Hvað kosta skattabreytingar fyrir eldri borgara?

Þessa dagana er mikil umræða um kjör eldri borgara og hafa verið háværar kröfur frá hagsmunaaðilum að breyta skattlagningu á tekjum eldri borgara. Það er því heppilegt að fjármálaráðherra hefur nú svarað fyrirspurn minni á Alþingi um skattlagningu lífeyrisgreiðslna og skattleysismörk 70 ára og eldri.
Tekjur frá lífeyrissjóðum
Sé rýnt í svarið kemur í ljós að yrðu lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum til 70 ára og eldri skattlagðar með fjármagnstekjuskatti í 10% þrepi, í stað tekjuskatti, yrði tekjutap ríkissjóðs um 900 milljón kr. og tekjutap sveitarfélaga um 2,4 milljarð kr. Svona skattalagabreytingu hefur Félag eldri borgara m.a. lagt áherslu á að verði gerð.

Væru greiðslur úr lífeyrissjóðum hins vegar skattfrjálsar fyrir 70 ára og eldri myndi það kosta ríkissjóð um 2,3 milljarð kr. og sveitarfélögin um 2,4 milljarð kr.
Tekjur frá Tryggingarstofnun ríkissins
Væri vilji til að breyta skattlagningu lífeyristekjum frá Tryggingarstofnun ríkisins til 70 ára og eldri kemur í ljós skattlagning þeirra sem fjármagnstekjur í 10% þrepi, í stað tekjuskatt, myndu tekjur ríkissjóðs lækka um 200 milljón kr. og tekjur sveitarfélagana 2,1 milljarð kr.

En ef þessar tekjur yrðu skattfrjálsar fyrir 70 ára og eldri myndi það kosta ríkissjóð 1,1 milljarð kr. og sveitarfélögin 2,1 milljarð kr. Öryrki sem einungis lifir af lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins var skattfrjáls frá 1988 til 1996, en hefur síðan þá greitt sívaxandi skatta af hámarkslífeyrinum, líkt og eldri borgarar.

Í svarinu kemur fram að ekki var hægt að greina skattskyldar lífeyrisgreiðslur Tryggingarstofnunar eftir tegundum. Þess vegna yrði það ódýrara fyrir hið opinbera ef skattlagningu hluta þeirra s.s. grunnlífeyrisins, yrði eingöngu breytt.
Skattleysismörk 70 ára eða eldri breytt
Ég kallaði einnig eftir áhrifum á tekjur hins opinbera ef skattleysismörk 70 ára og eldri yrðu breytt enda er ljóst að skattleysismörk hafa setið eftir í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Ef skattleysismörk 70 ára og eldri yrðu 100.000 kr., þá lækka tekjur hins opinbera um 3 milljarða kr. En ef skattleysismörkin yrðu 120.000 kr. þá kostar það hið opinbera rúma 4 milljarða kr. og 150.000 kr. skattleysismörk fyrir eldri borgara kosta um 5 milljarða kr. Væru skattleysismörkin hins vegar 180.000 kr. þá kostar það hið opinbera 5,5, milljarða kr.

Álagning almenns tekjuskatts og útsvars á 70 ára og eldri nam alls 6.616 millj. kr. árið 2005.
Bæta þyrfti tekjutap sveitarfélaga
Það er mikilvægt í umræðunni um þessi mál að hafa á hreinu hvað hugsanlegar skattabreytingar kosta fyrir hið opinbera. Sömuleiðis er ljóst að ef ráðist yrði í svona skattabreytingar breytingar þá er ljóst að tekjutap sveitarfélaganna þyrfti að bæta með einhverjum hætti.

Hægt er að nálgast svarið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/1245.html

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband