Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2005

Afnemum fyrningarfresti í kynferðisafbrotum gegn börnum

Nýgenginn Hæstaréttardómur þar sem maður var álitinn sekur um gróf kynferðisafbrots gegn barni en var engu að síður sýknaður, þar sem afbrot hans voru fyrnd sýnir vel að þörf er á að breyta fyrningarreglum. Mitt allra fyrsta þingmál á Alþingi var lagafrumvarp um afnám fyrningarfresta vegna kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Þetta mál var látið sofna hjá allsherjarnefnd í fyrra en ég lagði það aftur fram síðastliðið haust.
Sérstakt eðli kynferðisbrota
Með frumvarpinu er tekið tillit til sérstöðu kynferðisafbrota gegn börnum. Börn eru sérlega viðkvæmur hópur. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi áttar sig oft ekki á að brotið hafi verið gegn því fyrr en mörgum árum síðar eða bælir minninguna um ofbeldið. Í ógeðfelldustu málunum reynir gerandinn oft að telja barninu trú um að það sjálft eigi sök á kynferðisbrotunum. Kynferðisbrot gegn börnum koma því oft ekki fram í dagsljósið fyrr en mörgum árum eða áratugum eftir að þau voru framin, þegar þau eru fyrnd að lögum. Gerandi á ekki að hagnast á þeim mikla aðstöðumun sem er á honum og brotaþola. Um 50% þeirra sem leituðu til Stígamóta höfðu orðið fyrir kynferðisbroti á aldrinum 0–10 ára. Sé hins vegar litið á hvenær fólk leitar sér aðstoðar hjá Stígamótum kemur í ljós að rúmlega 40% eru 30 ára eða eldri. Það er því ljóst að stór hluti þeirra mála er fyrndur að lögum.

Sýknaðir þrátt fyrir að sekt sé sönnuð
Samkvæmt núgildandi lögum eru öll kynferðisafbrot gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur þolandans. Núgildandi fyrningarfrestir eru núna allt frá 5 árum upp í 15 ár. Fyrningarfrestirnir eru því í mörgum tilfellum of skammir. Dómar þar sem menn hafa verið sýknaðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum, jafnvel þótt sekt hafi verið sönnuð, staðfesta þetta.

Fyrning er refsipólitísk spurning
Nú þegar eru til margs konar brot sem ekki fyrnast, s.s. mannrán og morð. Fyrning er því ekki ófrjávíkjanlegt lögmál heldur refsipólitísk spurning. Að mínu mati standa veigamikil rök til þess að þessi brot eigi að vera ófyrnanleg. Kemur þar m.a. til að brotin er sérstaklega alvarleg og eru líkleg til að hafa miklar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola. Brotin eru framin gegn börnum, sem oft skynja ekki að brotið er gegn þeim. Á þessum aðstöðumun á þolandi ekki að hagnast. Sönnun í kynferðisbrotamálum er erfið og þegar hún tekst á fyrning ekki að koma í veg fyrir að menn taki út refsingu fyrir þessi afbrot. Það er einfaldlega rangt að kynferðisbrot gegn börnum geti fyrnst. Vegna eðli og sérstöðu þessara brota er börnum ekki tryggð næginleg réttarvernd og réttlæti samkvæmt núgildandi lögum.
Smellið hér til að sjá málið í heild sinni

Heimila auglýsingar lækna

Ég hef lagt fram tillögu á Alþingi um að auglýsingar lækna, tannlækna og annarra heilbrigðisstétta sem og auglýsingar heilbrigðisstofnana verði heimilaðar.
Nú er flestum heilbrigðisstéttum og –stofnunum óheimilt að auglýsa starfsemi sína. Þannig er komið í veg fyrir að almenningur geti fengið nauðsynlegar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar verða því að treysta á umtal, ímynd og orðróm þegar þeir velja sér heilbrigðisþjónustu. Almenningur á oft fjölbreytilega valkosti milli lækna og heilbrigðisstofnana sem keppa um þjónustu og aðstöðu fyrir almenning þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé hið opinbera sem greiðir fyrir þjónustuna. Enn ríkari ástæður eru fyrir því að afnema auglýsingabann hjá tannlæknum þar sem þeir hafa frjálsa gjaldskrá.
Á sínum tíma var auglýsingabann talið nauðsynlegt vegna fámennis í landinu og kunningsskapar og talið halda uppi aga innan stéttarinnar. Ég tel að þessi rök eigi ekki við í dag, hafi þau einhvern tímann átt við. Núverandi auglýsingabann er sömuleiðis erfitt og flókið í framkvæmd. Í nágrannaríkum má finna mun frjálslegri lagasetningu hvað varðar auglýsingar heilbrigðisstétta og -stofnana en það sem gildir hérlendis.
Auglýsingar um heilbrigðisþjónustu munu að sjálfsögðu vera bundnar reglum samkeppnislaga sem koma m.a. í veg fyrir að rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar. Siðreglur fagfélaga leggja sömuleiðis ýmsar kröfur á sína félagsmenn.
Ég legg ríka áherslu á að afnám auglýsingabanns lýtur einungis á að auka upplýsingaflæði til almennings en ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Til eru mörg dæmi þess að gjaldfrjáls almannaþjónusta auglýsi sína þjónustu og má þar nefna t.d. framhaldsskóla.
Hægt er að nálgast málið í heild sinni með því að smella hér

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband