1.12.2003 | 17:37
Gleymd sannfæring
Í síðustu alþingiskosningum komst allstór hópur ungs fólks á þing. Þessi hópur átti það sameiginlegt að nánast allir í honum töluðu um að þeir vildu stuðla að betra menntakerfi, ekki síst með því að berjast fyrir bættum hag Háskóla Íslands.
Ung þingkona að nafni Dagný Jónsdóttir í Framsóknarflokki var í upphafi þings kjörin varaformaður menntamálanefndar Alþingis. Dagný Jónsdóttir var framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir rétt rúmu ári síðan og í ljósi þeirrar staðreyndar var hægt að búast við því nú kæmust málefni Háskólans loks í forgang hjá ríkisstjórnarflokkunum. Nú þegar aðeins eru rúmar tvær vikur eftir af þingstörfum fyrir jólafrí hefur fyrrverandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs lítið beitt sér í þágu Háskólans, heldur þvert á móti.
Stúdentaleiðtogi gegn fjárframlögum til Háskólans
Þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fékk á dögunum einstakt tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki að því er varðar Háskólann. Við aðra umræðu fjárlaganna kom Samfylkingin með breytingartillögu sem fólst verulegri hækkun fjárframlaga til Háskóla Íslands, alls um 740 milljón krónur. Óneitanlega myndu slíkar fjárhæðir bæta bágborna stöðu skólans mjög, þótt enn myndi vanta talsvert upp á. Það ætti Dagný að vita sem gekk vasklega fram fyrir hönd stúdenta og skrifaði greinar þar sem viðkvæðið var iðulega fjársvelti, fjársvelti. Og krafðist hún úrbóta hið fyrsta.
En aldeilis ekki. Dagný Jónsdóttir greiddi við fyrsta tækifæri atkvæði gegn viðbótarfjárveitingu til Háskóla Íslands. Hún hvorki studdi tillöguna eins og stúdentar hefðu fyrirfram búist við, né sat hún hjá. Hún kaus gegn tillögunni. Umrædd tillaga var kjörið tækifæri fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs til að sýna vilja sinn í verki. Það er einfaldlega ekki oft sem forystumenn stúdenta fá jafngott tækifæri til að bæta hag stúdenta Háskóla Íslands.
Í morgunblaðsgrein 27. júní 2000 skrifaði Dagný sem nú kýs gegn auknum fjárframlögum til Háskólans að ,,Háskóla Íslands sárvantar peninga á flestum sviðum" og að það sé ,,mikilvægara en nokkru sinni fyrr að auka ríkisframlög til Háskóla Íslands." En í fyrstu atkvæðagreiðslu Dagnýjar á Alþingi um málefni Háskóla Íslands ákveður hún að kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskólans.
Rétt er að taka það fram að Dagný Jónsdóttir kaus einnig gegn 140 milljón króna viðbótarfjárveitingu Samfylkingarinnar til Háskólans á Akureyri.
Kúamjólkin fær sitt
Ólíkt hinum stjórnarandstöðuflokkunum, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, lagði Samfylkingin fram sparnaðartillögur á móti hverri útgjaldatillögu. Ráðdeild getur því ekki verið ástæða þess að Dagný Jónsdóttir skuli kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands.
Það er þó rétt að halda því til haga að við sömu umræðu um fjárlög kusu Dagný og aðrir stjórnarþingmenn með ákveðinni hækkun til Háskóla Íslands. Sú hækkun voru heilar 5 milljónir króna sem er m.a. tímabundin fjárveiting til næringarfræðilegra rannsókna á kúamjólk. Sennilega hefur kúamjólkin haft sitt að segja þegar framsóknarkonan Dagný gerði upp hug sinn.
Gleymd kosningaloforð
Kosningaloforð Framsóknarflokksins í menntamálum frá því í vor eru fróðleg í ljósi efndaleysis þeirra. Því var lofað að ábyrgðarmannakerfi Lánasjóð íslenskra námsmanna yrði afnumið og að framfærslugrunnur námslána yrði endurskoðaður. Því var einnig lofað að endurgreiðsla námslána yrðu lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk og hluti af lánum þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma myndi breytast í styrk. Ekkert hefur verið gert í þessum málum þrátt fyrir að varaformaður menntamálanefndar, Dagný Jónsdóttir, sé í einstakri aðstöðu til að bæta stöðu stúdenta Háskóla Íslands til muna.
Háskólastigið fær helmingi minna fé
Það er margt að að í íslenskum menntamálum. Háskólastigið býr við fjársvelti og það er alls ekki í því ástandi sem stjórnarherrarnir tala um það sé í. Þetta vita hins vegar stúdentar Háskóla Íslands. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD frá árinu 2003 kemur fram að opinber fjárframlög til háskólastigsins á Íslandi voru einungis um 0,8% af landsframleiðslu á meðan hin Norðurlöndin vörðu á bilinu 1,2%-1,7%, eða allt að helmingi hærri framlög. Ríkisstjórnin er því hálfdrættingur annarra ríkisstjórna þegar kemur að opinberum framlögum til háskólastigsins. Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi stefnir í að Háskóli Íslands þurfi að synja tæplega 1.000 nemendum um námsvist á næsta ári.
Háskóli Íslands þarf því á stórátaki að halda ef vel á að vera. Sorglegt er að sjá fyrrum forystumann stúdenta í lykilstöðu á Alþingi greiða atkvæði gegn tillögu um hækkun fjárframlaga til Háskólans sem svo sannarlega þarf á liðsinni þingsins að halda. Rétt er að hvetja þingmanninn til að rifja upp málflutning sinn í Stúdentaráði.
Ung þingkona að nafni Dagný Jónsdóttir í Framsóknarflokki var í upphafi þings kjörin varaformaður menntamálanefndar Alþingis. Dagný Jónsdóttir var framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir rétt rúmu ári síðan og í ljósi þeirrar staðreyndar var hægt að búast við því nú kæmust málefni Háskólans loks í forgang hjá ríkisstjórnarflokkunum. Nú þegar aðeins eru rúmar tvær vikur eftir af þingstörfum fyrir jólafrí hefur fyrrverandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs lítið beitt sér í þágu Háskólans, heldur þvert á móti.
Stúdentaleiðtogi gegn fjárframlögum til Háskólans
Þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fékk á dögunum einstakt tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki að því er varðar Háskólann. Við aðra umræðu fjárlaganna kom Samfylkingin með breytingartillögu sem fólst verulegri hækkun fjárframlaga til Háskóla Íslands, alls um 740 milljón krónur. Óneitanlega myndu slíkar fjárhæðir bæta bágborna stöðu skólans mjög, þótt enn myndi vanta talsvert upp á. Það ætti Dagný að vita sem gekk vasklega fram fyrir hönd stúdenta og skrifaði greinar þar sem viðkvæðið var iðulega fjársvelti, fjársvelti. Og krafðist hún úrbóta hið fyrsta.
En aldeilis ekki. Dagný Jónsdóttir greiddi við fyrsta tækifæri atkvæði gegn viðbótarfjárveitingu til Háskóla Íslands. Hún hvorki studdi tillöguna eins og stúdentar hefðu fyrirfram búist við, né sat hún hjá. Hún kaus gegn tillögunni. Umrædd tillaga var kjörið tækifæri fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs til að sýna vilja sinn í verki. Það er einfaldlega ekki oft sem forystumenn stúdenta fá jafngott tækifæri til að bæta hag stúdenta Háskóla Íslands.
Í morgunblaðsgrein 27. júní 2000 skrifaði Dagný sem nú kýs gegn auknum fjárframlögum til Háskólans að ,,Háskóla Íslands sárvantar peninga á flestum sviðum" og að það sé ,,mikilvægara en nokkru sinni fyrr að auka ríkisframlög til Háskóla Íslands." En í fyrstu atkvæðagreiðslu Dagnýjar á Alþingi um málefni Háskóla Íslands ákveður hún að kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskólans.
Rétt er að taka það fram að Dagný Jónsdóttir kaus einnig gegn 140 milljón króna viðbótarfjárveitingu Samfylkingarinnar til Háskólans á Akureyri.
Kúamjólkin fær sitt
Ólíkt hinum stjórnarandstöðuflokkunum, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, lagði Samfylkingin fram sparnaðartillögur á móti hverri útgjaldatillögu. Ráðdeild getur því ekki verið ástæða þess að Dagný Jónsdóttir skuli kjósa gegn auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands.
Það er þó rétt að halda því til haga að við sömu umræðu um fjárlög kusu Dagný og aðrir stjórnarþingmenn með ákveðinni hækkun til Háskóla Íslands. Sú hækkun voru heilar 5 milljónir króna sem er m.a. tímabundin fjárveiting til næringarfræðilegra rannsókna á kúamjólk. Sennilega hefur kúamjólkin haft sitt að segja þegar framsóknarkonan Dagný gerði upp hug sinn.
Gleymd kosningaloforð
Kosningaloforð Framsóknarflokksins í menntamálum frá því í vor eru fróðleg í ljósi efndaleysis þeirra. Því var lofað að ábyrgðarmannakerfi Lánasjóð íslenskra námsmanna yrði afnumið og að framfærslugrunnur námslána yrði endurskoðaður. Því var einnig lofað að endurgreiðsla námslána yrðu lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk og hluti af lánum þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma myndi breytast í styrk. Ekkert hefur verið gert í þessum málum þrátt fyrir að varaformaður menntamálanefndar, Dagný Jónsdóttir, sé í einstakri aðstöðu til að bæta stöðu stúdenta Háskóla Íslands til muna.
Háskólastigið fær helmingi minna fé
Það er margt að að í íslenskum menntamálum. Háskólastigið býr við fjársvelti og það er alls ekki í því ástandi sem stjórnarherrarnir tala um það sé í. Þetta vita hins vegar stúdentar Háskóla Íslands. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD frá árinu 2003 kemur fram að opinber fjárframlög til háskólastigsins á Íslandi voru einungis um 0,8% af landsframleiðslu á meðan hin Norðurlöndin vörðu á bilinu 1,2%-1,7%, eða allt að helmingi hærri framlög. Ríkisstjórnin er því hálfdrættingur annarra ríkisstjórna þegar kemur að opinberum framlögum til háskólastigsins. Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi stefnir í að Háskóli Íslands þurfi að synja tæplega 1.000 nemendum um námsvist á næsta ári.
Háskóli Íslands þarf því á stórátaki að halda ef vel á að vera. Sorglegt er að sjá fyrrum forystumann stúdenta í lykilstöðu á Alþingi greiða atkvæði gegn tillögu um hækkun fjárframlaga til Háskólans sem svo sannarlega þarf á liðsinni þingsins að halda. Rétt er að hvetja þingmanninn til að rifja upp málflutning sinn í Stúdentaráði.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning