Stærsta spurningin

Í gær tók dálkahöfundur hjá Jyllands-Posten viðtal við mig um Evrópumálin. Hans nálgun var fyrst og fremst út frá hagsmunum Norðurlandanna og ég gerði mitt besta til að lýsa minni skoðun á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég hef lengi verið sannfærður Evrópusinni og tel tækifærin innan sambandsins vera óteljandi, ekki síst fyrir íslensk fyrirtæki og neytendur en ekki síst fyrir íslenska námsmenn. Oft verður umræðan um Evrópumál ansi sérkennileg á Íslandi. Fyrir nokkrum árum, þegar vel áraði í íslensku efnahagslífi, var sagt að þá væri ekki rétti tíminn til að sækja um aðild þar sem okkar vegnaði svo vel fyrir utan sambandið.
Hvenær er réttur tími?
Síðan þegar verr gengur í efnahagslífinu, eins og núna, þá segja sömu menn að þetta sé einnig ómögulegur tími fyrir inngöngu þar sem við þurfum að halda í hagstjórnartæki íslensku krónunnar o.s.frv. Fyrir þetta fólk er aldrei rétti tíminn til að sækja um aðild.
Þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu þá þurfum við að hugsa langt fram í tímann og talsvert lengra en til næstu hagsveiflu. Aðild að sambandinu er einfaldlega í þágu almannahag, hvort sem litið er til aukinna erlendra fjárfestinga á Íslandi, lægra matvælaverðs, aukinna áhrifa, aukins aðhalds í ríkisfjármálum eða jafnvel til lægri skólagjalda á meginlandinu.
Evrópumálin í kosningabaráttunni
Ég vona svo sannarlega að Evrópumálin verði áberandi í komandi kosningabaráttu. Það er ekki einungis vegna þess að spurningin um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu er ein stærsta pólitíska spurning samtímans heldur snýst þessi spurning um grundvallaratriði.
Hún snýst í mínum huga um hvort Íslendingar vilji taka virkan þátt í samstarfi Evrópuþjóða með öllum þeim skyldum og rétttindum sem því fylgja. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafi kosið sér þennan vettvang til samstarfs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband