22.000 undirskriftir til stuðnings fyrningarfrumvarps

Ég hef nú lagt í fjórða sinn lagafrumvarp um afnám fyrningarfresta vegna kynferðisbrota gegn börnum. Um 22.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að samþykkja beri frumvarpið. Slíkur stuðningur er nánast fordæmalaus í sögu þingisins. Þessi fjöldi er farinn að nálgast þann fjölda sem mótmælti fjölmiðlafrumvarpinu hérna um árið. En þrátt fyrir að þetta sé í fjórða sinn sem frumvarpið er lagt fram og mikinn stuðning hefur þingheimur ekki enn fengið tækifæri til að taka afstöðu til málsins, þar sem það hefur aldrei fengist til umræðu á þinginu.
Nú liggur sömuleiðis fyrir frumvarp dómsmálaráðherra sem gerir almennt ráð fyrir 4 ára lengingu á fyrningarfrestum. Með slíkri breytingu næðist fram mikilvægur áfangasigur sem ber að fagna. Ég og félagar mínir í Samfylkingunni teljum hins vegar að stíga eigi skrefið til fulls og afnema fyrningafresti. Sé litið til þess hvenær þolendur leita sér aðstoðar, t.d.hjá Stígamótum, kemur í ljós að rúmlega 40% eru 30 ára eða eldri. Samkvæmt núgildandi lögum eru hins vegar öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur þolanda. Með samþykkt á frumvarpi dómsmálaráðherra verða öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 33 ára aldur þolands. Því verður enn hætta á sýknudómum vegna fyrningar þrátt fyrir að jafnvel játning liggi fyrir.
Mikilvægt er að halda því til haga, að nú þegar eru til ófyrnanleg brot í íslenskum rétti, s.s. manndráp, mannrán, ítrekuð rán, landráð o.s.frv. Kynferðisbrot gegn börnum eiga heima í þessum flokki ófyrnanlegra afbrota að mínu mati. Enn er hægt að skrifa undir áskorun um að samþykkja beri þetta frumvarp á www.blattafram.is.
Hægt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/133/s/0304.html,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband