Galin skipun í Hæstarétt

Skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Hæstarétt er hreint út sagt með ólíkindum. Ég held að þetta sé dropinn sem fyllir mælirinn. Nú er búið að koma yfirlýstum baráttumanni Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar í Hæstarétt, við hliðina á frændanum.
Þetta er maður sem er sífellt að taka flokkspólitíska afstöðu sem virkur þátttakandi í pólitísku ati. Þetta er maður sem notar lögfræði sína óspart til að réttlæta gjörðir sinna flokksfélaga. Þetta er maður sem treysti sér ekki til að vera í kjörstjórn vegna haturs síns á Ólafi Ragnari Grímssyni. Þetta er maður sem hefur líst efasemdum yfir félagslegum mannréttindum og talið að sönnunarbyrði í kynferðisafbrotum þurfi að herða.
Skikkja hlutleysis
Að sjálfsögðu hefur Jón Steinar rétt á því að hafa skoðanir og hann hefur valið sér þetta lífstarf sem hann gegnir. En það er hins vegar alveg ljóst að þessi maður hefur ekki tiltrú þjóðarinnar sem Hæstaréttardómari nema þröngrar flokkselítu Sjálfstæðisflokkins.

Jón Steinar getur ekki allt í einu kastað yfir sig skikkju hlutleysis eins og fortíðin sé gleymt. Hæstiréttur þarf einfaldlega að vera hafinn yfir allan vafa og tortryggni. Það er hins vegar fullt að fólki sem myndi ekki treysta Jóni Steinari í að dæma í sínum málum.
Undanfarið hefur borið á því að einstaklingar, aðallega fyrirverandi skjólstæðingar Jóns Steinars, rugli saman góðum verjanda annars vegar og hins vegar góðum Hæstaréttardómara. Jón Steinar getur vel verið hið fyrrnefnda en hann verður aldrei hið síðarnefnda.

Það er því algjörlega galið að skipa Jón Steinar í Hæstarétt og í raun sýnir það vel hvernig þessir herramenn, Geir Haarde og Björn Bjarnsson, fara með sitt vald.
Raða sínum mönnum í kerfið
Skipanir Sjálfstæðismanna í Hæstarétt sýna einnig vel hvernig Sjálfstæðismenn eru duglegir að koma sínum mönnum að í kerfinu. Þeir eru búnir að raða sínu liði í Ríkisútvarpið þar sem virkir Sjálfstæðismenn eru í stól útvarpstjóra, framkvæmastjóra og formanns útvarpsráð, sem m.a. sér um mannaráðingar fréttamanna.

Þeir eru búnir að raða sínum mönnum í Landssímann sem núna er allt í einu kominn í undarlegan leiðangur til að bjarga öðrum yfirlýstum Sjálfstæðismönum í Skjá einum. Á sama tíma sjáum við að ríkisstjórnvarpið er farið að auglýsa grimmt á Skjá einum.
Það er búið að verðlauna nokkra aðstoðarmenn stjórnarherranna með sendiherrastörfum en allt í í einu eru sendirherrarnir orðnir helmingi fleiri en eru sendiráð.

Og nú er komið að Hæstarétti. Sjálfstæðismnenn voru búnir að fullkomna samruna framkvæmdarvalds og löggjafaravalds. Nú er það dómsvaldið sem þeir leggja í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband