Davíð bankar í Geir

Ummæli Davíðs Oddssonar við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær voru mjög athyglisverð. Það var einkum tvennt sem vakti athygli mína. Í fyrsta lagi virtist hann gefa mjög lítið fyrir hagstjórn ríkisstjórnarinnar. Hann var raunar nokkuð beinskeyttur um þetta atriði og taldi að ríkisstjórnin hefði dregið úr framkvæmdum of snemma. Í þessum ummælum mátti lesa hörð skot Davíðs Oddssonar á hagstjórnarhæfileika Geirs H. Haarde. Og nú er fjármálaráðherrann búinn að blanda sér í umræðuna og mótmælir orðum Seðlabankastjórans með máttlausum hætti.

Í öðru lagi varaði Seðlabankastjórinn og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks við að lækka skatt á þessum tímapunkti þegar þensla ríkir. Þarna er forsætisráðherrann fyrrverandi skemmtilega ósamkvæmur sjálfum sér, því þegar seðlabankastjórinn var forsætisráðherra svaraði hann því jafnan til þegar bent var á ókosti þess að lækka skatta á þenslutímum að almenningi væri best treystandi til að fara með fjármuni sína. Í öðru embætti hefur sami maður allt aðra skoðun.

Það er reyndar allt að því fyndið til þess að hugsa að seðlabankastjórinn sé kominn í þá sérstöku aðstöðu að gagnrýna nú tímasetningar á skattalækkunum sem hann sjálfur studdi þegar hann var í stjórnmálum.

Það heyrist svo hvíslað að sennilega sé seðlabankastjórinn sé með þessu að nota kærkomið tækifæri til að banka duglega í Geir Haarde forsætisráðherra og framgöngu hans og hans manna í prófkjörinu um síðustu helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband