á þessu þar sem hvorugt hefur verið til staðar hér á landi í svo langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband