Bloggfærslur mánaðarins, desember 2003
22.12.2003 | 12:14
Skrýtin pólitík
Fyrsta haustþingi eftir kosningar er nú lokið. Þingið var gjörólíkt því sem kjósendur hefðu mátt búast við af áherslum og ummælum kosningabaráttunnar.
Það skiptir máli hver lofar
Í kosningabaráttunni kom margsinnis fram að það skiptir víst máli hver það er sem lofar. Síðan birtist hvert loforðið á fætur öðru, aðallega frá þeim sem þetta sagði. Allir fá þá eitthvað fallegt eins og segir í jólakvæðinu. Kjósendur trúðu þessu.
Kosningabaráttan snerist meira og minna um skattalækkanir. Raunin varð hins vegar að minna varð um skattalækkanir og meira um skattahækkanir. Einn flokkur bauð betur en aðrir í baráttunni um atkvæðin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði sína fjórðu ríkisstjórn hugsuðu eflaust margir kjósendur sér gott til glóðarinnar. En annað kom á daginn.
Ekki ein einasta tillaga um skattalækkun kom frá ríkisstjórninni í allt haust. Meira að segja var tilkynnt sérstaklega að engar skattalækkanir yrðu næstu tvö árin. Eina skattalækkunarfrumvarp haustsins kom frá þingmönnum Samfylkingarinnar en það hljóðaði upp á helmingslækkun matarskatts. Og það var fellt.
Í stað þess að lækka skatta ákvað ríkisstjórnin að hækka skatta. Bensíngjaldið var hækkað um 600 milljónir, þungaskattur var hækkaður um 400 milljónir og sérstakur tekjuskattur á millitekjur í landinu var lagður á sem skilar 1,4 milljarði. Til að kóróna þetta voru síðan vaxtabætur skertar um 600 milljónir með vafasömum hætti.
En var einhver fyrirvari um skattalækkanir í kosningabaráttunni? Var einhvern tíma sagt, af þeim sem öllu lofaði, að fyrst þyrfti að hækka skatta á launafólki og svo að bíða í tvö ár þar til einhver skattalækkun gæti skilað sér?
Milljarður hér, milljarður þar
Fjárlögin voru afgreidd með hagnaði. Hagnaður er þó fljótur að gufa upp ef marka má reynsluna. Það vill oft verða nokkur skekkja hjá fjármálaráðherra þegar hann gerir upp heftið. Fyrir árið 2003 þurfti ,,einungis" að setja 17 milljarða króna fjáraukalög.
Fyrir árin 1998-2002 skeikaði ,,aðeins" um 12 milljarða króna að meðaltali á ári milli fjárlaga og ríkisreikningsins sjálfs eða um 60 milljarðar alls. Þetta er hin ábyrga efnahagsstjórn hægri manna í hnotskurn. Það hefur nefnilega ekkert verið að marka fjárlögin í mörg ár.
Nokkrar hefðbundnar skekkjur eru í hinum nýsamþykktu fjárlögum. Það vantar 1,5 milljarð í Landspítalann til að hann geti boðið upp á sömu þjónustu og áður. Jólagjöfin í ár verður því uppsagnarbréf fyrir allt að 200 manns. Það vantar 500 milljónir í Háskóla Íslands ef hann á ekki að þurfa að vísa tæplega 1.000 nemendum frá. Það vantar 500 milljónir til að uppfylla samkomulag við öryrkja og geðfatlaðir einstaklingar eru enn á götunni. En þetta er allt í lagi að mati ríkisstjórnarinnar.
Lax og rjúpa í brennidepli
Dýraríkið átti vitaskuld sína fulltrúa á þingi í haust og voru lax og rjúpa í brennidepli framan af haustinu. Einnig komu fram mál um sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu og vinnslu kalkþörungasets ásamt eflingu rannsókna á beiðslisgreiningu kúa. Síðan var rifist lítillega um hvort manneskjan gæti verið til sölu en framhald þeirrar grundvallarumræðu verður haldið áfram á vorþingi.
En eitt einkennilegasta mál haustsins er þó línuívilnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það dúkkaði allt í einu upp, viku fyrir jólafrí, þegar einn Vestfirðingurinn á þingi var orðinn leiður á hangsinu í ráðherra. Allt var sett í gang upp í sjávarútvegsráðuneyti og frumvarp ríkisstjórnarinnar um línuívilnun var skellt á borðið. Síðan kom á daginn að frumvarpið var þess eðlis að enginn var ánægður með það, ekki einu sinni smábátaeigendurnir sem vildu það upphaflega.
Ráðherrann talaði fyrir frumvarpi sem honum var augljóslega í nöp við og hver stjórnarliðinn á fætur öðrum kaus með óskapnaðinum þvert á eigin sannfæringu og fyrri fullyrðingar. Svona er pólitíkin í dag. Menn eru bara í sínu liði eins og einn stjórnarliðinn orðaði það á dögunum.
Rúsínan í pylsuendanum
Rúsínan í pylsuendanum er þó hið margumtalaða eftirlaunafrumvarp. Tveimur dögum fyrir jólaleyfi datt stjórnarherrunum í hug að það væri hið brýnasta verkefni að koma fram með eftirlaunafrumvarp ráðherra og þingmanna. Fyrir nýliða í allsherjarnefnd, sem venjulega fjallar um róleg mál eins og lögfræði og kirkjumál, varð allt í einu allt vitlaust að gera. Loksins rættust hinir margumræddu næturfundir sem maður hafði heyrt um.
Eins og gefur að skilja varð allt brjálað í samfélaginu og þingmenn læddust með veggjum þá helgina. Þegar sú krafa kom fram að það væri skynsamlegt að skoða málið í ró og næði var því umsvifalaust hafnað af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Málið skyldi keyrt í gegn og það var gert af ríkisstjórnarflokkunum. Nú getur Davíð farið rólegur á 650.000 króna eftirlaun strax vitandi það að ritstörf skerða ekki lífeyrinn eins og stendur berum orðum í frumvarpinu.
Önnur mál voru í hefðbundnum farvegi. Ríkisstjórnin fékk sinn árlega Öryrkjadóm, rannsókn samkeppnisyfirvalda á tryggingarfélögunum hélt áfram enn eitt árið, Davíð Oddsson skammaðist út í valda kaupsýslumenn, Jón Steinar stóð í ritdeilu og enn ein heimildamynd Hannesar Hólmsteins var sýnd í Ríkissjónvarpinu.
Það er ekki ofsögum sagt að hið pólitíska haust hefur verið nýliða á þingi mjög fróðlegt.
Það skiptir máli hver lofar
Í kosningabaráttunni kom margsinnis fram að það skiptir víst máli hver það er sem lofar. Síðan birtist hvert loforðið á fætur öðru, aðallega frá þeim sem þetta sagði. Allir fá þá eitthvað fallegt eins og segir í jólakvæðinu. Kjósendur trúðu þessu.
Kosningabaráttan snerist meira og minna um skattalækkanir. Raunin varð hins vegar að minna varð um skattalækkanir og meira um skattahækkanir. Einn flokkur bauð betur en aðrir í baráttunni um atkvæðin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði sína fjórðu ríkisstjórn hugsuðu eflaust margir kjósendur sér gott til glóðarinnar. En annað kom á daginn.
Ekki ein einasta tillaga um skattalækkun kom frá ríkisstjórninni í allt haust. Meira að segja var tilkynnt sérstaklega að engar skattalækkanir yrðu næstu tvö árin. Eina skattalækkunarfrumvarp haustsins kom frá þingmönnum Samfylkingarinnar en það hljóðaði upp á helmingslækkun matarskatts. Og það var fellt.
Í stað þess að lækka skatta ákvað ríkisstjórnin að hækka skatta. Bensíngjaldið var hækkað um 600 milljónir, þungaskattur var hækkaður um 400 milljónir og sérstakur tekjuskattur á millitekjur í landinu var lagður á sem skilar 1,4 milljarði. Til að kóróna þetta voru síðan vaxtabætur skertar um 600 milljónir með vafasömum hætti.
En var einhver fyrirvari um skattalækkanir í kosningabaráttunni? Var einhvern tíma sagt, af þeim sem öllu lofaði, að fyrst þyrfti að hækka skatta á launafólki og svo að bíða í tvö ár þar til einhver skattalækkun gæti skilað sér?
Milljarður hér, milljarður þar
Fjárlögin voru afgreidd með hagnaði. Hagnaður er þó fljótur að gufa upp ef marka má reynsluna. Það vill oft verða nokkur skekkja hjá fjármálaráðherra þegar hann gerir upp heftið. Fyrir árið 2003 þurfti ,,einungis" að setja 17 milljarða króna fjáraukalög.
Fyrir árin 1998-2002 skeikaði ,,aðeins" um 12 milljarða króna að meðaltali á ári milli fjárlaga og ríkisreikningsins sjálfs eða um 60 milljarðar alls. Þetta er hin ábyrga efnahagsstjórn hægri manna í hnotskurn. Það hefur nefnilega ekkert verið að marka fjárlögin í mörg ár.
Nokkrar hefðbundnar skekkjur eru í hinum nýsamþykktu fjárlögum. Það vantar 1,5 milljarð í Landspítalann til að hann geti boðið upp á sömu þjónustu og áður. Jólagjöfin í ár verður því uppsagnarbréf fyrir allt að 200 manns. Það vantar 500 milljónir í Háskóla Íslands ef hann á ekki að þurfa að vísa tæplega 1.000 nemendum frá. Það vantar 500 milljónir til að uppfylla samkomulag við öryrkja og geðfatlaðir einstaklingar eru enn á götunni. En þetta er allt í lagi að mati ríkisstjórnarinnar.
Lax og rjúpa í brennidepli
Dýraríkið átti vitaskuld sína fulltrúa á þingi í haust og voru lax og rjúpa í brennidepli framan af haustinu. Einnig komu fram mál um sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu og vinnslu kalkþörungasets ásamt eflingu rannsókna á beiðslisgreiningu kúa. Síðan var rifist lítillega um hvort manneskjan gæti verið til sölu en framhald þeirrar grundvallarumræðu verður haldið áfram á vorþingi.
En eitt einkennilegasta mál haustsins er þó línuívilnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það dúkkaði allt í einu upp, viku fyrir jólafrí, þegar einn Vestfirðingurinn á þingi var orðinn leiður á hangsinu í ráðherra. Allt var sett í gang upp í sjávarútvegsráðuneyti og frumvarp ríkisstjórnarinnar um línuívilnun var skellt á borðið. Síðan kom á daginn að frumvarpið var þess eðlis að enginn var ánægður með það, ekki einu sinni smábátaeigendurnir sem vildu það upphaflega.
Ráðherrann talaði fyrir frumvarpi sem honum var augljóslega í nöp við og hver stjórnarliðinn á fætur öðrum kaus með óskapnaðinum þvert á eigin sannfæringu og fyrri fullyrðingar. Svona er pólitíkin í dag. Menn eru bara í sínu liði eins og einn stjórnarliðinn orðaði það á dögunum.
Rúsínan í pylsuendanum
Rúsínan í pylsuendanum er þó hið margumtalaða eftirlaunafrumvarp. Tveimur dögum fyrir jólaleyfi datt stjórnarherrunum í hug að það væri hið brýnasta verkefni að koma fram með eftirlaunafrumvarp ráðherra og þingmanna. Fyrir nýliða í allsherjarnefnd, sem venjulega fjallar um róleg mál eins og lögfræði og kirkjumál, varð allt í einu allt vitlaust að gera. Loksins rættust hinir margumræddu næturfundir sem maður hafði heyrt um.
Eins og gefur að skilja varð allt brjálað í samfélaginu og þingmenn læddust með veggjum þá helgina. Þegar sú krafa kom fram að það væri skynsamlegt að skoða málið í ró og næði var því umsvifalaust hafnað af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Málið skyldi keyrt í gegn og það var gert af ríkisstjórnarflokkunum. Nú getur Davíð farið rólegur á 650.000 króna eftirlaun strax vitandi það að ritstörf skerða ekki lífeyrinn eins og stendur berum orðum í frumvarpinu.
Önnur mál voru í hefðbundnum farvegi. Ríkisstjórnin fékk sinn árlega Öryrkjadóm, rannsókn samkeppnisyfirvalda á tryggingarfélögunum hélt áfram enn eitt árið, Davíð Oddsson skammaðist út í valda kaupsýslumenn, Jón Steinar stóð í ritdeilu og enn ein heimildamynd Hannesar Hólmsteins var sýnd í Ríkissjónvarpinu.
Það er ekki ofsögum sagt að hið pólitíska haust hefur verið nýliða á þingi mjög fróðlegt.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2003 | 16:05
Öryrkjar sviknir
Stjórnmál snúast um forgangsröðun. Ég vona að íslenska þjóðin hafi fylgst vel með hvað hefur verið að gerast í íslenskum stjórnmálum á undanförnum dögum. Ríkisstjórnin er í enn eitt skiptið komið í hávaðadeilur við öryrkja þessa lands, öryrkja af öllu fólki.
Ég einfaldlega skil ekki af hverju núverandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, standa ekki við umrætt samkomulag við öryrkja.
Þetta er í raun og veru afskaplega einfalt. Það lá meira að segja fyrir kosningarnar í vor að samkomulag við öryrkja myndi kosta rúman einn og hálfan milljarð króna. Nú kemur í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir, með Framsóknarflokkinn í fararbroddi, ætla einungis að uppfylla samkomulagið að hluta. Þeir ætla að snuða 500 milljónir af öryrkjunum.
Nú hefur hæstvirtur heilbrigðisráðherra sagt í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi reynt að fá 500 milljónir til viðbótar til að hægt væri að standa við upphaflegt fyrirkomulag og það er játning á því að núverandi upphæð er ekki í samræmi við samkomulagið. Samkomulagið hefur því verið svikið. Pacta sunt servanda eða orð skulu standa eru lykilþættir í mannlegum samskiptum og ekki síst í stjórnmálum.
Fjarmagn til staðar en ekki viljinn
Fjármagnið til að standa við samkomulag öryrkja eins og það var í upphafi hugsað er svo sannarlega til staðar en ekki viljinn. Af hverju viljum við ekki leggja alla okkar krafta til að koma á móts við okkar minnstu bræður? Það þarf enginn að segja mér að ekki sé svigrúm í ríkissjóði til að gera vel við þennan hóp einstaklinga sem mest þarf á því að halda. Ríkið er með um 280 milljarða króna á milli handanna. Þetta er miklir peningar. Ríkið mun á næsta ári verða með um 100 milljörðum króna meira á milli handana en það hafði árið 1997.
Í hinni pólitísku forgangsröðun eiga öryrkjar að vera mjög ofarlega á lista. Svo einfalt er það. Það er margt annað sem ætti að vera aftar í forgangsröðun nútímastjórnmála. Við þurfum að átta okkur á hlutverki ríkisvaldsins og eitt af því fáa sem nánast allir stjórnmálamenn geta verið sammála um er að ríkisvaldið á að koma á móts við öryrkja þessa lands þannig að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. Við skulum ekki gleyma því að umræddar bætur eru ígildi launa viðkomandi fólks og snerta því að öllu leyti kjör þess.
Ísland að vanda eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða
Í skýrslu Hagstofu Íslands um félags- og heilbrigðismál frá árinu 2003 sést að útgjöld vegna öryrkja á hvern íbúa er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Svo tölurnar séu sambærilegar eru þær birtar á jafnvirðismælikvarða eða á PPP og sýna þær að Ísland ver um þriðjungi minna til öryrkja á hvern íbúa en Danir verja til málaflokksins. Þriðjungi minna en Danir þrátt fyrir að í Danmörku sé minna hlutfall þeirra sem eru á aldursbilinu 18-64 ára á slíkum bótum. Séu útgjöld Íslendinga vegna öryrkja borin saman við hin Norðurlöndin sést að Norðmenn verja um helmingi hærri upphæð til málaflokksins en Íslendingar og Svíar og Finnar verja um 10-20% meira en við gerum.
Þessi samanburður og þessar tölur sýna að Íslendingar eru eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að útgjöldum vegna öryrkja á hvern íbúa. Þessi samanburður sýnir forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar.
Ég einfaldlega skil ekki af hverju núverandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, standa ekki við umrætt samkomulag við öryrkja.
Þetta er í raun og veru afskaplega einfalt. Það lá meira að segja fyrir kosningarnar í vor að samkomulag við öryrkja myndi kosta rúman einn og hálfan milljarð króna. Nú kemur í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir, með Framsóknarflokkinn í fararbroddi, ætla einungis að uppfylla samkomulagið að hluta. Þeir ætla að snuða 500 milljónir af öryrkjunum.
Nú hefur hæstvirtur heilbrigðisráðherra sagt í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi reynt að fá 500 milljónir til viðbótar til að hægt væri að standa við upphaflegt fyrirkomulag og það er játning á því að núverandi upphæð er ekki í samræmi við samkomulagið. Samkomulagið hefur því verið svikið. Pacta sunt servanda eða orð skulu standa eru lykilþættir í mannlegum samskiptum og ekki síst í stjórnmálum.
Fjarmagn til staðar en ekki viljinn
Fjármagnið til að standa við samkomulag öryrkja eins og það var í upphafi hugsað er svo sannarlega til staðar en ekki viljinn. Af hverju viljum við ekki leggja alla okkar krafta til að koma á móts við okkar minnstu bræður? Það þarf enginn að segja mér að ekki sé svigrúm í ríkissjóði til að gera vel við þennan hóp einstaklinga sem mest þarf á því að halda. Ríkið er með um 280 milljarða króna á milli handanna. Þetta er miklir peningar. Ríkið mun á næsta ári verða með um 100 milljörðum króna meira á milli handana en það hafði árið 1997.
Í hinni pólitísku forgangsröðun eiga öryrkjar að vera mjög ofarlega á lista. Svo einfalt er það. Það er margt annað sem ætti að vera aftar í forgangsröðun nútímastjórnmála. Við þurfum að átta okkur á hlutverki ríkisvaldsins og eitt af því fáa sem nánast allir stjórnmálamenn geta verið sammála um er að ríkisvaldið á að koma á móts við öryrkja þessa lands þannig að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. Við skulum ekki gleyma því að umræddar bætur eru ígildi launa viðkomandi fólks og snerta því að öllu leyti kjör þess.
Ísland að vanda eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða
Í skýrslu Hagstofu Íslands um félags- og heilbrigðismál frá árinu 2003 sést að útgjöld vegna öryrkja á hvern íbúa er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Svo tölurnar séu sambærilegar eru þær birtar á jafnvirðismælikvarða eða á PPP og sýna þær að Ísland ver um þriðjungi minna til öryrkja á hvern íbúa en Danir verja til málaflokksins. Þriðjungi minna en Danir þrátt fyrir að í Danmörku sé minna hlutfall þeirra sem eru á aldursbilinu 18-64 ára á slíkum bótum. Séu útgjöld Íslendinga vegna öryrkja borin saman við hin Norðurlöndin sést að Norðmenn verja um helmingi hærri upphæð til málaflokksins en Íslendingar og Svíar og Finnar verja um 10-20% meira en við gerum.
Þessi samanburður og þessar tölur sýna að Íslendingar eru eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að útgjöldum vegna öryrkja á hvern íbúa. Þessi samanburður sýnir forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2003 | 17:37
Gleymd sannfæring
Í síðustu alþingiskosningum komst allstór hópur ungs fólks á þing. Þessi hópur átti það sameiginlegt að nánast allir í honum töluðu um að þeir vildu stuðla að betra menntakerfi, ekki síst með því að berjast fyrir bættum hag Háskóla Íslands.
Ung þingkona að nafni Dagný Jónsdóttir í Framsóknarflokki var í upphafi þings kjörin varaformaður menntamálanefndar Alþingis. Dagný Jónsdóttir var framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir rétt rúmu ári síðan og í ljósi þeirrar staðreyndar var hægt að búast við því nú kæmust málefni Háskólans loks í forgang hjá ríkisstjórnarflokkunum. Nú þegar aðeins eru rúmar tvær vikur eftir af þingstörfum fyrir jólafrí hefur fyrrverandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs lítið beitt sér í þágu Háskólans, heldur þvert á móti.
Stúdentaleiðtogi gegn fjárframlögum til Háskólans
Þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fékk á dögunum einstakt tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki að því er varðar Háskólann. Við aðra umræðu fjárlaganna kom Samfylkingin með breytingartillögu sem fólst verulegri hækkun fjárframlaga til Háskóla Íslands, alls um 740 milljón krónur. Óneitanlega myndu slíkar fjárhæðir bæta bágborna stöðu skólans mjög, þótt enn myndi vanta talsvert upp á. Það ætti Dagný að vita sem gekk vasklega fram fyrir hönd stúdenta og skrifaði greinar þar sem viðkvæðið var iðulega fjársvelti, fjársvelti. Og krafðist hún úrbóta hið fyrsta.
En aldeilis ekki. Dagný Jónsdóttir greiddi við fyrsta tækifæri atkvæði gegn viðbótarfjárveitingu til Háskóla Íslands. Hún hvorki studdi tillöguna eins og stúdentar hefðu fyrirfram búist við, né sat hún hjá. Hún kaus gegn tillögunni. Umrædd tillaga var kjörið tækifæri fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs til að sýna vilja sinn í verki. Það er einfaldlega ekki oft sem forystumenn stúdenta fá jafngott tækifæri til að bæta hag stúdenta Háskóla Íslands.
Í morgunblaðsgrein 27. júní 2000 skrifaði Dagný sem nú kýs gegn auknum fjárframlögum til Háskólans að ,,Háskóla Íslands sárvantar peninga á flestum sviðum" og að það sé ,,mikilvægara en nokkru sinni fyrr að auka ríkisframlög til Háskóla Íslands." En í fyrstu atkvæðagreiðslu Dagnýjar á Alþingi um málefni Háskóla Íslands ákveður hún að kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskólans.
Rétt er að taka það fram að Dagný Jónsdóttir kaus einnig gegn 140 milljón króna viðbótarfjárveitingu Samfylkingarinnar til Háskólans á Akureyri.
Kúamjólkin fær sitt
Ólíkt hinum stjórnarandstöðuflokkunum, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, lagði Samfylkingin fram sparnaðartillögur á móti hverri útgjaldatillögu. Ráðdeild getur því ekki verið ástæða þess að Dagný Jónsdóttir skuli kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands.
Það er þó rétt að halda því til haga að við sömu umræðu um fjárlög kusu Dagný og aðrir stjórnarþingmenn með ákveðinni hækkun til Háskóla Íslands. Sú hækkun voru heilar 5 milljónir króna sem er m.a. tímabundin fjárveiting til næringarfræðilegra rannsókna á kúamjólk. Sennilega hefur kúamjólkin haft sitt að segja þegar framsóknarkonan Dagný gerði upp hug sinn.
Gleymd kosningaloforð
Kosningaloforð Framsóknarflokksins í menntamálum frá því í vor eru fróðleg í ljósi efndaleysis þeirra. Því var lofað að ábyrgðarmannakerfi Lánasjóð íslenskra námsmanna yrði afnumið og að framfærslugrunnur námslána yrði endurskoðaður. Því var einnig lofað að endurgreiðsla námslána yrðu lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk og hluti af lánum þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma myndi breytast í styrk. Ekkert hefur verið gert í þessum málum þrátt fyrir að varaformaður menntamálanefndar, Dagný Jónsdóttir, sé í einstakri aðstöðu til að bæta stöðu stúdenta Háskóla Íslands til muna.
Háskólastigið fær helmingi minna fé
Það er margt að að í íslenskum menntamálum. Háskólastigið býr við fjársvelti og það er alls ekki í því ástandi sem stjórnarherrarnir tala um það sé í. Þetta vita hins vegar stúdentar Háskóla Íslands. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD frá árinu 2003 kemur fram að opinber fjárframlög til háskólastigsins á Íslandi voru einungis um 0,8% af landsframleiðslu á meðan hin Norðurlöndin vörðu á bilinu 1,2%-1,7%, eða allt að helmingi hærri framlög. Ríkisstjórnin er því hálfdrættingur annarra ríkisstjórna þegar kemur að opinberum framlögum til háskólastigsins. Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi stefnir í að Háskóli Íslands þurfi að synja tæplega 1.000 nemendum um námsvist á næsta ári.
Háskóli Íslands þarf því á stórátaki að halda ef vel á að vera. Sorglegt er að sjá fyrrum forystumann stúdenta í lykilstöðu á Alþingi greiða atkvæði gegn tillögu um hækkun fjárframlaga til Háskólans sem svo sannarlega þarf á liðsinni þingsins að halda. Rétt er að hvetja þingmanninn til að rifja upp málflutning sinn í Stúdentaráði.
Ung þingkona að nafni Dagný Jónsdóttir í Framsóknarflokki var í upphafi þings kjörin varaformaður menntamálanefndar Alþingis. Dagný Jónsdóttir var framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir rétt rúmu ári síðan og í ljósi þeirrar staðreyndar var hægt að búast við því nú kæmust málefni Háskólans loks í forgang hjá ríkisstjórnarflokkunum. Nú þegar aðeins eru rúmar tvær vikur eftir af þingstörfum fyrir jólafrí hefur fyrrverandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs lítið beitt sér í þágu Háskólans, heldur þvert á móti.
Stúdentaleiðtogi gegn fjárframlögum til Háskólans
Þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fékk á dögunum einstakt tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki að því er varðar Háskólann. Við aðra umræðu fjárlaganna kom Samfylkingin með breytingartillögu sem fólst verulegri hækkun fjárframlaga til Háskóla Íslands, alls um 740 milljón krónur. Óneitanlega myndu slíkar fjárhæðir bæta bágborna stöðu skólans mjög, þótt enn myndi vanta talsvert upp á. Það ætti Dagný að vita sem gekk vasklega fram fyrir hönd stúdenta og skrifaði greinar þar sem viðkvæðið var iðulega fjársvelti, fjársvelti. Og krafðist hún úrbóta hið fyrsta.
En aldeilis ekki. Dagný Jónsdóttir greiddi við fyrsta tækifæri atkvæði gegn viðbótarfjárveitingu til Háskóla Íslands. Hún hvorki studdi tillöguna eins og stúdentar hefðu fyrirfram búist við, né sat hún hjá. Hún kaus gegn tillögunni. Umrædd tillaga var kjörið tækifæri fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs til að sýna vilja sinn í verki. Það er einfaldlega ekki oft sem forystumenn stúdenta fá jafngott tækifæri til að bæta hag stúdenta Háskóla Íslands.
Í morgunblaðsgrein 27. júní 2000 skrifaði Dagný sem nú kýs gegn auknum fjárframlögum til Háskólans að ,,Háskóla Íslands sárvantar peninga á flestum sviðum" og að það sé ,,mikilvægara en nokkru sinni fyrr að auka ríkisframlög til Háskóla Íslands." En í fyrstu atkvæðagreiðslu Dagnýjar á Alþingi um málefni Háskóla Íslands ákveður hún að kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskólans.
Rétt er að taka það fram að Dagný Jónsdóttir kaus einnig gegn 140 milljón króna viðbótarfjárveitingu Samfylkingarinnar til Háskólans á Akureyri.
Kúamjólkin fær sitt
Ólíkt hinum stjórnarandstöðuflokkunum, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, lagði Samfylkingin fram sparnaðartillögur á móti hverri útgjaldatillögu. Ráðdeild getur því ekki verið ástæða þess að Dagný Jónsdóttir skuli kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands.
Það er þó rétt að halda því til haga að við sömu umræðu um fjárlög kusu Dagný og aðrir stjórnarþingmenn með ákveðinni hækkun til Háskóla Íslands. Sú hækkun voru heilar 5 milljónir króna sem er m.a. tímabundin fjárveiting til næringarfræðilegra rannsókna á kúamjólk. Sennilega hefur kúamjólkin haft sitt að segja þegar framsóknarkonan Dagný gerði upp hug sinn.
Gleymd kosningaloforð
Kosningaloforð Framsóknarflokksins í menntamálum frá því í vor eru fróðleg í ljósi efndaleysis þeirra. Því var lofað að ábyrgðarmannakerfi Lánasjóð íslenskra námsmanna yrði afnumið og að framfærslugrunnur námslána yrði endurskoðaður. Því var einnig lofað að endurgreiðsla námslána yrðu lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk og hluti af lánum þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma myndi breytast í styrk. Ekkert hefur verið gert í þessum málum þrátt fyrir að varaformaður menntamálanefndar, Dagný Jónsdóttir, sé í einstakri aðstöðu til að bæta stöðu stúdenta Háskóla Íslands til muna.
Háskólastigið fær helmingi minna fé
Það er margt að að í íslenskum menntamálum. Háskólastigið býr við fjársvelti og það er alls ekki í því ástandi sem stjórnarherrarnir tala um það sé í. Þetta vita hins vegar stúdentar Háskóla Íslands. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD frá árinu 2003 kemur fram að opinber fjárframlög til háskólastigsins á Íslandi voru einungis um 0,8% af landsframleiðslu á meðan hin Norðurlöndin vörðu á bilinu 1,2%-1,7%, eða allt að helmingi hærri framlög. Ríkisstjórnin er því hálfdrættingur annarra ríkisstjórna þegar kemur að opinberum framlögum til háskólastigsins. Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi stefnir í að Háskóli Íslands þurfi að synja tæplega 1.000 nemendum um námsvist á næsta ári.
Háskóli Íslands þarf því á stórátaki að halda ef vel á að vera. Sorglegt er að sjá fyrrum forystumann stúdenta í lykilstöðu á Alþingi greiða atkvæði gegn tillögu um hækkun fjárframlaga til Háskólans sem svo sannarlega þarf á liðsinni þingsins að halda. Rétt er að hvetja þingmanninn til að rifja upp málflutning sinn í Stúdentaráði.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa