Að hengja bakara fyrir smið

Sunnudagsviðtal Evu Maríu í Kastljósinu fór vel af stað og viðtal hennar við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra var fróðlegt og áheyrilegt. Gamli flokksformaðurinn gat augljóslega ekki setið á sér og er því kominn í nettan pólitískan hasar á nýja leik. Hann um það. En ummæli Davíðs Oddssonar um dómstóla landsins vöktu einna helst athygli mína. Sér í lagi þau ummæli hans að dómskerfi landsins sé vanmáttugt og það sé slæmt ef íslenska dómskerfið ráði aðeins við smámál á borð við gæsluvarðhald og innbrot í sjoppur en ekki stórmál eins og Baugsmálið og málverkafölsunarmálið.
Hér virðist formaðurinn fyrrverandi vera farinn að gleyma sinni lögfræði. Gagnrýnin ætti ekki að beinast að dómstólunum heldur að ákæruvaldinu. Það eru mál ríkislögreglustjóraembættisins sem hefur ítrekað verið vísað frá dómi vegna þess að þau hafa ekki þótt tæk til meðferðar. Það gilda ákveðnar reglur um það hvernig ákærur skulu t.d. settar fram sem ákæruvaldið verður að fylgja en á því hefur verið misbrestur með þeim afleiðingum að dómstólarnir hafa þurft að vísa málum frá dómi.
Fjármunum skattborgara hefur verið sóað í Baugsmálinu og í málverkafölsunarmálinu svokallaða því að á meðferð ákæruvaldsins hafa verið slíkir annmarkar að dómstólarnir hafa ekki getað tekið mál til efnislegrar meðferðar. Þar liggur hundurinn grafinn. Sú staðreynd er til þess fallin að skapa vantraust á ákæruvaldinu sem ber ábyrgðina á málalokum þessara stóru mála. Ég er forsætisráðherranum fyrrverandi sammála um það að málalokin eru til þess fallin að skapa vantraust, en ekki á dómstólunum heldur á ákæruvaldinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband