12.12.2005 | 08:04
Ósanngjörn skattastefna ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur í valdatíð sinni verið iðin við að halda því fram að skattastefna þeirra feli í sér skattalækkanir. Stjórnarliðar vilja minna ræða um það hvernig lægri skattar skila sér til almennings og hvað mismunandi hópar samfélagsins bera úr býtum. Þetta er hins vegar lykilatriði í skattapólitík, þ.e. hvernig lægri skattar koma til framkvæmda og hver markmiðin að baki þeim eru.
Staðreyndin er sú að millitekjufólk, oft á tíðum ungt fjölskyldufólk, og láglaunafólk finnur ekki mikið fyrir lægri skattheimtu ríkisins. Skattalækkunum ríkisstjórnarinnar er einfaldlega ekki beint að þessu fólki.
Lægri skattar skila sér hins vegar duglega til hinna efnameiri. Þessar lækkanir eru svo kostaðar með skerðingu á ýmsum greiðslum sem millitekju og láglaunafólki munar um. Það gleymist stundum í umræðu um skattamál að lægri skattar þýða minni tekjur ríkissins. Umfangsmiklar skattalækkanir hljóta því að einhverju marki að bitna á þjónustu ríkisins.
Barnabætur hafa lækkað
Ríkisstjórnin hefur t.d. skert barnabætur um rúma 10 milljarða króna þar sem að viðmiðunarfjárhæðir hafa ekki fylgt verðlagsþróun og einnig vegna tekjutengingar á barnabótum. Fjölskuldufólk fékk hærri barnabætur árið 1995 en það fær nú, auk þess sem að fleiri einstaklingar fengu þessar bætur greiddar þá en nú. Nú fá aðeins um 11,3% foreldra óskertar barnabætur. Sé litið til hjóna er þessi tala jafnvel enn lægri. Aðeins 3% hjóna fá óskertar barnabætur.
Hækkun barnabóta á undanfarið, sem kemur reyndar ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 2007, nær því ekki að hækka þær til jafns við það sem þær voru fyrir aðgerðir þessarar ríkisstjórnar. Reyndar nemur hækkunin aðeins um fjórðungi af þeirri upphæð sem barnafólk hefur misst undanfarinn áratug. Þetta sést á því að ef raungildi barnabóta hefði haldist óbreytt frá því sem það var þegar ríkisstjórnin tók við völdum 1995 hefði fjölskyldufólk fengið um 10 milljörðum meira í sinn hlut en það hefur fengið.
Markmið barnabóta hlýtur að vera að létta undir með fólki sem er að stofna fjölskyldur og með tímabundið þungar fjárhagsskuldbindingar. Nú er hins vegar svo komið að mikill minnihluti fjölskyldufólks fær óskertar barnabætur, en það er varla í samræmi við markmiðið um að fjölskyldur landsins fái fjárhagslega aðstoð á þeim tíma þegar að útgjöld heimila eru hærri en á öðrum tímabilum ævinnar.
Hjón greiða hærra hlutfall tekna í tekjuskatt
Hin rétta mynd í skattamálum er önnur en ríkisstjórnin vill sýna. Skattbyrði einstaklinga hefur aukist á Íslandi. Skattbyrðin hefur aukist mest hérlendis af öllum ríkjum OECD frá 1990 fyrir utan eitt land, Grikkland. Yfirgnæfandi meirihluti hjóna og sambúðarfólks (95%) og 75% einstaklinga greiðir hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en það gerði 1995. Ástæðan er sú að jafnvel þó að skattprósentan sé lægri þá dugar það ekki til, þar sem skattfrelsismörkin hafa ekki fylgt þróun launa eða verðlaugs. Niðurstaðan er að fólk borgar skatt af stærri hluta launa sinna en það gerði áður.
Það er einfaldlega rangt að aukin skattbyrði sé tilkomin vegna aukins kaupmáttar og launahækkana eins og oft heyrist úr herbúðum stjórnarinnar. Enda hefur aukning kaupmáttar ekki alltaf haft í för með sér sjálfkrafa þyngingu á skattbyrði. Það gerðist fyrst eftir að rofin voru tengsl persónuafsláttar og vísitölu árið 1995. Þá fór skattbyrðin að haldast í hendur við launahækkanir, vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Slæmar afleiðingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar
Þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað munu kosta ríkissjóð 39 milljarða á þremur árum. Lítill hluti þessara lækkana fer til millitekju og láglaunafólks. Eftir þrjú ár þá hafa skattalækkanirnar í för með sér 22 milljarða króna kostnað á ríkissjóð á ári.
Fyrirhugaðar tekjuskattslækkanir ríkisstjórnarinnar í ár færa grunnskólakennara með meðallaun u.þ.b 1.900 kr. í skattalækkun á þessu ári sem nægir rúmlega fyrir einum bleyjupakka á mánuði. Einstaklingur með milljón á mánuði fá hins vegar um 23.000 kr. í skattalækkun mánaðarlega eða eina utanlandsferð í hverjum mánuði. Það væri miklu réttlátara að lækka matarskattinn fyrir sömu fjárhæð en það myndi koma öllum til góða, ekki síst millistéttinni.
Það er hins vegar óumdeilt að ákveðnir hópar í samfélaginu hafa borið lægri skatta úr býtum, það er segja þeir sem mestar hafa tekjur. Millitekju og láglaunafólk hefur ekki notið góðs af þessum skattalækkunum. Þetta fólk fær hins vegar að súpa seyðið af afleiðingum skattalækkana í formi skertra barnabóta, hækkandi komugjalda í heilbrigðiskerfinu, auk þess sem að tryggingargjöld eru hærri en áður, vaxtabætur hafa skerst, lyfjakostnaður aukist og ýmis þjónustugjöld hafa hækkað.
Hin rétta mynd af skattalækkunum ríkisstjórnarinnar er sú að skattbyrði einstaklinga hefur aukist og áður óþekkt skattheimta á láglaunafólk, og meira að segja bótaþega, er orðin að veruleika.
Staðreyndin er sú að millitekjufólk, oft á tíðum ungt fjölskyldufólk, og láglaunafólk finnur ekki mikið fyrir lægri skattheimtu ríkisins. Skattalækkunum ríkisstjórnarinnar er einfaldlega ekki beint að þessu fólki.
Lægri skattar skila sér hins vegar duglega til hinna efnameiri. Þessar lækkanir eru svo kostaðar með skerðingu á ýmsum greiðslum sem millitekju og láglaunafólki munar um. Það gleymist stundum í umræðu um skattamál að lægri skattar þýða minni tekjur ríkissins. Umfangsmiklar skattalækkanir hljóta því að einhverju marki að bitna á þjónustu ríkisins.
Barnabætur hafa lækkað
Ríkisstjórnin hefur t.d. skert barnabætur um rúma 10 milljarða króna þar sem að viðmiðunarfjárhæðir hafa ekki fylgt verðlagsþróun og einnig vegna tekjutengingar á barnabótum. Fjölskuldufólk fékk hærri barnabætur árið 1995 en það fær nú, auk þess sem að fleiri einstaklingar fengu þessar bætur greiddar þá en nú. Nú fá aðeins um 11,3% foreldra óskertar barnabætur. Sé litið til hjóna er þessi tala jafnvel enn lægri. Aðeins 3% hjóna fá óskertar barnabætur.
Hækkun barnabóta á undanfarið, sem kemur reyndar ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 2007, nær því ekki að hækka þær til jafns við það sem þær voru fyrir aðgerðir þessarar ríkisstjórnar. Reyndar nemur hækkunin aðeins um fjórðungi af þeirri upphæð sem barnafólk hefur misst undanfarinn áratug. Þetta sést á því að ef raungildi barnabóta hefði haldist óbreytt frá því sem það var þegar ríkisstjórnin tók við völdum 1995 hefði fjölskyldufólk fengið um 10 milljörðum meira í sinn hlut en það hefur fengið.
Markmið barnabóta hlýtur að vera að létta undir með fólki sem er að stofna fjölskyldur og með tímabundið þungar fjárhagsskuldbindingar. Nú er hins vegar svo komið að mikill minnihluti fjölskyldufólks fær óskertar barnabætur, en það er varla í samræmi við markmiðið um að fjölskyldur landsins fái fjárhagslega aðstoð á þeim tíma þegar að útgjöld heimila eru hærri en á öðrum tímabilum ævinnar.
Hjón greiða hærra hlutfall tekna í tekjuskatt
Hin rétta mynd í skattamálum er önnur en ríkisstjórnin vill sýna. Skattbyrði einstaklinga hefur aukist á Íslandi. Skattbyrðin hefur aukist mest hérlendis af öllum ríkjum OECD frá 1990 fyrir utan eitt land, Grikkland. Yfirgnæfandi meirihluti hjóna og sambúðarfólks (95%) og 75% einstaklinga greiðir hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en það gerði 1995. Ástæðan er sú að jafnvel þó að skattprósentan sé lægri þá dugar það ekki til, þar sem skattfrelsismörkin hafa ekki fylgt þróun launa eða verðlaugs. Niðurstaðan er að fólk borgar skatt af stærri hluta launa sinna en það gerði áður.
Það er einfaldlega rangt að aukin skattbyrði sé tilkomin vegna aukins kaupmáttar og launahækkana eins og oft heyrist úr herbúðum stjórnarinnar. Enda hefur aukning kaupmáttar ekki alltaf haft í för með sér sjálfkrafa þyngingu á skattbyrði. Það gerðist fyrst eftir að rofin voru tengsl persónuafsláttar og vísitölu árið 1995. Þá fór skattbyrðin að haldast í hendur við launahækkanir, vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Slæmar afleiðingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar
Þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað munu kosta ríkissjóð 39 milljarða á þremur árum. Lítill hluti þessara lækkana fer til millitekju og láglaunafólks. Eftir þrjú ár þá hafa skattalækkanirnar í för með sér 22 milljarða króna kostnað á ríkissjóð á ári.
Fyrirhugaðar tekjuskattslækkanir ríkisstjórnarinnar í ár færa grunnskólakennara með meðallaun u.þ.b 1.900 kr. í skattalækkun á þessu ári sem nægir rúmlega fyrir einum bleyjupakka á mánuði. Einstaklingur með milljón á mánuði fá hins vegar um 23.000 kr. í skattalækkun mánaðarlega eða eina utanlandsferð í hverjum mánuði. Það væri miklu réttlátara að lækka matarskattinn fyrir sömu fjárhæð en það myndi koma öllum til góða, ekki síst millistéttinni.
Það er hins vegar óumdeilt að ákveðnir hópar í samfélaginu hafa borið lægri skatta úr býtum, það er segja þeir sem mestar hafa tekjur. Millitekju og láglaunafólk hefur ekki notið góðs af þessum skattalækkunum. Þetta fólk fær hins vegar að súpa seyðið af afleiðingum skattalækkana í formi skertra barnabóta, hækkandi komugjalda í heilbrigðiskerfinu, auk þess sem að tryggingargjöld eru hærri en áður, vaxtabætur hafa skerst, lyfjakostnaður aukist og ýmis þjónustugjöld hafa hækkað.
Hin rétta mynd af skattalækkunum ríkisstjórnarinnar er sú að skattbyrði einstaklinga hefur aukist og áður óþekkt skattheimta á láglaunafólk, og meira að segja bótaþega, er orðin að veruleika.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning