Nebraska og New York

Það er alltaf tvennt sem vekur mig strax til umhugsunar þegar kemur að umræðunni um evruna. Hið fyrra er að andstæðingar evrunnar benda iðulega á að milli Íslands og ESB séu mismunandi hagsveiflur og því geti evran ekki virkað hér á landi. En heldur þetta fólk að það sé sama hagsveiflan í Finnlandi og Frakklandi eða í London og Glasgow eða í Nebraska og New York? Auðvitað ekki en hins vegar geta þessi svæði vel notað sama gjaldmiðlinn, ekki satt?

Síðara atriðið lýtur að umræðunni að Ísland verði að vera aðili að Evrópusambandinu til að geta tekið upp evruna því annars getum við ekki haft nein áhrif á peningamálastefnu sambandsins þar sem við værum fyrir utan allt batteríið. Varðandi þessa röksemd þá má benda fólki á að Seðlabanki Evrópu er algjörlega sjálfstæð stofnun sem tekur ekki fyrirmæli frá einstökum aðildarríkjum, hvorki smáum né stórum. Hvort sem evruvædd Ísland er í ESB eða ekki skipti engu varðandi möguleg áhrif okkar á ákvarðanir Seðlabanka Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband