Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2004
19.8.2004 | 13:45
Meinloka Morgunblaðsins
Morgunblaðið ber höfuðinu við steininn í umræðu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þann 15. ágúst birtist leiðari í Morgunblaðinu þar sem farið var hörðum orðum um grein mína sem hafði birst í blaðinu deginum áður.
Morgunblaðið afgreiðir andstæðinga sína í Evrópuumræðunni þannig að þeir hljóti að vera haldnir meinloku. Morgunblaðið hrekur þó ekki eina einustu staðreynd sem sett var fram í grein minni. Þar var m.a. sagt að hagsmunir okkar rúmist fyllilega innan núverandi stefnu ESB og sá Morgunblaðið þeirri fullyrðingu allt til foráttu.
Veiðiverðmætin tryggð Íslendingum
En ef við lítum á hverjir eru hagsmunir Íslands er augljóst að þeir felast í veiðiverðmætunum. Þeir hagsmunir eru tryggðir í núverandi stefnu ESB vegna þess að skilyrði fyrir kvótaúthlutun hjá ESB er veiðireynsla.
Það ætti ekki að þurfa að segja Íslendingum að Ísland er eina þjóðin sem hefur veiðireynslu í íslenskri lögsögu og fengi þar af leiðandi allan kvóta. Einnig er hægt að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá kvóta hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði.
Eftir stendur þá ákvörðunin um heildarkvótann sem að öllu óbreyttu yrði tekin í ráðherraráðinu í samræmi við ráðleggingar vísindamanna. Sú ákvörðun er þó eingöngu formlega eðlis eins og Morgunblaðið viðurkennir í leiðara sínum. Þar sem Íslendingar fá allan kvótann vegna reglunnar um veiðireynslu eru Íslendingar einu hagsmunaaðilarnir að þeirri ákvörðun. Sú ákvörðun hefur hin seinni ár verið í samræmi við ráðleggingar vísindamanna, sem í tilviki íslensku fiskistofnana yrðu íslenskir. Þetta kerfi tryggir því hagsmuni íslensks sjávarútvegs.
Tímamót Morgunblaðsins
Það felast viss tímamót í málflutningi Morgunblaðsins. Því er haldið fram í leiðara blaðsins að yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, sem færu til ráðherraráðsins við aðild, yrðu eingöngu formleg. Það er rétt. En þrjóska og nauðhyggja Morgunblaðsins er augljós. Morgunblaðið er eigi að síður á móti aðild jafnvel þótt unnt væri að tryggja að ekkert myndi í raun breytast í íslenskum sjávarútvegi við inngöngu Íslands í ESB.
Á það var þó bent í grein minni að vel er hægt að fara fram á að hafsvæðið í kringum Ísland verði gert að sérstöku stjórnunarsvæði í aðildarviðræðum. Slík krafa rúmast vel innan núverandi stefnu ESB, enda fordæmi fyrir slíku hjá ESB. Hér er því ekki verið að ræða um undanþágur frá ríkjandi stefnu.
Slík krafa væri fyllilega eðlileg af hálfu Íslendinga og telur Samfylkingin að gera eigi slíka kröfu í aðildarviðræðum. Blaðið hikar hins vegar ekki að útiloka slíka niðurstöðu. Morgunblaðið er svo ákveðið að vera á móti aðild að ekkert annað kemst að.
Síbreytilegur málflutningur andstæðinga aðildar
Málflutningur andstæðinga aðildar og þar á meðal Morgunblaðsins tekur sífelldum breytingum. Fyrst var fullyrt að hér myndi allt fyllast af erlendum togurum. Það var hrakið með skilyrðinu um veiðireynslu. Svo var því haldið fram að erlend stórfyrirtæki myndu kaupa upp íslenskan sjávarútveg og flytja hagnaðinn til útlanda. Það var sömuleiðis hrakið, þar sem unnt er setja skilyrði sem fyrir kvóta um að fyrirtæki hafi efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði.
Þá var bent á flökkustofnana. En um þá þarf semja hvort sem Ísland er innan ESB eða utan og færa má rök fyrir því að þjóðir sem vinna eins náið saman og í Evrópusambandinu séu jafnvel líklegri til að taka meira tillit til hverrar annarrar en ella.
Loks var gripið í það hálmstrá, m.a. af hálfu framkvæmdastjóra LÍÚ í Fréttablaðinu 14. ágúst sl., að hinar hagstæðu reglur ESB fyrir íslenska hagsmuni hljóti að breytast um leið og Ísland gengur í sambandið!
Meinloka Morgunblaðsins endurspeglaðist annars vel í tveimur leiðurum blaðsins sem birtust á dögunum. Í þeim fyrri sá Morgunblaðið því allt til foráttu að leiðtogar norræna jafnaðarmanna teldu að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taldi leiðarahöfundur að um erlenda afskiptasemi væri að ræða og afþakkaði ráðleggingarnar í nafni þjóðarinnar. Svo liðu nokkrir dagar og þá birtist annar leiðari um neikvæð ummæli bresks ráðherra um aðild Íslands að ESB. Þá var leiðarahöfundur Morgunblaðsins hins vegar á því að um óvenjulega hreinskilni hafi verið að ræða, sem hafi komið skemmtilega á óvart.
Óþekkt ósmekklegheit
Áður óþekkt ósmekklegheit komu einnig fram í leiðara sunnudagsins þegar Morgunblaðið notaði þorskastríðin sem röksemd gegn aðild að ESB. Það að líkja aðild að ESB við þorskastríðin, eins og gert er í leiðaranum, er svo fráleitt að það tekur engu tali. Þá voru Íslendingar að verjast veiðum og yfirgangi erlendra þjóða í okkar lögsögu og við urðum að tryggja yfirráð yfir lögsögunni með miklum átökum. Það er ekkert slíkt á ferðinni núna.
Þótt við gerðumst aðilar að ESB kæmi ekkert erlent fiskiskip hingað og við veiddum eftir sem áður allan þann fisk sem við veiðum núna og við hefðum stjórn á veiðum á íslensku hafsvæði og hefðum okkar eigið fiskveiðieftirlit. Ekkert af þessu var til staðar þegar þorskastríðin voru og þess vegna háðum við þau. Leiðarinn er móðgun við alla þá sem börðust í þorskastríðunum. Þau snerust um allt annað en það sem Evrópuumræðan gerir. Af orðum Morgunblaðsins að dæma mætti ætla að Evrópusinnar séu landráðamenn. Málflutningur sem þessi lýsir vel rökþroti Morgunblaðsins, þar sem reynt er að spila á tilfinningar og þjóðerniskennd almennings.
Í lok leiðarans ná undarlegheitin hámarki þar sem fram kemur að Morgunblaðið telur Ísland ekki eiga neitt erindi í ESB sakir þess að Ísland hafi ekki verið í stríði við nágrannaþjóðir sínar! Slíkum röksemdum þarf vart að svara.
Morgunblaðið afgreiðir andstæðinga sína í Evrópuumræðunni þannig að þeir hljóti að vera haldnir meinloku. Morgunblaðið hrekur þó ekki eina einustu staðreynd sem sett var fram í grein minni. Þar var m.a. sagt að hagsmunir okkar rúmist fyllilega innan núverandi stefnu ESB og sá Morgunblaðið þeirri fullyrðingu allt til foráttu.
Veiðiverðmætin tryggð Íslendingum
En ef við lítum á hverjir eru hagsmunir Íslands er augljóst að þeir felast í veiðiverðmætunum. Þeir hagsmunir eru tryggðir í núverandi stefnu ESB vegna þess að skilyrði fyrir kvótaúthlutun hjá ESB er veiðireynsla.
Það ætti ekki að þurfa að segja Íslendingum að Ísland er eina þjóðin sem hefur veiðireynslu í íslenskri lögsögu og fengi þar af leiðandi allan kvóta. Einnig er hægt að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá kvóta hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði.
Eftir stendur þá ákvörðunin um heildarkvótann sem að öllu óbreyttu yrði tekin í ráðherraráðinu í samræmi við ráðleggingar vísindamanna. Sú ákvörðun er þó eingöngu formlega eðlis eins og Morgunblaðið viðurkennir í leiðara sínum. Þar sem Íslendingar fá allan kvótann vegna reglunnar um veiðireynslu eru Íslendingar einu hagsmunaaðilarnir að þeirri ákvörðun. Sú ákvörðun hefur hin seinni ár verið í samræmi við ráðleggingar vísindamanna, sem í tilviki íslensku fiskistofnana yrðu íslenskir. Þetta kerfi tryggir því hagsmuni íslensks sjávarútvegs.
Tímamót Morgunblaðsins
Það felast viss tímamót í málflutningi Morgunblaðsins. Því er haldið fram í leiðara blaðsins að yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, sem færu til ráðherraráðsins við aðild, yrðu eingöngu formleg. Það er rétt. En þrjóska og nauðhyggja Morgunblaðsins er augljós. Morgunblaðið er eigi að síður á móti aðild jafnvel þótt unnt væri að tryggja að ekkert myndi í raun breytast í íslenskum sjávarútvegi við inngöngu Íslands í ESB.
Á það var þó bent í grein minni að vel er hægt að fara fram á að hafsvæðið í kringum Ísland verði gert að sérstöku stjórnunarsvæði í aðildarviðræðum. Slík krafa rúmast vel innan núverandi stefnu ESB, enda fordæmi fyrir slíku hjá ESB. Hér er því ekki verið að ræða um undanþágur frá ríkjandi stefnu.
Slík krafa væri fyllilega eðlileg af hálfu Íslendinga og telur Samfylkingin að gera eigi slíka kröfu í aðildarviðræðum. Blaðið hikar hins vegar ekki að útiloka slíka niðurstöðu. Morgunblaðið er svo ákveðið að vera á móti aðild að ekkert annað kemst að.
Síbreytilegur málflutningur andstæðinga aðildar
Málflutningur andstæðinga aðildar og þar á meðal Morgunblaðsins tekur sífelldum breytingum. Fyrst var fullyrt að hér myndi allt fyllast af erlendum togurum. Það var hrakið með skilyrðinu um veiðireynslu. Svo var því haldið fram að erlend stórfyrirtæki myndu kaupa upp íslenskan sjávarútveg og flytja hagnaðinn til útlanda. Það var sömuleiðis hrakið, þar sem unnt er setja skilyrði sem fyrir kvóta um að fyrirtæki hafi efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði.
Þá var bent á flökkustofnana. En um þá þarf semja hvort sem Ísland er innan ESB eða utan og færa má rök fyrir því að þjóðir sem vinna eins náið saman og í Evrópusambandinu séu jafnvel líklegri til að taka meira tillit til hverrar annarrar en ella.
Loks var gripið í það hálmstrá, m.a. af hálfu framkvæmdastjóra LÍÚ í Fréttablaðinu 14. ágúst sl., að hinar hagstæðu reglur ESB fyrir íslenska hagsmuni hljóti að breytast um leið og Ísland gengur í sambandið!
Meinloka Morgunblaðsins endurspeglaðist annars vel í tveimur leiðurum blaðsins sem birtust á dögunum. Í þeim fyrri sá Morgunblaðið því allt til foráttu að leiðtogar norræna jafnaðarmanna teldu að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taldi leiðarahöfundur að um erlenda afskiptasemi væri að ræða og afþakkaði ráðleggingarnar í nafni þjóðarinnar. Svo liðu nokkrir dagar og þá birtist annar leiðari um neikvæð ummæli bresks ráðherra um aðild Íslands að ESB. Þá var leiðarahöfundur Morgunblaðsins hins vegar á því að um óvenjulega hreinskilni hafi verið að ræða, sem hafi komið skemmtilega á óvart.
Óþekkt ósmekklegheit
Áður óþekkt ósmekklegheit komu einnig fram í leiðara sunnudagsins þegar Morgunblaðið notaði þorskastríðin sem röksemd gegn aðild að ESB. Það að líkja aðild að ESB við þorskastríðin, eins og gert er í leiðaranum, er svo fráleitt að það tekur engu tali. Þá voru Íslendingar að verjast veiðum og yfirgangi erlendra þjóða í okkar lögsögu og við urðum að tryggja yfirráð yfir lögsögunni með miklum átökum. Það er ekkert slíkt á ferðinni núna.
Þótt við gerðumst aðilar að ESB kæmi ekkert erlent fiskiskip hingað og við veiddum eftir sem áður allan þann fisk sem við veiðum núna og við hefðum stjórn á veiðum á íslensku hafsvæði og hefðum okkar eigið fiskveiðieftirlit. Ekkert af þessu var til staðar þegar þorskastríðin voru og þess vegna háðum við þau. Leiðarinn er móðgun við alla þá sem börðust í þorskastríðunum. Þau snerust um allt annað en það sem Evrópuumræðan gerir. Af orðum Morgunblaðsins að dæma mætti ætla að Evrópusinnar séu landráðamenn. Málflutningur sem þessi lýsir vel rökþroti Morgunblaðsins, þar sem reynt er að spila á tilfinningar og þjóðerniskennd almennings.
Í lok leiðarans ná undarlegheitin hámarki þar sem fram kemur að Morgunblaðið telur Ísland ekki eiga neitt erindi í ESB sakir þess að Ísland hafi ekki verið í stríði við nágrannaþjóðir sínar! Slíkum röksemdum þarf vart að svara.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2004 | 22:18
Sjávarútvegurinn og ESB
Það er alltaf ánægjulegt þegar umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu fer af stað hér á landi.
Nýleg yfirlýsing formanna norrænu jafnaðarmannaflokkanna, þar á meðal forsætisráðherra Svía, um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB er okkur mjög mikilvæg. Þó er öllum augljóst að ákvörðun um aðild verður í höndunum íslensku þjóðarinnar og erlendir stjórnmálamenn, sem hafa tjáð sig um hugsanlega aðild Íslands, hafa undirstrikað það. Velvilji sem norrænu jafnaðarmennirnir sýna okkur skiptir þó miklu máli.
Það er margvíslegir hagsmunir fyrir norrænu ríkin að þau vinni saman innan ESB. Atkvæðavægi allra norrænu ríkjanna í ráðherraráðinu, gangi Ísland og Noregur inn, verður meira en hinna einstöku stóru ríkja s.s. Bretlands, Þýskalands og Frakklands þrátt fyrir miklu færri íbúa á Norðurlöndunum. Í þessu felast miklir möguleikar þar sem áratugagömul norræn samvinna nýist vel.
Rangfærslur um sjávarútvegsstefnu ESB
Umræðan um hugsanlega aðild Íslands að ESB snýst fljótlega upp í umræðu um sjávarútvegsmálin. Það er hins vegar margs konar misskilningur og rangfærslur í umræðunni á Íslandi um sjávarútvegsstefnu ESB. Eftirfarandi fjórar staðreyndir verður að hafa í huga.
Í fyrsta lagi byggist sjávarútvegsstefna ESB á veiðireynslu. Það þýðir að sú þjóð sem hefur veiðireynslu á viðkomandi svæði fær kvóta úthlutuðan. Það vill svo til að Íslendingar eru eina þjóðin sem hefur veiðireynslu í íslenskri lögsögu. Eftir inngöngu Íslands í ESB munu Íslendingar eftir því sem áður fá allan þann kvóta sem verður úthlutað í íslenskri lögsögu. Hér mun því ekkert erlent fiskiskip koma til veiða en stundum er sagt að hér muni allt fyllast af spænskum togurum! Það er fjarstæða.
Samkvæmt niðurstöðum Evrópudómstólsins (Romkes-málið, 46/86) eykst veiðiréttur annarra aðildarþjóða ekki þótt Íslendingar veiði ekki upp í sinn kvóta, t.d. vegna verndarsjónarmiða.
Í öðru lagi hefur Evrópudómstóllinn búið til þá reglu að útgerðarfyrirtæki verði að hafa efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði sem er háð fiskveiðunum ætli það að fá úthlutað kvóta frá viðkomandi þjóð (s.s. Kerrmálið nr. 287/81 og Jaderowmálið nr. C-216/87). Þessi regla vinnur m.a. gegn kvótahoppi.
Við inngöngu Íslands í ESB er því hægt að gera frekari kröfur heldur en nú er um að hagnaður af veiðum fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Eins og staðan er nú er ekkert sem hindrar að verðmæti af Íslandsmiðum fari beint úr landi. Aðild Íslands að ESB kæmi því landsbyggðinni mjög til góða.
Undanþágur ekki nauðsynlegar
Í þriðja lagi er rétt að taka fram að ákvörðun um heildarkvóta viðkomandi þjóða er tekin í ráðherraráðinu eftir ráðleggingum vísindamanna. Það hefði þó litla hagnýta þýðingu í ljósi þess að við yrðum eina þjóðin sem hefði hagsmuni af þeirri ákvörðun vegna reglunnar um veiðireynslu og fengjum því allan kvóta í íslensku lögsögunni. Meginafstaða okkar hefur þó alltaf verið að styðjast við ráðleggingar vísindamanna.
En sé fólk ekki tilbúið að sætta sig við þetta eru til fordæmi fyrir því að einstök hafsvæði lúti sérstökum reglum. Þar má nefna Miðjarðarhaf, Eystarsalt, Shetlandseyjar og hafsvæði norður af Skotlandi. Einnig stendur til að taka upp sérstakt fiskstjórnunarsvæði í Norðursjó næsta haust.
Fyrir þremur árum var bent á þá leið í Evrópuúttekt Samfylkingarinnar að hægt væri að taka upp þá kröfu í aðildarviðræðum að hafið í kringum Íslands yrði skilgreint sem sérstakt hafsvæði sem mundi lúta sérstöku fyrirkomulagi. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, reifaði svipaða hugmynd hálfu ári seinna í svokallaðri Berlínarræðu sinni. Hér er ekki um að ræða undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur rúmast þetta innan núverandi sjávarútvegsstefnu ESB.
Í fjórða lagi mun eftirlit á Íslandsmiðum ekki breytast við inngöngu þar sem það er í höndum viðkomandi þjóðar áfram. Sömuleiðis getur sérhver aðildarþjóð haft það fiskveiðistjórnunarkerfi sem hún kýs sér. T.d. hafa Hollendingar kerfi með framseljanlegum aflaheimildum eins og er hér.
Breski sjávarútvegsráðherrann og ESB-andstæðingar
Ummæli breska sjávarútvegráðherrans um að Íslendingar ættu ekki að ganga í ESB vegna þess að við fengjum ekki undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB eru byggð á misskilningi. Íslendingar, a.m.k. Samfylkingin, eru ekki að biðja um undanþágu heldur bendir Samfylkingin á að hagsmunir okkar rúmast fyllilega innan núverandi stefnu ESB.
Andstæðingar ESB hérlendis éta hver eftir öðrum, ár eftir ár, upp þær röksemdir að aðild sé útilokuð af því að við fáum ekki undanþágu. Hver sem skoðar hinar fjórar staðreyndir um málið, sem eru raktar hér að framan, sér að þessi rök andstæðinga ESB-aðildar eru falsrök.
Verum með í samfélagi Evrópu
Með inngöngu Íslands í ESB opnast margs konar tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg, s.s. aðgangur að veiðiréttindum ESB ríkja hjá á þriðja tug ríkja um allan heim, fullt tollfrelsi og aðkoma að ákvarðanatöku um sjávarútvegsstefnuna. Einnig felast gríðarlegir hagsmunir fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem og önnur fyrirtæki, við upptöku á evrunni.
Umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst þó ekki eingöngu um hagsmuni. Hún snýst ekki hvað síst um það hvort við viljum vera með í samfélagi Evrópu með fullum lýðræðislegum réttindum og skyldum sem því fylgir. Ég vil að Íslendingar taki virkan þátt í evrópsku samfélagi á sömu forsendum og aðrir.
Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt þar um aðild.
Nýleg yfirlýsing formanna norrænu jafnaðarmannaflokkanna, þar á meðal forsætisráðherra Svía, um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB er okkur mjög mikilvæg. Þó er öllum augljóst að ákvörðun um aðild verður í höndunum íslensku þjóðarinnar og erlendir stjórnmálamenn, sem hafa tjáð sig um hugsanlega aðild Íslands, hafa undirstrikað það. Velvilji sem norrænu jafnaðarmennirnir sýna okkur skiptir þó miklu máli.
Það er margvíslegir hagsmunir fyrir norrænu ríkin að þau vinni saman innan ESB. Atkvæðavægi allra norrænu ríkjanna í ráðherraráðinu, gangi Ísland og Noregur inn, verður meira en hinna einstöku stóru ríkja s.s. Bretlands, Þýskalands og Frakklands þrátt fyrir miklu færri íbúa á Norðurlöndunum. Í þessu felast miklir möguleikar þar sem áratugagömul norræn samvinna nýist vel.
Rangfærslur um sjávarútvegsstefnu ESB
Umræðan um hugsanlega aðild Íslands að ESB snýst fljótlega upp í umræðu um sjávarútvegsmálin. Það er hins vegar margs konar misskilningur og rangfærslur í umræðunni á Íslandi um sjávarútvegsstefnu ESB. Eftirfarandi fjórar staðreyndir verður að hafa í huga.
Í fyrsta lagi byggist sjávarútvegsstefna ESB á veiðireynslu. Það þýðir að sú þjóð sem hefur veiðireynslu á viðkomandi svæði fær kvóta úthlutuðan. Það vill svo til að Íslendingar eru eina þjóðin sem hefur veiðireynslu í íslenskri lögsögu. Eftir inngöngu Íslands í ESB munu Íslendingar eftir því sem áður fá allan þann kvóta sem verður úthlutað í íslenskri lögsögu. Hér mun því ekkert erlent fiskiskip koma til veiða en stundum er sagt að hér muni allt fyllast af spænskum togurum! Það er fjarstæða.
Samkvæmt niðurstöðum Evrópudómstólsins (Romkes-málið, 46/86) eykst veiðiréttur annarra aðildarþjóða ekki þótt Íslendingar veiði ekki upp í sinn kvóta, t.d. vegna verndarsjónarmiða.
Í öðru lagi hefur Evrópudómstóllinn búið til þá reglu að útgerðarfyrirtæki verði að hafa efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði sem er háð fiskveiðunum ætli það að fá úthlutað kvóta frá viðkomandi þjóð (s.s. Kerrmálið nr. 287/81 og Jaderowmálið nr. C-216/87). Þessi regla vinnur m.a. gegn kvótahoppi.
Við inngöngu Íslands í ESB er því hægt að gera frekari kröfur heldur en nú er um að hagnaður af veiðum fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Eins og staðan er nú er ekkert sem hindrar að verðmæti af Íslandsmiðum fari beint úr landi. Aðild Íslands að ESB kæmi því landsbyggðinni mjög til góða.
Undanþágur ekki nauðsynlegar
Í þriðja lagi er rétt að taka fram að ákvörðun um heildarkvóta viðkomandi þjóða er tekin í ráðherraráðinu eftir ráðleggingum vísindamanna. Það hefði þó litla hagnýta þýðingu í ljósi þess að við yrðum eina þjóðin sem hefði hagsmuni af þeirri ákvörðun vegna reglunnar um veiðireynslu og fengjum því allan kvóta í íslensku lögsögunni. Meginafstaða okkar hefur þó alltaf verið að styðjast við ráðleggingar vísindamanna.
En sé fólk ekki tilbúið að sætta sig við þetta eru til fordæmi fyrir því að einstök hafsvæði lúti sérstökum reglum. Þar má nefna Miðjarðarhaf, Eystarsalt, Shetlandseyjar og hafsvæði norður af Skotlandi. Einnig stendur til að taka upp sérstakt fiskstjórnunarsvæði í Norðursjó næsta haust.
Fyrir þremur árum var bent á þá leið í Evrópuúttekt Samfylkingarinnar að hægt væri að taka upp þá kröfu í aðildarviðræðum að hafið í kringum Íslands yrði skilgreint sem sérstakt hafsvæði sem mundi lúta sérstöku fyrirkomulagi. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, reifaði svipaða hugmynd hálfu ári seinna í svokallaðri Berlínarræðu sinni. Hér er ekki um að ræða undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur rúmast þetta innan núverandi sjávarútvegsstefnu ESB.
Í fjórða lagi mun eftirlit á Íslandsmiðum ekki breytast við inngöngu þar sem það er í höndum viðkomandi þjóðar áfram. Sömuleiðis getur sérhver aðildarþjóð haft það fiskveiðistjórnunarkerfi sem hún kýs sér. T.d. hafa Hollendingar kerfi með framseljanlegum aflaheimildum eins og er hér.
Breski sjávarútvegsráðherrann og ESB-andstæðingar
Ummæli breska sjávarútvegráðherrans um að Íslendingar ættu ekki að ganga í ESB vegna þess að við fengjum ekki undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB eru byggð á misskilningi. Íslendingar, a.m.k. Samfylkingin, eru ekki að biðja um undanþágu heldur bendir Samfylkingin á að hagsmunir okkar rúmast fyllilega innan núverandi stefnu ESB.
Andstæðingar ESB hérlendis éta hver eftir öðrum, ár eftir ár, upp þær röksemdir að aðild sé útilokuð af því að við fáum ekki undanþágu. Hver sem skoðar hinar fjórar staðreyndir um málið, sem eru raktar hér að framan, sér að þessi rök andstæðinga ESB-aðildar eru falsrök.
Verum með í samfélagi Evrópu
Með inngöngu Íslands í ESB opnast margs konar tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg, s.s. aðgangur að veiðiréttindum ESB ríkja hjá á þriðja tug ríkja um allan heim, fullt tollfrelsi og aðkoma að ákvarðanatöku um sjávarútvegsstefnuna. Einnig felast gríðarlegir hagsmunir fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem og önnur fyrirtæki, við upptöku á evrunni.
Umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst þó ekki eingöngu um hagsmuni. Hún snýst ekki hvað síst um það hvort við viljum vera með í samfélagi Evrópu með fullum lýðræðislegum réttindum og skyldum sem því fylgir. Ég vil að Íslendingar taki virkan þátt í evrópsku samfélagi á sömu forsendum og aðrir.
Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt þar um aðild.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 144539
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa