Lagði fram frumvarp sem kæmi að notum við meðferð hlerunarmálanna

Í gær lagði ég ásamt félögum í þingflokki Samfylkingarinnar fram frumvarp um óháðar rannsóknarnefndir. Það er að mínu mati mikil þörf fyrir úrræði sem þetta í íslenskum rétti og sú þörf hefur komið berlega í ljós í umræðum um hlerunarmálin svokölluðu. Slík úrræði má finna í flestum nágrannaríkjum okkar. Reglulega koma upp mál í íslensku samfélagi sem eru þess eðlis að þau kalla á einhvers konar rannsókn. Meðal mála sem má nefna auk hlerunarmálanna, eru aðdragandinn að stuðningi íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, einkavæðing bankanna, fangaflugið, Baugsmálið, meðferð á meðlimum Falun Gong hérlendis o.fl.
Írakstríðið, fangaflug og einkavæðing bankanna
Með frumvarpinu er verið að leggja til nýtt og haldgott úrræði sem ætti að leiða til opnara samfélags og fela í sér að umdeild mál verði rannsökuð af óháðri rannsóknarnefnd. Það blasir sömuleiðis við hversu kjánalegt það er að ætla að ákveða málsmeðferð í tengslum við tiltekin mál og það býður hættunni heim á að ólík mál fái mismunandi meðferð, eftir því sem valdhöfum þóknast á hverjum tíma. Þess vegna er að mínu mati mjög brýnt að búa til raunhæfa leið til að fara með faglegum og málefnalegum hætti yfir grundvallarmál sem varða almannahagsmuni og kunna að koma upp og þarf að fá botn í.
Rannsóknarnefnd í Hafskipsmálinu 1985
Í frumvarpi mínu er gert ráð fyrir að Alþingi ákveði skipun nefndarinnar en að Hæstiréttur velji nefndarmenn. Þannig var hátturinn hafður á þegar lög voru sett um rannsóknarnefnd í Hafskipsmálinu árið 1985. Í frumvarpinu eru sömuleiðis nákvæmar málsmeðferðarreglur, m.a. um skýrslutökur, vitnaskyldu og réttarstöðu aðila.
Frumvarpið í heild sinni má sjá á http://www.althingi.is/altext/133/s/0324.html

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband