Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2006
20.1.2006 | 15:51
Skattbyrðin eykst á valdatíma ríkisstjórnarinnar
Það er alveg með ólíkindum hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru iðnir við að berja höfðinu við steininn þegar kemur að skattamálum.
Það er alveg óumdeilt að skattbyrði einstaklinga hefur þyngst á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta viðurkenna stjórnarliðar venjulega í fjórðu aukasetningu en bæta því við að það sé einfaldlega eðlilegt og óhjákvæmilegt. Það er hins vegar rangt. Það er vel hægt að létta skattbyrði af viðkomandi einstaklingum þótt tekjur hans hækki. T.d. mætti gera það með því að hækka skattleysismörkin. Skattleysismörkin hafa nefnilega setið eftir í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Launahækkun þarf ekki að þýða aukna skattbyrði
Þegar stjórnarflokkarnir halda því fram að aukin skattbyrði sé vegna kaupmáttaraukningar og launahækkana þá má vísa til þess að aukning kaupmáttar á árum áður þýddi ekki sjálfkrafa þyngingu á skattbyrði. Þannig nutu landsmenn mikilla kaupmáttaraukningar bæði upp úr 1970 og aftur 1986 og 1987 án þess að skattbyrðin ryki upp. Það er fyrst eftir að tenging persónuafsláttar og vísitölu var rofin 1995 sem skattbyrði tók að rjúka upp samfara launahækkunum.
Samkvæmt tölum OECD hefur skattbyrði einstaklinga hvergi aukist jafnmikið og á Íslandi frá árinu 1990 að Grikklandi undanskildu. Og skattbyrðin hefur aukist mest hjá tekjulægstu hópunum og millitekjufólkinu.
Tölur ráðherrans staðfesta aukna skattbyrði
Jafnvel í svari sjálfs fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar kemur fram svart á hvítu að skattbyrði allra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2002 að einum hópi undanskildum. Það eru þeir 10% einstaklinga sem hafa hæstu tekjurnar. Skattbyrði þess eina hóps hefur minnkað.
Um 95% hjóna og sambúðarfólks og 75% einstaklinga greiða nú hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en árið 1995 þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þetta var staðfest í skriflegu svari þáverandi fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar og tekur til áranna 1995-2002. Þáverandi fjármálaráðherra virtist vera ósáttur við sitt eigið svar og jafnvel ósammála sínum eigin tölum. Spurningar þingmannsins sagði hann að hefðu verið lymskufullar þegar blaðamaður spurði hann efnislega hvort hann tryði þeim ekki.
Tvöföldun á skattgreiðslum til ríkisins
Í annarri fyrirspurn kemur síðan fram í svari fjármálaráðherra að skattgreiðslur einstaklinga til ríkisins (tekjuskattur, hátekjuskattur og eignarskattur) voru á föstu verðlagi ársins 2003 um 37 milljarðar kr. árið 1995 en voru orðnar 66 milljarða kr. árið 2003. Þær höfðu næstum tvöfaldast á valdatímabili þessarar ríkisstjórnar.
Þetta eru allt saman hins vegar allt tölur frá fjármálaráðherranum sjálfum og því engin ástæða til að tortryggja þær.
Í þessari umræðu er skattbyrði lykilhugtakið en það er sá hluti tekna sem er greiddur í skatt. Skattbyrði einstaklinga hefur aukist hvernig sem litið er á það þrátt fyrir lækkun á prósentuhlutfalli tekjuskattsins.
Það er alveg óumdeilt að skattbyrði einstaklinga hefur þyngst á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta viðurkenna stjórnarliðar venjulega í fjórðu aukasetningu en bæta því við að það sé einfaldlega eðlilegt og óhjákvæmilegt. Það er hins vegar rangt. Það er vel hægt að létta skattbyrði af viðkomandi einstaklingum þótt tekjur hans hækki. T.d. mætti gera það með því að hækka skattleysismörkin. Skattleysismörkin hafa nefnilega setið eftir í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Launahækkun þarf ekki að þýða aukna skattbyrði
Þegar stjórnarflokkarnir halda því fram að aukin skattbyrði sé vegna kaupmáttaraukningar og launahækkana þá má vísa til þess að aukning kaupmáttar á árum áður þýddi ekki sjálfkrafa þyngingu á skattbyrði. Þannig nutu landsmenn mikilla kaupmáttaraukningar bæði upp úr 1970 og aftur 1986 og 1987 án þess að skattbyrðin ryki upp. Það er fyrst eftir að tenging persónuafsláttar og vísitölu var rofin 1995 sem skattbyrði tók að rjúka upp samfara launahækkunum.
Samkvæmt tölum OECD hefur skattbyrði einstaklinga hvergi aukist jafnmikið og á Íslandi frá árinu 1990 að Grikklandi undanskildu. Og skattbyrðin hefur aukist mest hjá tekjulægstu hópunum og millitekjufólkinu.
Tölur ráðherrans staðfesta aukna skattbyrði
Jafnvel í svari sjálfs fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar kemur fram svart á hvítu að skattbyrði allra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2002 að einum hópi undanskildum. Það eru þeir 10% einstaklinga sem hafa hæstu tekjurnar. Skattbyrði þess eina hóps hefur minnkað.
Um 95% hjóna og sambúðarfólks og 75% einstaklinga greiða nú hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en árið 1995 þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þetta var staðfest í skriflegu svari þáverandi fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar og tekur til áranna 1995-2002. Þáverandi fjármálaráðherra virtist vera ósáttur við sitt eigið svar og jafnvel ósammála sínum eigin tölum. Spurningar þingmannsins sagði hann að hefðu verið lymskufullar þegar blaðamaður spurði hann efnislega hvort hann tryði þeim ekki.
Tvöföldun á skattgreiðslum til ríkisins
Í annarri fyrirspurn kemur síðan fram í svari fjármálaráðherra að skattgreiðslur einstaklinga til ríkisins (tekjuskattur, hátekjuskattur og eignarskattur) voru á föstu verðlagi ársins 2003 um 37 milljarðar kr. árið 1995 en voru orðnar 66 milljarða kr. árið 2003. Þær höfðu næstum tvöfaldast á valdatímabili þessarar ríkisstjórnar.
Þetta eru allt saman hins vegar allt tölur frá fjármálaráðherranum sjálfum og því engin ástæða til að tortryggja þær.
Í þessari umræðu er skattbyrði lykilhugtakið en það er sá hluti tekna sem er greiddur í skatt. Skattbyrði einstaklinga hefur aukist hvernig sem litið er á það þrátt fyrir lækkun á prósentuhlutfalli tekjuskattsins.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2006 | 10:25
Af hverju er matvælaverð svo hátt?
Undanfarin misseri hefur Samfylkingin verið í fararbroddi í umræðu um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að stuðla að því að matvælaverð lækki hérlendis og ítrekað lagt fram þingmál á Alþingi sem lúta að lækkun matvælaverðs.
Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar fellt þær tillögur. Nýjustu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við háu matvælaverði eru svo þau að skipa nefnd til þess að kanna matvælaverðið!
Mesta hækkunin á Íslandi frá 1995
Fjölmargar skýrslur og úttektir á orsökum hás matvælaverðs á Íslandi liggja hins vegar fyrir. Samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar frá árinu 2001 hækkaði matvælaverð á Íslandi mest af öllum Norðurlöndunum frá árinu 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum.
Það var svo að frumkvæði þingmanna Samfylkingarinnar að Hagstofa Íslands gerði skýrslu um samanburð á matvælaverði milli Íslands og ríkja Evrópu árið 2002. Í skýrslunni kemur fram að matvælaverð á Íslandi er að meðaltali um 50% hærra en í ESB ríkjunum og talsvert hærra en í hinum Norðurlöndunum. Öllum má vera ljóst að almenning munar um þessar upphæðir.
Í skýrslunni er einnig greint frá því að að ríkidæmi þjóða útskýrir ekki að öllu leyti þennan mikla verðmun, enda eru margar af þessum samanburðarþjóðum ríkari þjóðir en Ísland.
Orsakir hás matvælaverðs ljósar
Í svörum þriggja ráðherra við fyrirspurnum þingmanna Samfylkingarinnar síðastliðinn vetur kom fram að ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum sem er að finna í skýrslunni um leiðir til lækkunar á matvælaverði. Í skýrslu frá Samkeppniseftirlitinu frá 2005 kemur fram að matvælaverð er 42% hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Þar kemur fram að orsakir hins geysiháa matvælaverðs hér á landi sé ekki hægt að rekja til hærri flutningskostnaðar nema að litlu leyti.
Einnig má benda á gagnlega skýrslu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar og á skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál um orsakir á háu matvælaverði ásamt fjölmörgum könnunum Neytendasamtakanna. Það er því ljóst að verðmunurinn og ástæður hans hafa verið rækilega kannaðar af ýmsum fagaðilum.
Enn ein nefndin
Það blasir því við að það er algjörlega óþarft hjá ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að kanna matvælaverð hérlendis. Ítarlegar skýrslur og gögn um hið háa matvælaverð liggja nú þegar fyrir. Enn ein nefndin er ekki lausnin. Það vantar einfaldlega aðgerðir.
Leiðirnar sem unnt er að fara til þess að stuðla að lægra matvælaverði liggja sömuleiðis nú þegar fyrir og virðast öllum ljósar nema ríkisstjórnarflokkunum, sem nú vilja setja vandamálið í nefnd.
Ef ríkisstjórnin hefur áhuga á því að stuðla að lægra matvælaverði ætti hún að endurskoða vörugjöld og tolla, lækka virðisaukaskatt af matvælum, auka samkeppniseftirlit og draga úr innflutningshömlum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar valið aðra leið. Hún skipaði nefnd.
Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar fellt þær tillögur. Nýjustu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við háu matvælaverði eru svo þau að skipa nefnd til þess að kanna matvælaverðið!
Mesta hækkunin á Íslandi frá 1995
Fjölmargar skýrslur og úttektir á orsökum hás matvælaverðs á Íslandi liggja hins vegar fyrir. Samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar frá árinu 2001 hækkaði matvælaverð á Íslandi mest af öllum Norðurlöndunum frá árinu 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum.
Það var svo að frumkvæði þingmanna Samfylkingarinnar að Hagstofa Íslands gerði skýrslu um samanburð á matvælaverði milli Íslands og ríkja Evrópu árið 2002. Í skýrslunni kemur fram að matvælaverð á Íslandi er að meðaltali um 50% hærra en í ESB ríkjunum og talsvert hærra en í hinum Norðurlöndunum. Öllum má vera ljóst að almenning munar um þessar upphæðir.
Í skýrslunni er einnig greint frá því að að ríkidæmi þjóða útskýrir ekki að öllu leyti þennan mikla verðmun, enda eru margar af þessum samanburðarþjóðum ríkari þjóðir en Ísland.
Orsakir hás matvælaverðs ljósar
Í svörum þriggja ráðherra við fyrirspurnum þingmanna Samfylkingarinnar síðastliðinn vetur kom fram að ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum sem er að finna í skýrslunni um leiðir til lækkunar á matvælaverði. Í skýrslu frá Samkeppniseftirlitinu frá 2005 kemur fram að matvælaverð er 42% hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Þar kemur fram að orsakir hins geysiháa matvælaverðs hér á landi sé ekki hægt að rekja til hærri flutningskostnaðar nema að litlu leyti.
Einnig má benda á gagnlega skýrslu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar og á skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál um orsakir á háu matvælaverði ásamt fjölmörgum könnunum Neytendasamtakanna. Það er því ljóst að verðmunurinn og ástæður hans hafa verið rækilega kannaðar af ýmsum fagaðilum.
Enn ein nefndin
Það blasir því við að það er algjörlega óþarft hjá ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að kanna matvælaverð hérlendis. Ítarlegar skýrslur og gögn um hið háa matvælaverð liggja nú þegar fyrir. Enn ein nefndin er ekki lausnin. Það vantar einfaldlega aðgerðir.
Leiðirnar sem unnt er að fara til þess að stuðla að lægra matvælaverði liggja sömuleiðis nú þegar fyrir og virðast öllum ljósar nema ríkisstjórnarflokkunum, sem nú vilja setja vandamálið í nefnd.
Ef ríkisstjórnin hefur áhuga á því að stuðla að lægra matvælaverði ætti hún að endurskoða vörugjöld og tolla, lækka virðisaukaskatt af matvælum, auka samkeppniseftirlit og draga úr innflutningshömlum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar valið aðra leið. Hún skipaði nefnd.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2006 | 14:55
Viðskiptalífið hagnast á aðild að ESB
Það hefur ekki farið mikið fyrir umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að undanförnu. Þó er þessi spurning ein mikilvægasta spurning samtímans. Ég er sannfærður um að með aðild Íslands að Evrópusambandinu munu lífskjör á Íslandi batna til muna.
Í þessu greinakorni ætla ég eingöngu að fjalla um áhrif aðildar á íslenskt viðskiptalíf en áhrifin á fullveldið, fiskinn, landbúnaðinn og landsbyggðina má finna í öðrum greinum mínum (sjá s.s. /default.asp?news_id=2691,
/default.asp?news_id=4034,
/default.asp?news_id=4042 og
/default.asp?news_id=2243).
ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi
ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi, með um 15% alls innflutnings í heiminum og um 16% útflutnings og er það hærra hlutfall en Bandaríkin hafa. ESB er með um 20% af vöruviðskiptum heimsins en Bandaríkin eru með 16% og Japan er með 9%.
ESB er með um 25% af útflutningi þjónustu en til samanburðar má nefna að Bandaríkin eru með 19% og Japan er með 9%. Í ESB eru 25 ríki og um 500 milljónir íbúa. Slíkt veitir evrópskum fyrirtækjum innan ESB yfirburðasamningsstöðu gagnvart öðrum ríkjum. Um 60% af útflutningi og 58% innflutnings Íslands kemur frá og fer til markaða innan Evrópusambandsins. 66% af útflutningi Íslendinga fer til ríkja EES og 70% innflutnings er frá EES ríkjum.
Með þátttöku í ESB yrðu Evrópusambandslöndin að heimamarkaði íslenskra fyrirtækja. Viðskipti milli Íslands og ESB yrðu jafneinföld og viðskipti milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Ísland yrði hluti af sterkustu viðskiptablokk heims og myndi taka þátt í að móta viðskiptastefnu hennar.
Matvælaverð myndi lækka við aðild
ESB er tollabandalag. Í því felst að engir tollar eru í viðskiptum milli ríkjanna, vöruflæði milli þeirra er frjálst og tollgæsla á sér ekki stað á innri landamærum þó svo að eftirlit vegna t.d. fíkniefnaleitar haldi áfram. Allir tollar milli Íslands og annarra ESB ríkja myndu falla niður. Þetta hefði í för með sér gífurlegt hagræði fyrir íslenska inn- og útflytjendur og sparnað fyrir tollayfirvöld. Jafnframt myndu viðskipti milli ESB ríkja og Íslands stóraukast.
Verð til neytenda myndi stórlega lækka og yrði almenningur fljótt vart við lægra verð á matarkörfunni þar sem verð á nauðsynjavörum er um 40-70% lægra í nágrannaríkjum okkar í ESB. Þegar Svíar og Finnar urðu aðilar að ESB árið 1995 lækkaði matvælaverð í löndunum tveimur til muna.
Erlendar fjárfestingar ykjust
Fjárfesting útlendinga í íslenska hagkerfinu er ein sú minnsta í allri Evrópu enda eru útlendingar tregir að fjárfesta hér á landi vegna þess að við erum ekki í ESB. Öll viðskipti myndu einfaldlega blómstra við aðild Íslands að ESB enda er megintilgangur ESB að auka viðskipti og auðvelda þau milli ríkja. Með inngöngu í ESB yrðu erlend fyrirtæki fúsari til að fjárfesta hér á landi enda væru þau að starfa á markaði sem þau þekktu út og inn og með gjaldmiðli sem þau treystu.
Fjölmargir viðskiptasamningar
Ríki ESB standa saman að viðskiptasamningum og samningar sem gerðir eru ná til allra ríkjanna. Samningsstaða Íslendinga myndi styrkjast því við hefðum þá stærsta viðskiptaveldi heims sem bakhjarl. ESB þátttaka felur í sér greiðari aðgang að fjölda erlendra markaða enda hefur ESB mun fleiri og umfangsmeiri viðskiptasamninga við þriðja ríki en Ísland getur státað af. ESB hefur samið við um 30 ríki í Evrópu, Afríku, Asíu og S-Ameríku.
Við inngöngu í Evrópusambandinu myndu Íslendingar ganga inn í þá viðskipta- og fiskveiðisamninga sem ESB hefur gert við önnur ríki, nema við gerðum sérstaka kröfu um undanþágu frá þeim til lengri eða skemmri tíma. Slíkt væri þó mjög ótrúlegt þar sem samningarnir miðast að auknu frelsi í viðskiptum og tryggja allir þeir fiskveiðisamningar sem ESB hefur gert við 27 ríki, þjóðum ESB aukna fiskveiðimöguleika.
Efling lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Innan ESB hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta fengið fjármagn úr uppbyggingarsjóðum til nýsköpunar. Flest íslensk fyrirtæki nytu því góðs af inngöngu Íslands í ESB. Utanríkisviðskiptastefna ESB byggist í raun á því að afla fyrirtækjum og einstaklingum innan ESB sem greiðastan aðgang að mörkuðum víða um heim.
Oft heyrast hræðilegar sögur um staðlaáráttu ESB en í raun semur ESB enga staðla sjálft heldur hefur ESB samið við frjáls staðlasamtök sem eru standa saman af viðkomandi hagsmunahópum. Fyrirtækin sjálf leita eftir þessum stöðlum. Markmiðið með stöðlum er að auðvelda viðskipti milli landa á innri markaðinum og ná fram hagkvæmni í framleiðslu. Staðlarnir koma einnig í veg fyrir höft á viðskiptunum.
Evran eykur hagvöxt og viðskipti
Í upphafi árs 2002 komu á sjónarsviðið peningaseðlar og mynt í evrum og gömlu gjaldmiðlar flestra ríkja ESB hurfu algerlega um mitt árið. Aðeins ríki ESB geta tekið þátt í hinu eiginlega myntsamstarfi. Með upptöku evrunnar urðu öll viðskipti innan svæðisins einfaldari og auðveldari. Þátttaka Íslands í efnahags- og myntbandalagi ESB myndi stuðla að auknum stöðugleika og lægri vöxtum.
Evran mun leiða til lægri viðskiptakostnaðar og hagvaxtaráhrif evrunnar innan svæðisins munu örva viðskipti. Þátttakan í myntsamstarfinu leiðir til minni verðbólgu en ella væri. Sameiginlegur gjaldmiðill leiðir að auki til aukinna fjárfestinga og hefur örvandi áhrif á vinnumarkaðinn því með stöðugu verðlagi skapast aðstæður fyrir aukna atvinnu og betri lífskjör og vextir haldast í skefjum. Neytendur njóta góðs af auðveldari verðsamanburði milli landa sem síðan skapar aðhald gagnvart fyrirtækjum.
Sameiginleg mynt dregur úr gengisáhættu og minnkar kostnaðinn við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og gerir ferðalög auðveldari en áður var. Með evrunni sparast kostnaður vegna gjaldmiðlaskipta sem er áætlaður allt að 0,5% af landsframleiðslu ríkjanna.
Krónan er handónýtur gjaldmiðill
Íslensk fyrirtæki þurfa nú að búa við sveiflur í tekjum og afkomu vegna gengissveiflna íslensku krónunnar og kostar það milljarða á hverju ári. Nú þurfa íslensk fyrirtæki að þurfa að þola allt að 40% sveiflu í íslensku krónunni og það gengur auðvitað ekki til lengri tíma. Einnig kostar marga milljarða að halda úti eigin gjaldmiðli sem margir telja vera handónýta mynt sem hvergi er gildur gjaldmiðill nema á Íslandi.
Sameiginleg mynt eykur framleiðni og hagsæld vegna minni viðskiptakostnaðar, stöðugra verðlags, hreyfanlegra vinnuafls, auðveldari verðsamanburðar, öflugri fjármálamarkaðar, minni gengisáhættu, lægri vaxta og sparnaðar vegna gjaldmiðlaskipta. Einnig mun fjármagnsmarkaðurinn í heild eflast og stækka við myntsamrumann.
Hagþróun þeirra ríkja ESB sem bjuggu við ólíka hagsveiflu en þá sem mátti finna hjá meginþorra ESB ríkjanna, t.d. Finnland og Írland, hefur ekki farið úr böndunum við þátttöku þeirra í myntbandalaginu.
Gríðarlegur ávinningur fyrir íslensk fyrirtæki og heimili
Fjárhagslegur ávinningur af inngöngu okkar í ESB er gífurlegur og má telja að hann yrði tugmilljarða króna. Þar sem íslenska hagkerfið er ekki nema um 1/2000 af hagkerfi ESB verður ávinningur ESB ríkja af fríverslun við Ísland vart mælanlegur en aftur á móti er ávinningur Íslands af fríverslun við ESB mikill.
Aðgangur að mörkuðum ESB yrði greiðari, meiri samkeppni yrði á heimamarkaði, viðskiptakostnaður myndi lækka, kjör neytenda myndu stórbatna, tollar féllu niður, tæknilegar viðskiptahindranir myndu hverfa og almennar viðskiptahindranir hyrfu, framleiðslukostnaður myndi lækka og stærðarhagkvæmni hjá íslenskum fyrirtækjum myndi aukast.
Þá myndu vextir lækka, fjárfestingar milli svæðanna eflast til muna, framleiðsla Íslendinga í landbúnaði myndi þróast í þá átt sem hún er hvað hagkvæmust, starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja batna og margt fleira sem hefur í för með sér að hver króna sem Ísland ver til ESB kemur margföld til baka.
Þarf að heyrast meira í íslensku viðskiptalífi
En til að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði að veruleika þarf að heyrast mun meira í íslensku viðskiptalífi um þessa miklu hagsmuni sem eru húfi fyrir íslensk fyrirtæki. Í þeim löndum sem hafa gengið í Evrópusambandið, hvort sem það er Svíþjóð eða Malta, hefur viðskiptalífið iðulega barist fyrir aðildinni og hefur það án efa gert gæfumuninn.
Í þessu greinakorni ætla ég eingöngu að fjalla um áhrif aðildar á íslenskt viðskiptalíf en áhrifin á fullveldið, fiskinn, landbúnaðinn og landsbyggðina má finna í öðrum greinum mínum (sjá s.s. /default.asp?news_id=2691,
/default.asp?news_id=4034,
/default.asp?news_id=4042 og
/default.asp?news_id=2243).
ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi
ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi, með um 15% alls innflutnings í heiminum og um 16% útflutnings og er það hærra hlutfall en Bandaríkin hafa. ESB er með um 20% af vöruviðskiptum heimsins en Bandaríkin eru með 16% og Japan er með 9%.
ESB er með um 25% af útflutningi þjónustu en til samanburðar má nefna að Bandaríkin eru með 19% og Japan er með 9%. Í ESB eru 25 ríki og um 500 milljónir íbúa. Slíkt veitir evrópskum fyrirtækjum innan ESB yfirburðasamningsstöðu gagnvart öðrum ríkjum. Um 60% af útflutningi og 58% innflutnings Íslands kemur frá og fer til markaða innan Evrópusambandsins. 66% af útflutningi Íslendinga fer til ríkja EES og 70% innflutnings er frá EES ríkjum.
Með þátttöku í ESB yrðu Evrópusambandslöndin að heimamarkaði íslenskra fyrirtækja. Viðskipti milli Íslands og ESB yrðu jafneinföld og viðskipti milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Ísland yrði hluti af sterkustu viðskiptablokk heims og myndi taka þátt í að móta viðskiptastefnu hennar.
Matvælaverð myndi lækka við aðild
ESB er tollabandalag. Í því felst að engir tollar eru í viðskiptum milli ríkjanna, vöruflæði milli þeirra er frjálst og tollgæsla á sér ekki stað á innri landamærum þó svo að eftirlit vegna t.d. fíkniefnaleitar haldi áfram. Allir tollar milli Íslands og annarra ESB ríkja myndu falla niður. Þetta hefði í för með sér gífurlegt hagræði fyrir íslenska inn- og útflytjendur og sparnað fyrir tollayfirvöld. Jafnframt myndu viðskipti milli ESB ríkja og Íslands stóraukast.
Verð til neytenda myndi stórlega lækka og yrði almenningur fljótt vart við lægra verð á matarkörfunni þar sem verð á nauðsynjavörum er um 40-70% lægra í nágrannaríkjum okkar í ESB. Þegar Svíar og Finnar urðu aðilar að ESB árið 1995 lækkaði matvælaverð í löndunum tveimur til muna.
Erlendar fjárfestingar ykjust
Fjárfesting útlendinga í íslenska hagkerfinu er ein sú minnsta í allri Evrópu enda eru útlendingar tregir að fjárfesta hér á landi vegna þess að við erum ekki í ESB. Öll viðskipti myndu einfaldlega blómstra við aðild Íslands að ESB enda er megintilgangur ESB að auka viðskipti og auðvelda þau milli ríkja. Með inngöngu í ESB yrðu erlend fyrirtæki fúsari til að fjárfesta hér á landi enda væru þau að starfa á markaði sem þau þekktu út og inn og með gjaldmiðli sem þau treystu.
Fjölmargir viðskiptasamningar
Ríki ESB standa saman að viðskiptasamningum og samningar sem gerðir eru ná til allra ríkjanna. Samningsstaða Íslendinga myndi styrkjast því við hefðum þá stærsta viðskiptaveldi heims sem bakhjarl. ESB þátttaka felur í sér greiðari aðgang að fjölda erlendra markaða enda hefur ESB mun fleiri og umfangsmeiri viðskiptasamninga við þriðja ríki en Ísland getur státað af. ESB hefur samið við um 30 ríki í Evrópu, Afríku, Asíu og S-Ameríku.
Við inngöngu í Evrópusambandinu myndu Íslendingar ganga inn í þá viðskipta- og fiskveiðisamninga sem ESB hefur gert við önnur ríki, nema við gerðum sérstaka kröfu um undanþágu frá þeim til lengri eða skemmri tíma. Slíkt væri þó mjög ótrúlegt þar sem samningarnir miðast að auknu frelsi í viðskiptum og tryggja allir þeir fiskveiðisamningar sem ESB hefur gert við 27 ríki, þjóðum ESB aukna fiskveiðimöguleika.
Efling lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Innan ESB hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta fengið fjármagn úr uppbyggingarsjóðum til nýsköpunar. Flest íslensk fyrirtæki nytu því góðs af inngöngu Íslands í ESB. Utanríkisviðskiptastefna ESB byggist í raun á því að afla fyrirtækjum og einstaklingum innan ESB sem greiðastan aðgang að mörkuðum víða um heim.
Oft heyrast hræðilegar sögur um staðlaáráttu ESB en í raun semur ESB enga staðla sjálft heldur hefur ESB samið við frjáls staðlasamtök sem eru standa saman af viðkomandi hagsmunahópum. Fyrirtækin sjálf leita eftir þessum stöðlum. Markmiðið með stöðlum er að auðvelda viðskipti milli landa á innri markaðinum og ná fram hagkvæmni í framleiðslu. Staðlarnir koma einnig í veg fyrir höft á viðskiptunum.
Evran eykur hagvöxt og viðskipti
Í upphafi árs 2002 komu á sjónarsviðið peningaseðlar og mynt í evrum og gömlu gjaldmiðlar flestra ríkja ESB hurfu algerlega um mitt árið. Aðeins ríki ESB geta tekið þátt í hinu eiginlega myntsamstarfi. Með upptöku evrunnar urðu öll viðskipti innan svæðisins einfaldari og auðveldari. Þátttaka Íslands í efnahags- og myntbandalagi ESB myndi stuðla að auknum stöðugleika og lægri vöxtum.
Evran mun leiða til lægri viðskiptakostnaðar og hagvaxtaráhrif evrunnar innan svæðisins munu örva viðskipti. Þátttakan í myntsamstarfinu leiðir til minni verðbólgu en ella væri. Sameiginlegur gjaldmiðill leiðir að auki til aukinna fjárfestinga og hefur örvandi áhrif á vinnumarkaðinn því með stöðugu verðlagi skapast aðstæður fyrir aukna atvinnu og betri lífskjör og vextir haldast í skefjum. Neytendur njóta góðs af auðveldari verðsamanburði milli landa sem síðan skapar aðhald gagnvart fyrirtækjum.
Sameiginleg mynt dregur úr gengisáhættu og minnkar kostnaðinn við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og gerir ferðalög auðveldari en áður var. Með evrunni sparast kostnaður vegna gjaldmiðlaskipta sem er áætlaður allt að 0,5% af landsframleiðslu ríkjanna.
Krónan er handónýtur gjaldmiðill
Íslensk fyrirtæki þurfa nú að búa við sveiflur í tekjum og afkomu vegna gengissveiflna íslensku krónunnar og kostar það milljarða á hverju ári. Nú þurfa íslensk fyrirtæki að þurfa að þola allt að 40% sveiflu í íslensku krónunni og það gengur auðvitað ekki til lengri tíma. Einnig kostar marga milljarða að halda úti eigin gjaldmiðli sem margir telja vera handónýta mynt sem hvergi er gildur gjaldmiðill nema á Íslandi.
Sameiginleg mynt eykur framleiðni og hagsæld vegna minni viðskiptakostnaðar, stöðugra verðlags, hreyfanlegra vinnuafls, auðveldari verðsamanburðar, öflugri fjármálamarkaðar, minni gengisáhættu, lægri vaxta og sparnaðar vegna gjaldmiðlaskipta. Einnig mun fjármagnsmarkaðurinn í heild eflast og stækka við myntsamrumann.
Hagþróun þeirra ríkja ESB sem bjuggu við ólíka hagsveiflu en þá sem mátti finna hjá meginþorra ESB ríkjanna, t.d. Finnland og Írland, hefur ekki farið úr böndunum við þátttöku þeirra í myntbandalaginu.
Gríðarlegur ávinningur fyrir íslensk fyrirtæki og heimili
Fjárhagslegur ávinningur af inngöngu okkar í ESB er gífurlegur og má telja að hann yrði tugmilljarða króna. Þar sem íslenska hagkerfið er ekki nema um 1/2000 af hagkerfi ESB verður ávinningur ESB ríkja af fríverslun við Ísland vart mælanlegur en aftur á móti er ávinningur Íslands af fríverslun við ESB mikill.
Aðgangur að mörkuðum ESB yrði greiðari, meiri samkeppni yrði á heimamarkaði, viðskiptakostnaður myndi lækka, kjör neytenda myndu stórbatna, tollar féllu niður, tæknilegar viðskiptahindranir myndu hverfa og almennar viðskiptahindranir hyrfu, framleiðslukostnaður myndi lækka og stærðarhagkvæmni hjá íslenskum fyrirtækjum myndi aukast.
Þá myndu vextir lækka, fjárfestingar milli svæðanna eflast til muna, framleiðsla Íslendinga í landbúnaði myndi þróast í þá átt sem hún er hvað hagkvæmust, starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja batna og margt fleira sem hefur í för með sér að hver króna sem Ísland ver til ESB kemur margföld til baka.
Þarf að heyrast meira í íslensku viðskiptalífi
En til að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði að veruleika þarf að heyrast mun meira í íslensku viðskiptalífi um þessa miklu hagsmuni sem eru húfi fyrir íslensk fyrirtæki. Í þeim löndum sem hafa gengið í Evrópusambandið, hvort sem það er Svíþjóð eða Malta, hefur viðskiptalífið iðulega barist fyrir aðildinni og hefur það án efa gert gæfumuninn.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa