Innilegar þakkir

Ég vil þakka innilega fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk í 4. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég vil sömuleiðis þakka öllum þeim sem studdu mig í þessari kosningabaráttu og tóku virkan þátt í að ná þessum góða árangri. Þá vil ég þakka mínum meðframbjóðendum fyrir drengilega baráttu og þeim sem sáu um að skipuleggja þetta glæsilega prófkjör.
Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík er afar öflugur og þarna er valinn maður í hverju rúmi. Sjö öflugir stjórnmálamenn sóttust eftir 4. sætinu í prófkjörinu og því var ljóst að slagurinn yrði mikill um það sæti. Það er því afskaplega ánægjulegt og gleðilegt að ná settu marki. Það er gaman að vera hluti af nýrri kynslóð Samfylkingarfólks sem nýtur trausts flokksfélaga sinna og kjósenda. Framtíðin er björt og við ætlum okkur að leiða Samfylkinguna inn í næstu ríkisstjórn. En nú förum við að huga að næstu kosningum sem eru eftir nákvæmlega 6 mánuði. Þar er verk að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband