Lífeyrisgreiðslur beri fjármagnstekjuskatt

Kjör eldri borgara verða að vera kosningamál. Tillögur ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki ganga því miður allt of skammt. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar lagt fram þingmál sem bætir stöðu eldri borgara til mikilla muna. Í tillögum okkar er m.a. komið á frítekjumarki fyrir 75.000 kr. atvinnutekjur á mánuði, tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka eru afnumin, tekjutryggingin er hækkuð og dregið er úr skerðingarhlutföllum. Ég er hins vegar sannfærður um að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerða til að bæta stöðu eldri borgara. Þar á ég m.a. við leiðir til að draga úr skattbyrði eldri borgara. Það má gera með því að skattleggja lífeyristekjur sem fjármagnstekjur. Sú leið myndi hafa í för með sér mikla skattalækkun fyrir eldri borgara og um leið nauðsynlega kjarabót.

Ég lagði fram fyrirspurn á Alþingi um kostnað við þessa hugmynd. Í svarinu kom fram að væru greiðslur frá lífeyrissjóðum skattlagðar sem fjármagnstekjur í 10% skattþrepi í stað 37% þrepi tekjuskatts þá yrði tekjutap hins opinbera um 3.3 milljarða króna. Það er ekki há upphæð fyrir ríkissjóð sem er nú að velta um 370 milljörðum króna á ári.

Sé farin sú leið að hækka skattleysismörk fyrir eldri borgara eldri en 70 ára upp í 150.000 kr. á mánuði kostar það ríkissjóð um 5 milljarða króna samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi.

Það er ekki boðlegt að þriðji hver eldri borgari þurfi að lifa á 110.000 krónum á mánuði eða minna. Við skuldum eldri borgurum betri lífskjör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband