Er ákvörðunin um hvalveiðar smjörklípuaðferð?

Það var athyglisvert að fylgjast með því hvernig ríkisstjórninni tókst að vinda ofan af stöðugt óþægilegri umræðu um hleranir með því að fara að ræða hvalveiðar. Á þinginu voru bæði sjávarútvegsnefnd og utanríkismálanefnd Alþingis kallaðar saman í skyndingu, til þess að ræða mál sem hefur haft litla sem enga pólitíska þýðingu um nokkurra ára skeið. Hins vegar má treysta því að þegar rætt er um hvalveiðar þá skipa menn sér strax í andstæða fylkingar og því hægt að gera ráð fyrir því að fulltrúar ferðaþjónustunnar taki hugmyndinni illa en fulltrúar Hvals hf. fagni henni.
Sjávarútvegsráðherrann var í kvöld mættur í Kastljósið til þess að fara nú yfir málið, án þess að nokkuð kalli sérstaklega á þessa umræðu. Erlendir ferðamenn voru teknir tali og beðnir um álit sitt á því hvort þeir gætu hugsað sér að koma til Íslands ef hvalveiðar hæfust á ný. En það er nú sennilegast tilgangurinn með þessari umræðu. Á meðan að Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt. Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband