Rafræn sjúkraskrá verði að veruleika

Það er hægt að ræða, og deila, endalaust um heilbrigðismál á Íslands enda mjög víðtækur málaflokkur sem tekur til sín stærstan hluta ríkisútgjalda. Hins vegar er eitt mál sem nánast allir í heilbrigðiskerfinu eru sammála um. Það er um nauðsyn þess á að koma á rafrænni sjúkraskrá. Rafræn sjúkraskrá hefur verið nefnd stærsta hagsmunamál íslensks heilbrigðiskerfis.

Kostir rafrænnar sjúkraskrár eru ótvíræðir. Slík skrá eykur öryggi sjúklinga til muna, dregur úr tvíverknaði, tryggir upplýsingaflæði og stuðlar að skilvirkni og sparnaði.

Sjúklingar fengju með henni betri þjónustu og læknar hefðu aðgang að betri upplýsingum á einum stað. Rafræn og samræmd sjúkraskrá er mikilvægt öryggisatriði ásamt því að auðvelda alla vinnslu og varðveislu upplýsinga. Rafræn sjúkraskrá myndi því borga sig upp á skömmum tíma, m.a. vegna fækkun mistaka og aukinnar hagkvæmni.
Ljúkum við verkið
Tryggja verður nægjanlegt fjármagn í gerð slíkrar rafrænnar sjúkraskrár í þágu alls heilbrigðiskerfisins, jafnt á sjúkrastofnunum sem og á heilsugæslustöðvum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Sömuleiðis þarf að tryggja samtengingu rafrænna kerfa í heilbrigðiskerfinu í heild sinni.

Ákveðin skref hafa verið tekin í þessa átt en nú er tími til kominn til að spýta í lófana hvað þetta varðar. Fjölmargir þingmenn og fagaðilar hafa ítrekað kallað eftir gerð rafrænnar sjúkraskrár. Nágrannaþjóðir okkar eru komnar talsvert á undan okkur að þessu leyti.

Rafræn sjúkraskrá er vitaskuld stórt og dýrt verkefni upp á 1-2 milljarða króna sem myndi hins vegar margborga sig á mjög skömmum tíma. Leggjumst öll á eitt og fjárfestum í okkar eigin öryggi með rafrænni sjúkraskrá og rafrænu upplýsingaflæði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband