Sóknarfæri Samfylkingar blasa við

Evrópukosning Samfylkingar stendur nú yfir. Flokksmenn Samfylkingarinnar fá með henni tækifæri til að kjósa um stefnu flokksins í máli sem hlýtur að teljast ein stærsta pólitíska spurning samtímans. Mikilvægt er að flokksmenn taki þátt í kosningunni og sýni það að þeir kunni að meta þá lýðræðislegu leið sem boðið er upp á. Flokksmenn fá með beinum hætti að móta stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálunum.
Lýðræðislegt starf Samfylkingarinnar og stefna flokksins vinnur stöðugt á meðal þjóðarinnar. Flokkurinn mælist nú stærri en í langan tíma í skoðanakönnunum og er stöðugt að styrkja sig, öfugt við það sem margir hafa spáð.
Næststærsti flokkurinn
Samfylkingin er nú næststærsti flokkur landsins og er næstum því jafnstór og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn til samans. Ljóst er að Samfylkingin er verulega að styrkja sig í sessi. Þrátt fyrir ungan aldur sýndi flokkurinn það í sveitastjórnarkosningunum og sannaði þvert ofan í hrakspár andstæðinga að Samfylkingin er sterkur flokkur og raunar eina alvöru mótstöðuaflið við Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnakosningarnar bera vitni um sterka stöðu og þær minna jafnframt á það það eru niðurstöður kosninga sem skipta máli en ekki tölur skoðanakannana. Vinstri hreyfingin grænt framboð hafði þannig um langan tíma mælst með mun meira fylgi en kjörkassarnir skiluðu í sveitarstjórnarkosningunum.
Nýtum prófkjörin til endurnýjunar
Kosningaveturinn verður án efa spennandi og það verður án efa tekist harkalega á í vetur. Nái Samfylkingin að halda rétt á spilunum í vetur ætti niðurstaða kosninganna í vor að geta orðið félagshyggjufólki að skapi. Í Reykjavík höfnuðu borgarbúar í vor innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins með afdráttarlausum hætti.
Nú eru framundan prófkjör um allt land hjá Samfylkingunni. Það er óskandi að Samfylkingin nýti þau tækifæri sem felast í slíkum kosningum og gangi í gegnum nauðsynlega endurnýjun sem gerir góðan flokk betri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband